Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Qupperneq 54
54 FÓKUS 20. desember 20- 50% afsláttur af allri jólavöru JÓLA - FJÖR Fjöldi tilboða á byko.is Nýju fötin keisarans n Star Wars: The Rise of Skywalker nær ekki lendingunni n Máttlaust lokauppgjör S tar Wars er hið merkilegasta í okkar poppkúltúr, en eins og gerist með mörg slík hefur þetta tiltekna fyrir- bæri verið afmyndað, endurmótað og meira eða minna týnt sínum uppruna- lega kjarna. Án þess að gera lítið úr því fína sem komið hefur frá vörumerkinu, frá bæði upphafi þess og á undanförnum árum eft- ir að keisaraveldi Disney lagði undir sig sköpun Georges Lucas, er kjarnasagan komin í algjört þrot, hugmyndafræðilega. Þetta blasir við í The Rise of Skywalker og gefur úrvinnslan í skyn að aðstandendur hafi ruglað saman örvæntingu og nostalg- íuþrá og metnaði og mætti. Með þessum níunda og meinta lokakafla Skywalker-sögunnar, sem spann- ar nú níu kvikmyndir og þrjá þríleiki, er það loks farið að sjást í sinni tærustu mynd að framleiðendur voru ekki með fyrirfram ákveðið plan í huga fyrir kafla 7, 8 og 9 og spiluðu þetta svolítið eftir eyranu. Það hefur verið áhugavert að sjá hvern- ig Lucas hefur mótað æskuminningar svo margra með upprunalega þríleik sín- um. Í kjölfarið fór útbreiðsla merkisins að aukast töluvert; með teiknimyndum, þátt- um, bókum, myndasögum, tölvuleikjum og fleiru – og er heimurinn orðinn að ein- hverju sem miklu stærra en Lucas gat áður ímyndað sér. En eftir 15 ára pásu frá upp- runalegu þrennunni lagði hann í annan þríleik sem bæði stækkaði flötinn og stuð- aði ófáa aðdáendur. Tæpum áratug síðar selur skaparinn sitt ríkidæmi sem kallast Lucasfilm. Í kjölfarið hafa nýir kvikmyndagerðar- menn og gamlir aðdáendur hans fengið tækifæri til að leika sér með dótið og ríf- ast sín á milli um hvað á að gera við þessa peningaóðu framlengingu á sögunum. Þetta á sérstaklega við um leikstjóra nýja þríleiksins, sem slegist hafa um framvindu sögunnar eins og óðir krakkar í sand- kassaleik. Slegist um framvinduna Veturinn 2015 tóku áhorfendur þokka- lega í fyrstu endurræsinguna frá Disn- ey, The Force Awakens. Myndin gerði það sem ætlast var til af henni; hún raðaði upp peðunum, skapaði dulúð og ruddi veginn fyrir forvitnilegar stefnur. Tveimur árum síðar kom Rian Johnson með The Last Jedi og snýtti sér með öllu því sem Abrams stillti upp. Á meðan Abrams er þekktur fyrir það á meðal aðdáenda að halda sig innan marka þægindasvæða seríunnar, hefur Johnson verið allur í því að leika á væntingar og skoða nýja vinkla. Annað en stóð upphaflega til ákvað Abrams svo að snúa aftur og sigla þríleikn- um í höfn. Honum hefur augljóslega ekki líkað margt við miðjumyndina og rekur laumulega sinn eigin miðfingur framan í Johnson með sinni nálgun. Hann eyðir bæði ómældum tíma í að snúa skipinu við og að hlaða á bréfþunnan kafla með öllu og engu þar sem nostalgían er framar öllu allsráðandi. The Rise of Skywalker er eins og sam- bland af hálfbökuðum áhugaspuna og fyrir myndar þrautatölvuleik. Fyrsti klukkutími myndarinnar er allur í steik og rembist framvindan við að fylla í eyður, veita svör og stilla öllu upp fyrir lokaupp- gjör sem reynist síðan vera hinn ómerki- legasti pappír. Inni á milli laumast í gegn almennilega áhrifarík augnablik en þau eru sjaldgæf því Abrams keyrir þvældu söguna á svo miklum hraða og dælir of miklu í þéttan tíma sem veldur því að lít- ill tími gefst til að anda á milli, eða leyfa dramanu að njóta sín. Gamlar tuggur og ný andlit Leikararnir vinna áfram vel fyrir kaupi sínu og Daisy Ridley er enn með firnasterka frammistöðu í burðarhlutverkinu. Ef eitt- hvað er, er hún betri en áður því hún þekkir hlutverkið betur og getur bætt á það auka- lögum hverju sinni. Aftur a móti líður leik- konan fyrir það að persónan Rey er enn algjör skel, þriðju lotuna í röð. Hvað öfl- ugar, margbrotnar og naglharðar kvenhetj- ur þessa heims varðar situr Rey því miður í þriðja sætinu á eftir Lilju prinsessu og Pad- mé, móður hennar. Þó er gaman að sjá meira samspil hjá þeim Oscar Isaac (sem stelur flestum sen- um) og John Boyega. Billy Dee Williams er ekki lengi að koma sér í góðkunna takta í hlutverki Landos Calrissian, þótt leikarinn fái því miður varla meira en uppsprengt gestahlutverk. Keri Russell, Naomi Ackie og Richard E. Grant bera vott um frábæra nærveru á skjánum, en fá minna en ekkert að gera af viti í stærra samhengi sögunnar. Það er þó kærkomið að sjá Carrie Fisher aftur, sem hefur verið vakin til lífs á skjánum með notkun áður ónot- aðs myndefnis úr The Force Awakens. Augljóslega fylgja þessu gífurleg takmörk fyrir hennar persónu, en aðstandendur unnu eins vel úr þessu og hægt var miðað við aðstæður. Þó verður að segjast að Adam Driver er einn mesti fjársjóður nýju serí- unnar. Ian McDiarmid er einnig sprækur að venju sem keisaradjöfullinn Palpatine, en með aðkomu hans virðist lítið annað vera til ráða en að endurtaka gamlar tuggur. Nakinn og ráðþrota Eins og fylgir vörumerkinu og ekki síst fjármunum sem hafa farið í framleiðsl- una eru tæknibrellur, sviðsmyndir, hljóð- vinnsla og ýmist annað skraut að sjálf- sögðu til fyrir myndar. Að þessu sögðu eru hasarsenurnar oft illa klipptar (sem hefur ekki verið hingað til í þessum myndabálki) og tekst ómögulega að halda atburða- rásinni hnitmiðaðri – eða grípandi – þegar of margir boltar eru á lofti í einu og úr svo litlu er að moða. Í áratugaraðir hafa áhorfendur gert mismunandi kröfur til Star Wars-mynda. Sumir sjá þær sem einfaldar og háfleygar ævintýramyndir eða þá rándýru geim- sápu (e. „space opera“) sem George Lucas lagði upp með. Svo eru aðrir sem laðast að heiminum, boðskapnum, smáatriðum og hugmyndafræðinni svo jaðrar við ofsa- trúardýrkun. Lucas hefur reyndar sjálf- ur sagt að það sé tvennt sem harðkjarna Stjörnustríðsunnendur þola ekki að heyra; annars vegar setningin „Þetta eru bara bíó- myndir!“ og hins vegar þegar skaparinn stafar það út að þetta hafi frá upphafi verið ætlað tólf ára börnum. Ef myndin er skoðuð í samhengi ein- faldrar barnamyndar er meinlaust af- þreyingargildi og sjónarspil innifalið í þessu öllu saman, þótt vissulega sé fúlt hvernig aðstandendum hefur tekist að minnka þennan bíóheim sem Lucas skap- aði frekar en að stækka hann eða bæta ein- hverju við hann sem er ekki kippt af lag- ernum. Sálin er svo sannarlega til staðar í sögunni en hún týnist í eintómri óreiðu og ofhleðslu frásagnarinnar. Ef líkja má útkomunni við nýju fötin keisarans er al- veg sama hvernig Abrams og hans teymi reyna að klæða hann upp í nýtt púss, föt- in verða alltaf ósýnileg. Þá stendur hann alltaf eftir nakinn, glórulaus og ráðþrota með næstu skref. n Tómas Valgeirsson tomas@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.