Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Síða 44
44 PRESSAN 20. desember Forlagið og Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka auglýsa eftir handriti að skáldsögu fyrir unglinga til að keppa um Íslensku barnabókaverðlaunin 2020. Skilafrestur er til og með 10. janúar. Allar upplýsingar á www.forlagid.is Þrautaganga vinsæls jólalags All I Want for Christmas is You loksins á toppinn í Bandaríkjunum 25 árum eftir útgáfu F lestir hafa eflaust heyrt stórsöngkon- una Mariuh Carey þenja raddböndin í laginu All I Want for Christmas Is You í kringum jólahátíðina. Lagið er spilað í verslunum, á öllum útvarpsstöðv- um og í heimahúsum. Útgáfur af því heyr- ast í vinsælum jólamyndum og auglýsing- um. Þannig hefur það verið síðan það var gefið út árið 1994. Því verða eflaust ein- hverjir undrandi þegar þeir heyra að lagið komst í fyrsta sinn í efsta sæti vinsældalista í Bandaríkjunum í vikunni. Nær hún Bítlunum? Lagið var gefið út á EP-plötu fyrir 25 árum. Þá kváðu reglur um vinsældalista á um að lagið mætti ekki keppa við aðrar smáskíf- ur. Árið 2000 var lagið endurskilgreint sem stakt lag og þá mátti Mariah demba sér í vinsældabaráttuna. Nítján árum síðar hef- ur sú þrautaganga skilað sér í toppsætinu. Þetta er nítjánda lagið sem Mariah kem- ur á topp vinsældalista í Bandaríkjunum og andar því ofan í hálsmálið á Bítlunum. Þeirra met er tuttugu lög. Þetta er einnig fyrsta jólalagið til að ná toppsætinu síðan íkornaprakkararnir vermdu það árið 1958 með lagið The Chipmunk Song (Christmas Don’t Be Late). „Þetta er eitthvað sem dyggir aðdáend- ur mínir hugsa um og eitthvað sem fólk í kringum mig talar um bókstaflega allt árið. En ég þarf ekki staðfestingu á að þetta lag er til. Ég hnýtti einu sinni í allt þegar ég hlustaði á það en núna get ég loksins notið þess. Ég elska hátíðarnar. Ég veit að þetta er væmið, en mér er sama,“ segir Mariah í við- tali við New York Times. Streymt fyrir allan peninginn Þó að lagið hafi ekki vermt toppsætið á vinsældalistum áður hefur því gengið afar vel á streymisveitum. Greiningarfyr- irtækið Nielsen segir að streymisvöxtur lagsins milli ára sé óviðjafnanlegur. Jólin 2014 var því streymt 12,6 milljónum sinn- um. Tveimur árum síðar var sú tala kom- in upp í 61 milljón og yfir jólin í fyrra var laginu streymt 185 milljón sinnum. Þá hef- ur spilunartími í útvarpi vestanhafs næst- um því tvöfaldast yfir sama tímabil. Mariah hefur notið góðs af þessari velgengni. Hún skrifaði barnabók út frá laginu og teikni- mynd svo fátt eitt sé nefnt. Í tilefni vel- gengni lagsins í Bandaríkjunum í ár gaf hún út glænýtt tónlistarmyndband fyrir þetta sögufræga lag. Samið á korteri Lagið var samið með hvelli einn dag í ágúst árið 1994. Það tók Mariuh og Wal- ter Afanasieff korter að semja það og var það smellurinn á jólaplötu söngkonunnar, Merry Christmas. Lagið var samið heima hjá Mariuh í New York og fyllti hún íbúð- ina af alls kyns jólaskrauti til að koma sér í lagasmíðagírinn, sem virkaði svona líka vel. Walter var ekki sannfærður í fyrstu. Hann skildi ekkert hvert Mariah var að fara með lagið en ákvað að treysta henni, sem betur fer. Þótt gagnrýnendur hafi almennt verið ánægðir með lagið hefur það heldur aldrei náð toppsæti vinsældalista í Bretlandi. Það var í þrjár vikur í öðru sæti árið 1994 en náði ekki að skáka ballöðunni Stay Another Day með East 17, strákasveit sem varla nokkur man eftir lengur. n „Þetta er eitthvað sem dyggir aðdáendur mínir hugsa um og eitthvað sem fólk í kringum mig talar um bókstaflega allt árið Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Jól í botni Mariah tekur lagið á tónleikum. MYND: GETTY IMAGES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.