Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Page 68
68 FÓKUS 20. desember
GODDI.IS
Auðbrekku 19 - kópAvogi - S. 544 5550
Sauna- og
gistitunnur ásamt
viðarkyntum pottum
Sjáðu úrvalið
á goddi.is
Margar gerðir
Eigum fjórar stærðir af lokum á
lager í gráum og brúnum litum
Verð aðeins 58.500 kr.
Eigum fjórar stærðir af lokum á
lager í gráum og brúnum litum
Verð frá 58.500 kr.
Einn dagur í ísverksmiðju
n Á aðventunni er mest aukning í boxaís n Ísblómið lifir sterkt í hjörtum Íslendinga
E
mmessís verður 60 ára á komandi ári og er það
elsti starfandi ísframleiðandi á landinu. Pálmi
Jónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segist
hafa það að leiðarljósi að láta aldrei staðar numið
en nýverið var allur boxaís færður í umhverfisvænni
umbúðir. DV fékk að vera fluga á vegg meðan fram-
leiðsla á jólaísnum stóð sem hæst.
Þrátt fyrir að verksmiðja Emmessíss þekki tímana
tvenna fullyrðir Pálmi að ástríða starfsfólksins hafi
alltaf einkennt fyrirtækið. „Metnaðurinn fyrir því að
búa til góðan, íslenskan, ósvikinn, gæða rjómaís fyrir Ís-
lendinga hefur ætíð verið í fyrirrúmi. Ég leyfi mér því að
segja að mannauðurinn sé búinn að reynast Emmessís
ómetanlegur og í raun megin ástæða þess að fyrirtækið
standi jafn sterkt og það gerir í dag.“
Pálmi viðurkennir að jólin séu annasamur tími og
enginn vafi leiki á því hvaða jólaís sé í uppáhaldi hjá ís-
lensku þjóðinni. „Á aðventunni er mest aukning í boxa-
ís hjá okkur en í byrjun mánaðarins breyttum við öllum
boxaís í umhverfisvænni umbúðir. Viðbrögðin hafa ekki
látið á sér standa og það er greinilegt að Íslendingar láta
umhverfismál skipta sig miklu máli. Það endurspeglast
í aukinni sölu á vörum sem eru í umhverfisvænni um-
búðum.
Enginn vafi leikur á því að ísblómið lifir sterkt í hjört-
um Íslendinga og eru yngri kynslóðirnar að viðhalda
blóminu sem hluta af jólunum. Svo er það Hnetu-
toppurinn sem er elsti og vinsælasti ísinn okkar, Ís-
lendingar virðast ekki fá neinn leiða á því að borða
hann.
Eitt af stóru áhersluatriðum hjá mér, eftir að ég tók
við starfi framkvæmdastjóra, er að Emmessís eigi að
vera leiðandi á sínum markaði og aldrei að láta staðar
numið. Sem dæmi um það má nefna að í sumar hóf-
um við framleiðslu á nýrri bragðtegund af Djæf, en eins
komu á markaðinn nýir laktósafríir íspinnar hjá okkur.
Í haust tókum við svo við sölu og dreifingu á Haagen
Dazs en frá og með 1. janúar 2020 mun Emmessís sjá
um sölu og dreifingu á Ben & Jerry’s- og Magnum-ís
á Íslandi. Einnig eru fleiri nýjungar í pípunum en ekki
tímabært að flagga þeim á þessum tímapunkti.“
Aðspurður hver sé hans eftirlætisís viðurkennir
Pálmi að vera einn þeirra ótal mörgu sem hrífast af gæð-
um ísblómsins. „Það er engin tilviljun að ísblómið njóti
mestra vinsælda enda verður líklega vandfundinn sá ís
sem neytendur hafa meiri skoðanir á. Þess vegna gefst
ekki rými fyrir neinar breytingar þar. Fólk hefur meira
að segja miklar skoðanir á því hvernig eigi að borða ís-
inn, hvort það eigi að brjóta súkkulaðið í köntunum eða
borða sultuna fyrst. Sumir vilja meina að það sé snið-
ugt að hita botninn fyrst og ná því þannig út með því að
hvolfa út úr skálinni en sjálfum finnst mér best að lygna
aftur augunum og skófla því þannig í mig.“ n
Íris Hauksdóttir
iris@dv.is