Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 36
36 27. desember 2019ANNÁLL - DESEMBER
Ungur drengur týndi
lífi í sprengilægðinni
EIGUM MARGA
LITI Á LAGER
Nánari upplýsingar á
mt.is og í s: 580 4500
HANNAÐ FYRIR
ÍSLENSKT VEÐURFAR
ÁLKLÆÐNINGAR
& UNDIRKERFI
n Lögmaður með unglingapartí og eiturlyf n Drama í dansþætti n Costco-kóngurinn í bann
Dauðsfall í óveðri
Eitt af stóru málunum í desember
var veðrið, sprengilægðin svokall
aða. Mikið óveður geisaði um mið
bik mánaðarins og þótt höfuðborgar
búar fyndu lítið fyrir því lék lægðin
landsbyggðina grátt. Mikið tjón varð
á mannvirkjum, en allt það föln
aði í samanburði við unga piltinn,
Leif Magnús Grétarsson Thisland,
sem féll í Núpá í Eyjafirði og lést. Leif fæddist í Nor
egi, átti norska móður og íslenskan föður. Hann flutti
til Íslands eftir að móðir hans var myrt af fyrrver
andi unnusta sínum. Leif féll í ána þegar hann var að
hjálpa bónda að koma rafmagninu aftur á. Lík hans
fannst nokkrum dögum síðar.
Nágranni frá helvíti
Næstmest lesna frétt DV í desember
fjallaði um Kristján Gunnar Valdimars
son, lektor við Háskóla Íslands og
lögfræðing. Á heimili hans í vestur
bæ Reykjavíkur hefur að sögn ríkt
ófremdarástand og var hann sak
aður um að bjóða unglingsstúlkum
fíkniefni í skiptum fyrir kynlíf
og hýsa vændiskonur. Lög
reglan hefur margoft verið
kölluð að heimili hans, í
eitt sinn þegar Kristján
var frelsissviptur, rænd
ur og laminn.
Dansdrama
Mest lesna frétt desember, og reynd
ar alls ársins, var hins vegar af öðr
um toga og fjallaði um dansarann Javi
Fernández Valiño sem rekinn var úr
þáttunum Allir geta dansað því hann fór í taugarnar á
dansfélaga sínum, Pólfaranum Vilborgu Örnu Gissurar
dóttur. Í samtali við DV sagði Javi þetta óheppilegt og að
hann hefði haft gaman af því að dansa við Vilborgu.
Sett ofan í við Heiðrúnu
Sem fyrr var hart tekist á í Silfrinu þegar að Kári Stef
ánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Heiðrún
Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrir
tækja í sjávarútvegi, rökræddu um kvóta og sjávarút
veg. Heiðrún hafnaði því að íslensk útgerðarfyrirtæki
væru með víðtæk fyrirtækjanet erlendis. Þau rök tætti
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, í sig og
birti lista um aflandseignir fólks í sjávarútvegi.
Ísland í dag
Hún var átakanleg frásögnin
í DV af ástföngnu foreldrun
um sem selja sig á íslensk
um hótelum til að fjármagna
eigin neyslu. Þeim hefur
oft verið nauðgað og þau
frelsis svipt. Þau hafa ekki séð börnin sín í sex mánuði
og sjá enga leið út úr lífi sínu aðra en sjálfsvíg.
Kóngurinn fallinn
Engilbert Arnar Friðþjófsson, oftast kallaður Costco
kóngurinn, var settur í bann í hópnum COSTCO –
Gleði, hópi sem hann stofnaði og telur 36 þúsund
Íslendinga. Svo virðist sem Facebook hafi talið Eng
ilbert hafa farið yfir strikið í einhverri færslu hans en
hann vildi bara gleðja meðlimi, sem voru að vonum í
áfalli yfir banninu. „Engilbert Arnar er ómissandi fyrir
þessa síðu,“ skrifaði ein kona til dæmis. Nú er Engilbert
kóngur án Costcokastala.
Lekamálið
Myndbandi var lekið á YouTube þar sem samtal Jó
hannesar Stefánssonar uppljóstrara og fyrrverandi
eiginkonu hans var sýnt, líklegast til að koma höggi
á Jóhannes. Í myndbandinu mátti heyra Jóhannes
hóta fyrrverandi eiginkonu sinni en hann sagðist
hafa beðist afsökunar á athæfi sínu: „Á þessu tímabili
upplifði ég mig í mikilli lífshættu. Ég var örvinglaður
og tókst á við aðstæðurnar með því að drekka áfengi.
Ég sagði hluti sem ég hef ætíð séð eftir og hef gengist
við því og beðið alla hlutaðeigandi aðila afsökunar.“
Enn deilt um tónlist
Fyrir Dag íslenskrar tónlistar voru
valin þrjú lög, sem þjóðin gat
sungið saman, af samtök
um listamanna sem standa
að deginum. Lögin í ár voru
„Ammæli“ með Sykurmolun
um, „Enginn eins og þú“ með
Auði og „Froðan“ með Geira
Sæm. Enn á ný blossaði upp tón
listarreiði og gagnrýndu tón
menntakennarar lagavalið,
fannst það óviðeigandi.
Lagavalinu var ekki
breytt.