Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Page 56
56 MATUR 20. desember Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt n Sígilt hátíðarmeðlæti n Aðferðirnar jafn misjafnar og þær eru margar S ykurbrúnaðar kartöflur eru sígilt hátíðarmeðlæti, eink­ um með reyktu kjöti sem nýtur sérstakra vinsælda yfir hátíðirnar. Hins vegar getur það reynst þrautin þyngri að ná tökum á þeirri list að sykurbrúna kartöflur. Kartöflurnar virðast stundum með mótþróaröskun og harðneita að safna utan á sig vænu lagi af sykurbráð, og í öðr­ um tilvikum brennur sykurbráðin við og er þá ljúfa bragðið sem sóst var eftir horfið úr myndinni. Fyr­ ir byrjendur getur einnig reynst erfitt að finna pottþéttar leiðbein­ ingar um hvernig skuli bera sig að og samkvæmt rannsókn blaða­ manns eru aðferðirnar við að brúna kartöflur gífurlega margar. Eins er smekkur manna ólík­ ur. Sumir vilja karmellukartöflur með hóflegum sykurgljáa á með­ an aðrir vilja dökka og þykka leðju utan á sínum kartöflum. DV tók saman nokkra mola um sykurbrúnaðar kartöflur og þær fjölmörgu leiðir sem landsmenn hafa farið til að útbúa þetta ást­ sæla meðlæti. Bræða sykur og bæta við smjöri Klassísk og vinsæl leið til að sykur­ brúna kartöflur er að bræða sykur saman við smjör. Hins vegar virð­ ast aðferðirnar vera ýkja margar. Margir segja best að hella sykri í hól á pönnuna og hreyfa ekki við honum fyrr en hann er bráðnað­ ur. Þá skuli bæta hæfilegri klípu af smjöri saman við, bæta við kartöflum og velta þeim upp úr sykurbráðinni þar til fullnægj­ andi árangri hefur verið náð. Aðr­ ir segja best að hræra í sykurbráð­ inni en láta svo blönduna eiga sig eftir að smjörinu hefur verið bætt við, þar til blandan hættir að freyða. Síðan eru einnig skipt­ ar skoðanir um hvort eigi að nota smjör eða smjörlíki. Sumir stytta sporin og bræða sykur og smjör samhliða. Rjómi eða ekki rjómi? Sumir sem styðjast við aðferðina hér að framan bæta um betur og skella rjómaslettu í áður en kart­ öflurnar eru settar saman við. Þá mæla sumir með því að pannan sé tekin af hita áður en rjóman­ um er bætt við. Að vökva eða ekki vökva Sumir brúka vatn við sykur­ brúnunina, en alls ekki allir. Upp­ skrift að brúnuðum kartöflum á vef Kjarnafæðis styðst við þá að­ ferð og er eftirfarandi: n 1 kg soðnar og flysjaðar kartöflur n 1 dl sykur n 50 g smjör n 2 msk. vatn Þá er sykurinn bræddur á pönnu, smjöri bætt við og bland­ að með sleif. Því næst er vatn­ inu bætt út í og allt hrært þar til vel blandað. Þá er kartöflun­ um bætt við og látið krauma við vægan hita þar til kartöflurnar eru vel hjúpaðar bráð. Einnig er tekið fram að vatninu megi skipta út fyrir rjóma til að fá meiri karmellukeim af meðlætinu. Í uppskrift sem birtist á vinotek. is er þó vatninu bætt í söguna fyrr. Þá er sykurinn leystur upp í vatninu, síðan er pannan hituð aðeins yfir miðlungshita. Þegar sykurinn þykknar gufar svo vatnið upp. Þá skal bæta smjör­ inu út á þegar bráðin er komin með fallegan lit. Síðan skal bíða þar til blandan hættir að freyða og bæta þá kartöflum við. Best sé að húða kartöflurnar með því að velta pönnunni. Einfalt síróp Blaðamaður hefur heyrt af aðferð sem einfaldar ferlið töluvert og lágmarkar líkur á mistökum. Þá er síróp hitað á pönnu, kartöflum bætt við og hrært í öðru hverju á meðan kartöflurnar malla við vægan hita. Einfaldara verður það væntanlega ekki. Fyrir tilraunakokkana Einhverjir landsmenn hafa brugð­ ið á það ráð að sleppa sykrinum alfarið í sínu hefðbundna formi og bræða frekar rjóma saman við karamellur, gjarnan Werthers­ karamellurnar klassísku. Margir íhaldssamir landsmenn taka mögulega andköf við fregnir af slíkri meðhöndlun íslensku kar­ töflunnar, en aðferðin mun vera að sækja í sig veðrið. Þessi bráð er svo söltuð með sjávarsalti áður en kartöflunum er bætt út í. Mat­ gæðingarnir í Gerum daginn girnilegan hafa birt uppskrift og myndband af slíkri tilraunaelda­ mennsku og virðist hún heppn­ ast með eindæmum vel. Heim­ ildarmenn DV segja þessa aðferð komna til að vera og bragðið dá­ samlegt Hvernig sykur? Hér ræður smekkur manna og hefðir. Flestir nota hvítan sykur, en aðrir púðursykur eða hrásykur. Síðan, líkt og áður greinir, hafa sumir brugðið á það ráð að sleppa alfarið öllum formum af strásykri og fá sætuna fremur úr sírópi. Má nota forsoðnar kartöflur? Þegar stórt er spurt, stendur oft ekki á svörunum. Samkvæmt fyrir spurnum blaðamanns eru það viss helgispjöll að ætla að sykurbrúna forsoðnar kartöflur. Þær eigi að vera soðnar heima, flysjaðar og kældar og ellegar væri hætt á að bráðinni yrði mis­ boðið og tæki upp á því að neita að þýðast kartöflurnar. Sem er einkum bagalegt hjá þim sem kjósa þykkja leðju af bráð utan á sínar kartöflur. Sumir eru þó á öðru máli. Forsoðnar kartöflur megi vel brúka og sé það viss lífs­ björg þegar eldað er fyrir stór­ an hóp af fólki. Þá sé þó best að skoða kartöflurnar vel og þurrka til að reita bráðina ekki til reiði. Önnur vinsæl „trikk“ við sykurbrúnun Að bæta sítrónusafa við sykur­ inn áður en hann er bræddur, telja margir að bjargi bráðinni frá því að hlaupa í kekki og tryggi betri viðloðun við kartöflurnar. Sumir sverja jafnvel að smá sítrónuskvetta bjargi bráðinni frá því að brenna við, þótt blaðamað­ ur telji varhugavert að treysta um of á það ráð. Einhverjir telja það öllu máli skipta hvernig panna sé notuð til að bræða sykurinn. Þeir mæla gegn notkun teflonpanna. Betra sé að nota steypujárnspott eða stálpönnu. n Erla Dóra erladora@dv.is Hér má sjá skjáskot úr myndbandi Gerum daginn girnilegan. Þessar kartöflur voru brúnaðar með karamellum og rjóma. Listin að brúna kartöflur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.