Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Side 15
FÓKUS - VIÐTAL 1520. desember
færaleik í sýningunni eru þeir sömu og tóku
þátt í uppfærslunni á Elly, en þeir unnu
einmitt með mér að Regnbogans stræti.
Í dag kalla þeir sig Tvista, sem passar vel
því talan tveir er líka gul. Ég var svo glað-
ur þegar ég komst að þessu því ég er með
fötlun sem heitir samskynjun, ég sé allt
í litum, alla tóna, orð og nöfn. Þetta trufl-
aði mig svolítið þegar ég var að læra nótur
sem lítið barn, því sumar nótur hafa sömu
liti og þá geta komið frávik, alveg eins og
með skrifblinduna, þar renna saman svo
margir stafir sem hafa svipaða áferð að ég
greini ekki á milli. Það var ekki fyrr en ég
var í rannsókn uppi á Grensás að taugasál-
fræðingur uppgötvaði þetta hjá mér og ég
tek greiningunni fagnandi,“ segir Bubbi.
„Þegar ég byrjaði rannsóknarvinnuna
um Bubba vissi ég ekkert um litina og
þessa erfiðu upphafskafla í lífi hans,“ seg-
ir Ólafur. „Æskan er svo mótandi tími og
þegar Bubbi var að alast upp var samfé-
lagið öðruvísi, hann lenti á vegg í sinni
skólagöngu, skrifblindur og sennilega með
einhvers konar athyglisbrest. Þegar hann
er 14 ára heldur hann svo til Danmerk-
ur þar sem fræðslan er komin lengra, þeir
skilja strax að hann þarf aðra nálgun við
lærdóminn, en svo snúa þau mæðginin
aftur heim til Íslands og þá fellur allt í
sama, gamla farið. Hann segir nei takk við
skólanum og fer að vinna,“ segir Ólafur.
„Skólinn var algjör martröð,“ segir
Bubbi alvarlegur í bragði. „Gríðarlegt of-
beldi af hálfu kerfisins á ótal vegu og auð-
vitað mótar þetta mann. Börn sem verða
fyrir áföllum, það getur leitt fólk út í ýmiss
konar fíknivanda. Kennararnir hæddust að
mér, en það voru tveir sem reyndust mér
vel. Annar þeirra, Sigfús Johnsen heitinn,
uppgötvaði að ég gæti spilað á gítar. Hann
lét mig spila Bob Dylan fyrir bekkinn og
þá fann ég fyrst kraftinn sem fylgir því að
koma fram.“
„Þessi verður eitthvað“
Hinn áhrifavaldurinn í lífi Bubba var ís-
lenskukennari, en á þeim tíma gengu
kennarar á milli borða og afhentu nem-
endum próf. „Ég hafði skrifað sögu og
gleymi því aldrei, hún hallaði sér að mér og
sagðist ætla að gefa mér níu í einkunn, en
ætlaði að eiga prófið mitt. Mörgum árum
síðar kom bróðir minn með sendingu
til mín frá þessum kennara. Hún hafði
rammað söguna mína inn og haft upp á
vegg í öll þessi ár og skrifað á bakhliðina:
„Þessi verður eitthvað“ – Ég fann alltaf að
hún hafði trú á mér.“
Ólafur grípur orðið. „Það er dálítið
spes að tala um þetta með Bubba hérna
við hliðina á mér, en það er einmitt þetta
sem ég heillast svo af við sögu hans,“ segir
Ólafur. „Hún er svo einstök en líka almenn.
Æskan er á ákveðinn hátt alltaf sársauka-
full, fyrir okkur öll. Við erum ómótuð,
viðkvæm, lendum í hlutum, miserfiðum
auðvitað, en við þurfum öll að vinna úr
okkar æsku. Bubbi fær í vöggugjöf mikla
hæfileika en líka stóran skammt af erfið-
leikum á löngu tímabili. Hann er á flótta,
tekst ekki á við neitt, reynir bara að grafa
sársaukann, kæfa hann í reyk, moka yfir
hann kóki, ríða hann í kaf. En svo tekst
honum að snúa þessu við, sér ljósið, eða
hvað menn vilja kalla það. Og í dag stendur
hann sterkur í báða fætur. Elskar og er elsk-
aður, sendir frá sér jákvæða strauma, hegg-
ur sinn eldivið í Kjósinni og ræktar garðinn
sinn. Menn gera ekki mikið betur en svo í
heiminum. Sú saga hlýtur að eiga erindi
við okkur öll og ætti að geta hvatt okkur til
dáða – hjálpað okkur að finna Bubbann í
okkur sjálfum, hjóla óttalaus í að gera þær
breytingar sem við kannski þurfum að gera
á lífi okkar.“
Ólafur segist stundum furða sig á því
æðruleysi sem hafi umvafið Bubba í undir-
búningi verksins. „Fólk heldur gjarnan að
hann sé andandi ofan í hálsmálið á mér,
en staðreyndin er sú að hann hefur ver-
ið mjög afslappaður, það er frekar ég sem
trufla hann. Ef ég set mig í hans spor hlýtur
að vera erfitt að lesa texta um sjálfan sig, til
dæmis senuna þar sem hann er að skilja.
Öllum þeim sársauka hefur verið þjapp-
að saman í eina hressandi leiksenu. Þetta
hlýtur að vera dálítið fríkað að lesa.“
Þeir fá blámann en
almúginn fær grámann
Ferilinn er óhjákvæmilega fjölbreyttur
enda hefur Bubbi gengið í gegnum ýmiss
konar tímabil sem speglast í textunum.
Hann þvertekur þó fyrir að brunnurinn sé
að tæmast. „Ég sem alveg stöðugt. Ég vakna
oft með melódíur í höfðinu og held að það
sé eðlilegt, en allar hugmyndir sem ég fæ
tek ég upp á símann minn,“ segir Bubbi og
sýnir til staðfestingar símann sinn, stút-
fullan af upptökum. „Ég er með ákveðna
tækni svo þetta trufli mig ekki áður en ég
sofna. Það sem ég þarf bara að passa, er
hversu mikið ég get þanið streng fólksins
sem er búið að borga sig inn á tónleikana
mína, ég get ekki frumflutt tuttugu ný lög
og verið með þrjú gömul. Í ár verða nokkur
ný, eitt byggt á Samherjamálinu, um það
hvernig menn geta stolið regnboganum frá
börnum, þeir fá blámann en almúginn fær
grámann. Þannig er ég, ég syng um ástina
og dauðann, sem eru jú þeir meginþættir
sem mér finnst skipta mestu máli, en svo
eru alltaf einhver herbergi þar á milli,“ seg-
ir Bubbi.
„Mér finnst Bubbi oft súmmera upp
það sem er í deiglunni hverju sinni. Hann
veður áfram og segir það sem býr í hjarta
hans, sem oftar en ekki er það sem fólk er
að hugsa, en enginn þorir að segja. Eins
og þegar hann gerði lagið Strákarnir á
borginni þegar eyðnifaraldurinn var að
læsa klónum í kvíðann hjá fólki og fordóm-
arnir að blossa upp. Á þessum tíma voru
límdir miðar í hurðirnar á skemmtistöðum
þar sem hommum var meinaður aðgang-
ur, en þarna steig Bubbi fram og reif kjaft,
ögraði og lamdi í borðið. Og því fer fjarri
að það sé eina málefnið sem Bubbi hefur
hjólað í,“ segir Ólafur.
Bubba áskotnaðist USB- lykill á dögun-
um, frá 1983, þar sem hann var að
skemmta grunnskólakrökkum: „Þarna var
ég ekki bara að syngja heldur líka að halda
fyrirlestur um ofsóknir í garð homma og
uppgang nasisma 1933, sem ég tengdi
við íslenska skemmtistaði. Þetta var alveg
magnað að sjá, því ég held að enginn hafi
rætt svona mál áður við grunnskólakrakka.“
Stærsti listamaður samtímans
Ekki er langt síðan tónlistarmaðurinn
Auðunn Lútersson var gagnrýndur fyrir
að syngja um fíkniefnanotkun á tónleikum
sem haldnir voru í viðurvist ungra áhorf-
enda. Bubbi var einn þeirra listamanna
sem tók upp hanskann fyrir Auðun og full-
yrðir að hann sé án efa einn stærsti lista-
maður samtímans. „Þarna er maður sem
yrkir á gríðarlega flottu máli og hefur heil-
mikið fram að færa. Hann gerir það í fal-
legum pakka og ég spegla mig í honum.
Ég hugsaði þegar ég sá hann fyrst, vá, er
þetta að gerast aftur, því á sínum tíma voru
haldnar ráðstefnur um mig í Háskólanum
þar sem menn sögðu að ég væri hættuleg-
ur tungumálinu og væri hreinlega skaðleg-
ur, en svo mætti fjöldi fólks og varði mig.“
Á þessum tíma áttu sér stað mikil
greinaskrif um skáldskap Bubba og þá
bragfræði og málfarsreglur sem hann væri
að brjóta. Bubbi benti á að þetta væri eins
og að fara á málverkasýningu og gagnrýna
rammann en pæla ekkert í myndunum.
„Þú tókst nú hassið fyrir, eins og Auðunn,
og þá átti aldeilis að tjarga þig og fiðra,“
segir Ólafur og uppsker mikinn hlátur frá
Bubba. „Þarna var Bubbi að fara frá því að
vera innangarðstrúbador, í uppáhaldi hjá
mokkaelítunni, vinstra liðinu, stúdentun-
um og herstöðvarandstæðingunum, yfir
í að verða utangarðsmaður. Þarna, 1981,
var hann búinn að syngja um verkamann-
inn og stéttabaráttuna, en menn verða al-
veg brjálaðir þegar hann syngur: „Ég ætla
með kíló af hassi að fíla grasið þar sem það
grær“. „Er þetta það sem alþýðan þarf, að
sljóvga sig með dópi?“ sögðu ýmsir spekú-
lantar. Þetta er í raun umræðan um vald,
menn vilja stjórna því hver má tjá sig um
hvað í í nafni hverra. Sumir vildu þannig
eigna sér Bubba, aðrir moka honum út,
afvopna hann. Þetta er síendurtekið stef í
hans listamannslífi. Hann er utangarðs-
maðurinn, hrár og slorlyktandi trúbador
alþýðunnar, sem verður uppáhald
Hann er á
flótta, tekst ekki
á við neitt,
reynir bara að
grafa sársauk-
ann, kæfa hann
í reyk, moka
yfir hann kóki,
ríða hann í kaf.