Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 8
8 UMRÆÐA Sandkorn 27. desember 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing Suðurlandsbraut 14 2. hæð FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS xxx xxx Æi, ég bíð með þetta til morguns É g kvíði alltaf hálfpartinn fyrir gamlárskvöldi. Óttablandin ánægja fylgir þessu kvöldi og þegar vísirinn nálgast miðnætti þá verð ég svo ofboðs- lega meyr. Ég klökkna alltaf á gamlárskvöldi og hef gert síðan ég var unglingur. Það er ákveðin hreinsun sem fylgir því að kveðja gamla árið, þótt það hafi ekki ver- ið neitt sérstaklega slæmt. Ég hef átt betri ár en árið 2019 en líka miklu, miklu verri. Árið var frábært fyrir mig persónulega en arfaslæmt fyrir íslenskt þjóðfé- lag. Nánast í hverri viku var eitt- hvert hneyksli, rifrildi eða rugl hjá hinu opinbera. Það er líkt og verið hafi að búa okkur undir storminn sem var í aðsigi, sem skall á okk- ur í nóvember þegar að Samherj- askjölin voru opinberuð. Þá leið mér nánast illa að horfa á sjón- varpið og fylgjast með fréttum. Ég skammaðist mín fyrir að vera Íslendingur. Ef það væri í fyrsta sinn sem það hefði gerst gæti ég kannski komist yfir það, en at- vikin sem hafa framkallað þessa skömm síðasta áratuginn eða svo eru einfaldlega orðin það mörg að mér fannst ég ekki geta meira. Þegar ég svo hélt að nú væri komið að því – loksins gæti öll þjóðin látið reyna á samtaka- mátt sinn og sameinast um það að framferði Samherja á erlend- um vettvangi væri siðlaust í besta falli – að við yrðum loksins öll sammála um þetta, nema náttúr- lega nokkrir Samherjar í brúnni. Nei, það þurfti að rífast um þetta líka. Rífast um tæknileg atriði eins og fjármagn til rannsóknar. Af- vegaleiða umræðuna um kvóta- kerfið og samt halda því til streitu að við værum bara í toppmálum og með besta fiskveiðistjórnunar- kerfi í heimi. Finnast það galið að besti vinur aðal, sjálfur sjáv- arútvegsráðherra, væri bendlað- ur við mútur, spillingu og græðgi. Alveg fráleitt. Hann situr enn og er ekkert á leiðinni annað. Hann metur sitt eigið hæfi þannig, að þótt hann hafi hringt í höfuð- paurinn í Samherjaskjölunum og spurt hann hvernig honum liði, líkt og góður vinur myndi gera þegar eitthvað bjátaði á, nánast samstundis og ljóstrað var upp um svínaríið, þá sé honum al- veg sætt áfram. Í krafti kjósenda. Alltaf gleymist það að kjósendur kjósa ekki fólk – þeir kjósa flokka. Það þarf svo margar útstrikan- ir í núverandi kosningakerfi að það er ólíklegt að útstrikanir hafi nokkurt einasta vægi hvort sem er. Þingmenn sitja því ekki á þingi í krafti kjósenda sinna heldur flokkarnir. Gleymum því aldrei. Og þetta hangir yfir þjóðinni, þetta blessaða mál, er við kveikj- um á stjörnuljósunum og kyssum þá sem standa okkur næst remb- ingskossi. Þökkum fyrir liðið ár og óskum velfarnaðar á því nýja. Förum kannski í gamlárspartí og drekkum of mikið af kampavíni. Eða sofnum í sófanum, umkringd skítugum diskum, konfetti úti um allt. Það má bíða, hugsum við. En Samherjaskjölin og sú viða- mikla rannsókn má ekki bíða. Við þurfum að fá botn í þetta mál og hvert þræðir þess liggja. Ég vona að forsætisráðherra fullvissi þjóð- ina um það að kvöldi gamlárs- dags að öllum steinum verði velt í þessari rannsókn. Ég vona að hún blási okkur í brjóst kjark og trú eins og sönnum þjóðarleið- toga sæmir. Hún má nefnilega ekki sofna í sófanum, umkringd skítugum beinagrindum í mis- jöfnum skápum og hugsa: Æi, ég bíð með þetta til morguns. Gleðilegt nýtt ár, kæru lesend- ur, og takk fyrir það gamla. n GODDI.IS Auðbrekku 19 - kópAvogi - S. 544 5550 Sauna- og stitun ur á amt viðarkyn um pottum Sjáðu úrvalið á goddi.is Margar gerðir Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð aðeins 58.500 kr. Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð frá 58.500 kr. Leiðari Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Fréttakona og leikstjóri Lítt þekkt ættartengsl F réttakonan Birta Björns- dóttir hefur átt góðu gengi að fagna í sínu fagi og sér um erlend- ar fréttir á RÚV eins og fagmað- urinn sem hún er. Birta er dótt- ir leikstjórans Björns Brynj- úlfs Björnsson- ar, sem einnig hefur gert gott mót á sínum vettvangi. Hann leikstýrði sjónvarpss- eríunni Flateyjargát- unni, sem sýnd var á RÚV, sem og þátt- unum Manna- veiðum og kvik- myndinni Kaldri slóð. Vitlaus Kveikur Það er forvitni- legt að skoða hverju var mest leitað að á Google árið 2019, sérstak- lega þær niður- stöður sem eru tengdar leitar- orðinu Samherji. Á heimsvísu var leitað mest að því orði á Íslandi, í Færeyjum og Namib- íu. Í einum af sjö efstu sætun- um yfir tengdar niðurstöður er hins vegar platan Kveikur með hljómsveitinni Sigur Rós, sem kom út árið 2013. Eitt- hvað hefur fólk ruglast á plöt- unni og sjónvarpsþættinum Kveik, sem afhjúpaði Sam- herjaskjölin. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem Sigur Rós er bendluð við Samherja, þar sem þingkonan Helga Vala Helgadóttir notaði rannsókn skattyfirvalda á hljómsveitinni sem rökstuðning á af hverju hefði átt að frysta eignir Sam- herja strax í byrjun. Mynd: Eyþór Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.