Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Qupperneq 70

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Qupperneq 70
70 FÓKUS 20. desember YFIRHEYRSLAN Hvar líður þér best? Allir sem þekkja mig vita svarið við þessari spurningu. Mér líður best á Tálknafirði, heimabænum mínum, sama hvernig viðrar, sama hvaða árstíð er, í Pollinum, í sundlauginni, úti í Móa, uppi á Tungufelli eða heima hjá Jóhönnu frænku. Náttúran og kyrrðin fyrir vestan dregur mann niður á jörðina og minnir man á hversu lítill maður er í raun og veru. Hvað óttastu mest? Að deyja í flugslysi eða náttúruhamförum, stríði eða hryðju- verkaárás. Vil ekki deyja horfandi á aðra deyja. Það er mjög skuggalegt. Svo er ég líka hræddur við fólk sem heldur að það sé yfir aðra hafið bara vegna þess að það fæddist á þessari breiddargráðu jarðarinnar. Hvert er þitt mesta afrek? Ómar Orðabelgur. Að ég hafi fengið tækifæri til að skrifa og leika fyrir börn úti um allt land er ótrúlega gefandi. Ekkert er betra en hamingjusöm börn. Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Umönnun á næturvakt á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Það er eflaust skrýtnasta en jafnframt fallegasta starf sem ég hef unnið. Ég fékk að kynnast svo mörgum fallegum sálum rétt áður en þau kvöddu þessa tilveru. Kynntist einum háöldruðum ljósmyndara sem hafði tekið ljósmyndir af móðurfjölskyldu minni á Sellátranesi í Patreksfirði, mamma var þá lítil stelpa. Hann tók mynd af mömmu og sonur hennar hjálpaði honum að kveðja þennan heim. Fallegt. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Frá Tálknafirði til Teheran. Hvernig væri bjórinn Gunnar Smári? Forðist innihaldið. Besta ráð sem þú hefur fengið? „Jæja Gunnar minn, þú ættir að hætta að drekka“. Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Að þurrka bleytu með tusku sem hrindir frá sér vatni. Besta bíómynd allra tíma? Offret eftir Andrei Tarkovsky, svo líka allt með Tom Hanks. Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Að klára helvítis bílprófið. Bið ekki um meira. Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Að horfast í augu við sjálfan mig og viðurkenna fyrir sjálfum mér að ég er alkóhólisti. Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? „Tíminn læknar öll sár“. Vigdís Finnbogadóttir sagði eitt sinn í viðtali: „Tíminn læknar engin sár en kennir manni að lifa með þeim“. Hvað getur þú sjaldnast staðist eða ert góður í að réttlæta að veita þér? Áfengi, en ég er að vinna í því. Hvað er á döfinni hjá þér? Ég er að leika í Þjóðleikhúsinu ásamt því að skrifa skáldsögu sem ég vona innilega að fólk hafi áhuga á að lesa. Svo er ég spenntur yfir því að Age of Empire 4 er að koma út! Gunnar Smári Jóhannesson kemur frá Tálknafirði en hann starfar um þessar mundir sem leikari í Þjóðleikhúsinu sam- hliða því að skrifa handrit. Gunnari Smára þykir fátt skemmtilegra en að gera upp gömul húsgögn en hann segir leiðinlegasta húsverk í heimi vera að þurrka upp bleytu með tusku sem hrindir frá sér vatni. Gunnar Smári er í yfirheyrslu helgarinnar. Besta ráðið að hætta að drekka Íris Hauksdóttir iris@dv.is Gunnar Smári Jóhannesson M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.