Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 22
22 27. desember 2019ANNÁLL - MAÍ Hatur í Tel Aviv og hákarladráp Einn stærsti viðburður ársins fer fram í maí hvert ár, sjálf Eurovision-keppnin. Að þessu sinni var hún haldin í Tel Aviv í Ísrael og skiptar skoðanir voru um atriði Hatara þar í landi. Voru einhverj- ir sem töldu að Hatari þyrfti að vara sig þar sem þeir breiddu út pólitískan áróður, sem brýtur í bága við reglur keppninnar. Ferð Hatara til Ísr- ael var fróðleg og forvitnileg, svo ekki sé meira sagt, og hafði þjóðin slíka tröllatrú á slagaran- um Hatrið mun sigra að fjölmargir voru fullvissir um að Íslandi myndi sigra. Hatari komst upp úr undanriðlinum en bar ekki sigur úr býtum, held- ur Hollendingurinn Duncan Laurence. Sjaldan hefur verið jafn mikið fjölmiðlafár í kringum Eurovision-atriði frá Íslandi eins og Hatara og skilar það sér í metfjölda innsendra laga í Söngvakeppnina 2020. Myndband af tveimur sjó- mönnum Bíldseyjar SH 65 fór eins og eldur í sinu um internetið í lok maí. Vakti það mikinn óhug. Sjómennirn- ir Halldór Gústaf Guðmunds- son og Gunnar Þór Óðinsson pyntuðu Grænlandshákarl til dauða og deildu mynd- bandi af verknaðinum á Face- book. Þeir skáru sporðinn af skepnunni og hlógu sig mátt- lausa. Stuttu eftir að mynd- bandið leitaði í fréttir voru sjómennirnir reknir. Þriðji skipverjinn, Árni Valgarð Stefánsson, sem virðist yfir- leitt kallaður Árni Biddu, var einnig rekinn þótt hann kæmi ekki fyrir í myndbandinu. Ein spaugilegasta frétt maí snerist um forláta gólfmottur í IKEA, mottur sem komu í tak- mörkuðu upplagi. Motturnar voru hluti af línunni IKEA Art Event, allar ólíkar og hannað- ar af heimsþekktum hönnuðum. Þar á meðal voru Off-White mottur úr smiðju Virgils Aboh, listræns stjórnanda Louis Vuitton. Viðskipta- vinir, sem mættu fyrir opnun IKEA þann dag sem motturnar fóru í sölu, voru ekki sáttir. Sex Off-White mottur voru auglýstar til sölu en þegar viðskiptavinur númer tvö í röðinni ætl- aði að næla sér í eina voru þær uppseldar. Kom í ljós að starfsmenn höfðu keypt hinar fimm motturnar og ekki farið að reglum. Málið end- aði vel þar sem tveir starfsmenn skiluðu mott- um sínum til að gleðja mottuóða neytendur. Landsréttur mild- aði dóm Héraðsdóm Reykjaness yfir Þor- steini Halldórssyni niður í fimm og hálft ár en héraðsdómur dæmdi hann í sjö ára fangelsi. Ástæðan var sú að Landsréttur taldi aðeins búið að sanna eina nauðgun af þeim þremur sem hann var dæmd- ur fyrir. Þorsteinn var sakaður um að hafa borið fíkniefni í átján ára pilt með þeim afleiðingum að hann var nánast meðvitundarlaus í viku. Þorsteinn braut ítrekað á piltinum í um tvö ár og hófust brot þegar drengur- inn var fimmtán ára. Um miðbik maí fréttist af því að Félag íslenskra leikara, FÍL, hefði sent Þjóðleikhúsráði og mennta- og menningarmálaráðherra, form- lega kvörtun vegan hegðunar Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra. Sagði Birna Hafstein, formað- ur FÍL, að málið snerist um ósæmilega hegðun Ara gagnvart listamönnum. Ari sakaði Birnu um að vinna gegn hagsmunum Þjóðleikhússins með ómaklegum hætti. Leiklistarheimurinn log- aði í kjölfar deilnanna. Í byrjun sumars sagði leiklistar ráð af sér svo að ekki yrði hætta á að ráðning nýs þjóðleikhússtjóra yrði undirorpin vafa um hæfi ráðsmanna. Ari hætti sem þjóð- leikhússtjóri og Magnús Geir Þórðarson, fyrrver- andi útvarpsstjóri, hreppti þann stól fyrir ekki svo löngu. Í maí var líka byrjað að fabúlera um að Bjarni Bene- diktsson væri á leið út úr stjórnmálum. Hann situr enn sem fastast í fjár- málaráðu- neytinu en sögusagn- irnar verða sífellt há- værari. Viðtal New York Times við tónlistarkonuna Björk kom landsmönnum á óvart en í því afhjúpaði hún að hún hefði ekki þénað krónu síðustu tvo áratugina. „Ég á nokkur hús og bústað uppi í fjöllum. Ég hef það allt í lagi. En ég hef sennilega ekki þénað krónu síðustu, ég veit ekki, tutt- ugu ár. Það fer allt aftur í vinnuna mína og mér líkar það.“ Leikkonan og aktífistinn Pamela Anderson og Krist- inn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, voru fyrstu gestirnir til að heimsækja blaðamanninn Julian Assange í fangelsið í Bel- marsh í London síðan hann var handtekinn þann 11. apr- íl og dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrir að svíkjast und- an tryggingu. Bæði Pamela og Kristinn hafa verið ötul- ir stuðningsmenn Assange og gagnrýndu handtökuna harðlega. Mottumanía í IKEA n Sögusagnir um Bjarna Ben n Leiklistarheimurinn logar Pynting á sjó Logandi leiklistarheimur Hatarahiti Barnaníðingur slapp billega Should I stay or should I go? Óvænt par Á flæðiskeri Barist um mottu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.