Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 94

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 94
94 FÓKUS 27. desember 2019 Hver var fyrsta vinnan þín? Ég er alin upp í sveit og þar af leiðandi var ég send ansi ung út að gefa hestunum og smala saman kindum. Eitthvað var lítið um að maður fengi laun fyrir það. Fyrsta launaða vinnan mín var hins vegar á gistiheimili þar sem ég þreif herbergi og bar fram morgunmat. Hvar líður þér best? Mér líður best í bröns hjá mömmu. Þá kemur öll fjölskyldan saman og það er alltaf mikið hlegið og mjööög mikið borðað. Mömmu hefur oft verið líkt við nornina í Hans og Grétu því hún hættir ekki reyna að koma mat í fólk. Hvað óttastu mest? Ég hef alltaf verið dauðhrædd við hvali. Þetta eru friðsemdardýr en þegar ég fæ martraðir þá eru þær yfirleitt um hvali. Hvert er þitt mesta afrek? Þegar ég var átta ára og náði að reka, alein, eina bandbrjálaða kvígu inn í fjós þegar mamma og pabbi voru búin að gefast upp. Svo líka kannski þegar ég opnaði stúdíóið mitt, Stúdíó Lovísa Tómas, og þegar ég tók ákvörðun um að verða fósturforeldri. Hver er frægasti einstaklingurinn í símaskránni þinni? Ætli það sé ekki hún Sigga Kling og síminn hennar er 899-0889. Endilega sláið á þráðinn. Besta ráð sem þú hefur fengið? Besta ráð sem ég hef fengið er frá góðri vinkonu minni og fyrrverandi vinnuveitanda, Önnu Kristínu, eiganda Kjóla og Konfekts. Það var að hafa trú á eigin getu og segja já við þeim verkefnum sem mér bjóðast þótt þau vaxi mér í augum. Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Að ryksuga. Það er alveg glatað. Þyrfti að fá mér svona ryksuguróbot. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma. Magnaðri einstakling er ekki hægt að finna. Hún er algjör klettur, góðhjörtuð og gefur manni alltaf eitthvað gott að borða. Besta lag allra tíma? Peanut Butter með RuPaul. Mest óþolandi jólalagið? Heims um ból. Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? „Róaðu þig“. Hann róar mig svo sannarlega ekki. Hverjir eru mannkostir þínir? Það er stutt í gleðina og grínið, ég er þrautseig og traust. En lestir? Ég er mikill „introvert“ og getur það virkað fráhrindandi á suma. Verð að minna mig á að brosa því „resting bitch face“ er á alvarlega háu stigi hjá mér. Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Eldamennskunni hennar mömmu og verkvitinu hans pabba. Hef líka alltaf viljað getað dansað. Væri gaman að geta gert eitthvað annað en smellt fingrum á dansgólfinu. Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Að hætta í fastri vinnu og fara að vinna sjálfstætt. Stundum maður þarf að þora að taka áhættu. Hvað er á döfinni hjá þér? Það er að halda áfram að hanna og sauma fyrir frábært listafólk og svo framleiða fyrir stúdíóið. Ég er alltaf með eitthvað af fötum sem eru til sölu þar. Ég framleiði alltaf í mjög takmörkuðu upplagi. Mér finnst svo gaman að geta sagt: „þú ert ein af fimm sem eiga svona flík“. Lovísa Tómasdóttir, oft kölluð DJ Lolla Tomm, er klæðskeri, förðunar- fræðingur, hönnuður og „föndurkerl- ing“ að eigin sögn. Nýlega opnaði hún förðunarstúdíó við Lauga- veginn, Stúdíó Lovísu Tómas, en listakonan er mætt í yfirheyrslu og undirstrikar meðal annars skaðsemi orðanna „Róaðu þig.“ YFIRHEYRSLAN Lovísa Tómasdóttir „Resting bitch face“ á alvar- legu stigi Tómas Valgeirsson tomas@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.