Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 48
48 FÓKUS 20. desember forlag kynnir nýjar bækur Hér segir frá nótabáti Tálknfirðings BA 325, sem breyttist í glæsilegt víkingaskip á Þjóðhátíð Vestfirðinga 1974, og sigldi þöndum seglum á slóðum Flóka Vilgerðarsonar í Vatnsfirði. Ennfremur: Forlagsverð kr. 3.500 Forlagsverð kr. 1.000Forlagsverð kr. 1.500 • Smásögur • Í grautarskóla hjá Þorbjörgu, • Ágrip af sögu harmonikunnar • Mótun Vestfirðingsins • Þættir af leikstarfi • Sr. Jón Kr. Ísfeld Handbók fyrir heldra fólk Um ástina, lífið og ellina Speki og spaug Vasabækur Flóka - Fást í bókabúðum Fyrir dreifbýlið: Pantið frá forlagi, sími: 892 0855, flokiforlag@internet.is Póstkostnaður innifalin í verði. Vasagrín fyrir golfara og guðhrætt fólk Golfsögur, brandarar heilræði og hrekkir Eftirminnileg jólagjöf í skugga skilnaðar n Þekktir Íslendingar segja frá eftirminnilegum jólagjöfum n Hallgrímur hélt að mamma ætlaði að eyðileggja jólin n Bónorð um jól N ú er orðið ansi stutt í jólin og þeim fylgja einlægar og fallegar gjafir frá okkar nánustu. Gjafir geta verið alls konar og þurfa ekki að kosta heilan handlegg. Bestar eru gjafirnar sem koma beint frá hjartanu, eins og frásagnir viðmælenda DV bera vott. „Jólin 1988. Eftir jólasteikina kallar mamma á mig og biður mig að koma með sér inn í herbergi af því hún ætli að segja mér svo­ lítið. Hún sest rólega á rúmið og ég verð alveg brjálaður og segi: „Ég veit alveg hvað þú ert að fara að segja mér.“ Mamma skildi ekki neitt og ég hélt áfram: „Heldurðu að ég viti það ekki, þú ert ólétt eina ferðina enn. Á að eyðileggja fyrir manni jólin?“ Ég hafði nefni­ lega eignast systkini tvö ár í röð 1987 og 1988. Mamma gjörsam­ lega sturlaðist úr hlátri yfir öskrunum í mér og kom ekki upp orði. En hún kallaði mig inn í herbergi svo pabbi gæti komið jólagjöfinni minni fyrir undir trénu en það var risa hljómborð sem mig hafði dreymt um.“ Hallgrímur Ólafsson leikari „Besta jólagjöfin mín var á jólunum 1998 og kom frá dóttur minni sem þá var 14 ára, nýflutt heim til Íslands frá Svíþjóð eftir sjö góð ár þar sem hún elskaði lífið. Hún tókst á við breytingarn­ ar og aðlagaðist íslensku skólakerfi hratt, en auðvitað saknaði hún vina sinna úti í Svíþjóð. Foreldrarnir höfðu ákveðið að slíta hjónabandi sínu og það vissi hún. Eins skelfilega erfitt og það er að skilja fyrir hjón er það oftast martröð fyrir börnin, það sá ég síðar betur og betur. En samt var skaðinn skeður og þessi síðustu jól okkar saman gefur hún mér myndaalbúm sem hún hafði búið til og týnt úr fjölskyldualbúmum myndir af okkur á öllum yndislegu stundunum í fjölskyldulífinu. Yfir hverri mynd var fal­ legur texti um hvað hún elskaði fjölskylduna sína, pabba sinn og mömmu og bræður sína. Ég opnaði gjöfina en treysti mér ekki í að lesa textann við allar myndirnar fyrr en ég hafði endan­ lega skilið. Öll jól síðan les ég textana og þakka Guði fyrir börn­ in mín og föður þeirra og bið hann að sýna krökkunum að þau eru elskuð af öllu fólki en mest þó af hvert öðru og okkur pabba og mömmu. Nú er ég með henni að pakka inn jólagjöf á fallegu heimili hennar þar sem við ræðum það gamla og góða og leggj­ um drög að jólunum saman með hennar börnum og yngri bróð­ ur hennar. Ég hef þá skoðun að þegar fólk á börn ætti það að reyna mikið og lengi að laga allar sprungur í hjónabandinu, því sársaukinn er slíkur hjá börnum þótt hann komi seint, því í áfalli deyfir fólk sársaukann. Börn eru alltaf blessun og nú þegar mín eru öll í góðu starfi gáfu þau mér nú í jólagjöf nýjan síma, þar sem minn var hættur að hringja, sú gjöf er líka fín en mynda­ albúm dóttur minnar um hamingjudag fjölskyldunnar okkar fyrir skilnaðinn mun alltaf standa uppúr.“ Jónína Ben, kennari og detox-drottning Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is „Ég var tekin í helgarferð til Brighton um jólin í fyrra og grunlaus um hvað koma skyldi gekk ég um ströndina með kærastanum mínum þegar hann óvænt féll á kné og poppaði upp stóru spurn­ ingunni, bara um leið og sólin var að setjast. Já, ég er sko ekkert að grínast með þetta. Mér leið alveg eins og prinsessu í rómantískustu gamanmyndinni. Bíómyndaklisjan var tekin alla leið við mikinn fögnuð míns og verður sú minning ávallt flokkuð sem uppáhalds­ jólagjöfin mín. Annars finnst mér ofsalega gaman að fá tilbúnar jólagjafir frá börnunum mínum, þær eru alltaf langskemmtileg­ astar.“ Hildur Magnúsdóttir leikkona Á að eyði- leggja fyrir manni jólin? Hamingjudagur fyrir skilnað Bíómyndaklisjan alla leið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.