Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 82

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 82
82 27. desember 2019STJÖRNUSPÁ stjörnurnar Spáð í Happatölur: 4, 11, 36 Happadagur: Miðvikudagur Ástin Ástalífið er stöðugra en það hefur verið undan- farin ár. Hrúturinn er búinn að læra mikið inn á sjálfan sig og tilfinningar og er loksins farinn að uppgötva að hann sjálfur er nóg. Hrútar sem eru í sambandi ættu samt að varast að tala ekki mjög opinskátt og hispurs- laust við makann um málefni sem þeir veit að makinn á erfitt með að opna sig um. Þótt hrúturinn þekki vel inn á sig sjálfan verður hann einnig að bera virðingu fyrir tilfinningum annarra – annars gæti sambandið verið í hættu. Einhleypir hrútar eru sjálfum sér nógir þetta árið og engin alvarleg ástarsambönd í kortunum. Kannski bankar ástin á dyr þegar þú átt síst von á? Framinn Þú hefur leynt og ljóst verið að setja þér mark- mið í vinnu eða skóla og klífur metorðastigann hratt en örugglega. Þú skalt búa þig undir að það klifur taki mik- ið á þig andlega. Þú finnur fyrir meiri orku og vinnugleði í byrjun árs sem hjálpar þér að koma þér af stað. Þegar líða fer á árið færðu sífellt meira krefjandi verkefni og í lok árs nærðu markmiðum þínum með stæl. Fjármálin Fjárhagur er nokkuð góður. Í raun einkenn- ist allt árið þitt af stöðugleika og þar eru fjármálin engin undantekning. Mundu bara að spara afgangseyrinn og koma upp varasjóð – það á eftir að vera mikið heillaspor. Heilsan Þér líður betur líkamlega og andlega. Það er að þakka þessari miklu sjálfskoðun sem þú hefur verið í síðustu vikur og mánuði. Þú finnur fyrir meira jafnvægi og það auðveldar þér að hugsa betur um hvað þú borð- ar. Happatölur: 3, 19, 42 Happadagur: Þriðjudagur Ástin Nú er kominn tími til að þú skoðir þín nánustu sambönd og ákveðir hvað þú raunverulega vilt út úr þeim. Þú vilt kannski ekki breyta til þegar kemur að ástinni, en það borgar sig til lengri tíma litið. Það er algjör óþarfi að hanga í óhamingjusömu sambandi. Opnaðu þig og vittu til – kannski er maki þinn sama sinnis. Einhleyp naut eru með sjarmann í botni og þurfa að passa sig á tilfinningum annarra. Ekki gefa öðrum óþarflega mikið undir fótinn ef þú ætlar ekki að standa við stóru orðin. Framinn Ef þú vinnur við skrifborð allan daginn í frekar skrifstofulegu andrúmslofti þá ættir þú að huga að því að finna þér vinnu þar sem þú leysir sköpunarkraftinn úr læðingi. Þú ert nefnilega miklu meira skapandi en þú heldur og rútína og fyrirsjá- anleiki í vinnu hentar þér illa. Þér gengur ágætlega í vinnunni en ættir jafnvel að spá í að stofna þitt eigið fyrirtæki til að geta verið þinn eigin herra. Fjármálin Þú lentir í fjárhagskröggum árið 2019 sem eiga eftir að smita út í árið 2020. Þú þarft að setja það í forgang að laga það eins fljótt og þú getur. Það er dýrt að skulda og erfitt að hafa fjárhagsáhyggjur hangandi yfir sér langt fram á vor. Heilsan Þú hefur einnig fundið fyrir því að heilsu þinni hrakar. Þú verður að setja þig í fyrsta sæti þegar kemur að því og velja rétt. Ekki velja mat, drykk eða hreyfingu sem lætur þér líða illa. Happatölur: 22, 50, 91 Happadagur: Sunnudagur Ástin Þetta er svo sannarlega ár rómantíkurinnar eftir mörg mögur ár. Árið 2019 stóðstu á krossgötum. Árið 2020 veistu nákvæmlega hvað þú vilt og þú ætlar að sækjast eftir því. Ástin ber á dyr og áður en þú veist af hrífur hún þig með sér. En þú ert með báða fætur á jörðinni því þú ætlar ekki að lenda aftur í sambandi með einstaklingi sem heldur aftur af þér. Þú þarft að fá að blómstra og þú þarft að fá rými til að segja þínar skoðanir án þess að vera dæmd/ur fyrir þær. Framinn Það virðist sem uppsagnir hafi átt sér stað á vinnustað þínum og þær halda áfram á nýja árinu. Þótt þú sért örugg/ur með vinnu þá tekur þetta á móralinn og þú byrjar að leita þér að nýju starfi. Þig langar að söðla um og gera eitthvað allt annað. Þig langar í álagsminni vinnu og stekkur á tækifæri sem þér finnst kannski galið. Sú vinna er erlendis og þótt erfitt sé að flytja búferlum þá verður þetta mikið gæfuspor í þínu lífi. Fjármálin Þú ert svo sem ekki í vanda stödd/stadd- ur en peningar á milli handanna mættu vera meiri. Þú hefur ávallt verið skynsöm/samur þegar kemur að peningum og ef þú átt eitthvað eftir þegar þú hefur lagt inn á sparireikning ættir þú að gera eitthvað skemmti- legt fyrir rest. Heilsan Þú hefur verið að taka þig á, hreyfa þig meira og borða skynsamlegar. Þú grennist á nýja árinu og styrkist, sem veitir þér mikla ánægju. Þú hefur meira sjálfstraust og ánægðari með þig. Happatölur: 26, 75, 99 Happadagur: Mánudagur Ástin Þú lærir mikið um þig sjálfa/n út frá því hvern- ig aðrir sjá þig. Það er ýmislegt í fari þínu sem getur stundum gert þína nánustu gráhærða en þú bæt- ir það upp með þínum endalausa sjarma og húmor. Árið 2020 er frábært ár til að finna ástina fyrir krabba, svo lengi sem þeir hafa ekki fundið hana nú þegar. Þú þarft samt fyrst að hugsa hvað þú vilt í þínu langtíma sambandi. Framinn Það koma upp einhver átök á vinnustað. Þú ert ekki í hringiðunni heldur fremur áhorfandi. Samt sem áður taka þessi átök sinn toll og þú efast um stöðu þína. Það leiðir af sér að þú ferð í samkeppni við vinnufélaga. Það er hollt að fara í samkeppni en þú skalt muna að berjast á heiðvirðann hátt. Fjármálin Í peningamálum ert þú sveipuð/aður mik- illi lukku. Þú færð óvænt mikið fé á fyrstu mánuðum ársins og þú þarft engar áhyggjur að hafa. Heilsan Þú skalt varast að hætta að hreyfa þig. Þú ert alltaf á iði og það gefur hjartanu, æðum og lungum mikið og gott súrefni. Það versta sem þú getur gert er að drabbast niður í hreyfingarleysi. Mundu það. Happatölur: 6, 13, 84 Happadagur: Sunnudagur Ástin Breytingar einkenna ástalífið 2020. Þú kemst að einhverju nýju varðandi maka þinn í dag. Þó að þessar upplýsingar séu ekki hræðilegar þá breyta þær sýn þinni á makann sem verður til þess að þú verður að endur- hugsa sambandið, jafnvel slíta því. Þetta kemur þér ekki á óvart því þú hefur verið að velta þessu fyrir þér í tals- verðan tíma og lokaðir augunum fyrir vissum hlutum. Framinn Fókusinn er í botni í vinnu eða skóla og þú hef- ur sjaldan verið orkumeiri. Þú skilar þínu og rúmlega það og samstarfsmenn þínir eru hálfhræddir við þessa framtakssemi. Þú finnur þig aftur eftir áralanga hvíld – þú varst nefnilega alltaf mjög dugleg/ur í vinnu en týnd- ir þér í nokkur ár. Fjármálin Þú getur verið eyðslukló, en árið 2020 mætir sparsama ljónið á völlinn. Þú sparar meira en þú eyðir og það er eins og þú sért að búa þig undir magra tíma. Heilsan Þig langar að prófa nýja hluti og dregur vini þína með á alls kyns námskeið og skemmtilegheit. Þú hreyfir þig mikið, borðar hollari mat en heldur í nautna- segginn innra með þér. Virkilega góð blanda. Í stuttu máli: Þú verður þú sjálf/ur árið 2020 og verður bættari manneskja þegar því lýkur. Happatölur: 9, 11, 38 Happadagur: Laugardagur Ástin Meyjan er á grænni grein í ástamálum. Árið 2019 var gjöfult þegar kom að ástinni og árið 2020 verður enn betra. Þú hefur fundið það sem þú leit- aðir svo lengi að og gerir hvað sem er til að halda í það. Þú hefur kynnst sjálfri/um þér alveg upp á nýtt síðustu ár og árið 2020 nýtir þú alla þessa visku til að gera líf þitt enn betra. Einhleypar meyjur geta átt von á því að kynnast draumamakanum í byrjun árs. Framinn Þú sérð allt skýrar og sérð hve mikils virði þú ert. Þess vegna sættirðu þig ekki við neitt bull á vinnustaðnum. Í raun er mikið rót á þér í vinnulífinu og þú þráir að finna vinnustað sem kann að meta þig almennilega. Að skipta um starfsvettvang gæti verið mjög hollt fyrir þig. Fjármálin Þú bætir þig í fjármálalæsi, enda búin/n að ganga í gegnum alls kyns hæðir og lægðir. Þú lær- ir betur á peninga og nærð að leggja aðeins til hliðar, þótt erfitt sé. Heilsan Loksins mætir orkumikla meyjan aftur á sviðið. Þú kemur þér upp rútínu og hugsar vel um þig sjálfa/n eftir margra mánaða dvala. Krabbi 22. júní–22. júlí Hrútur 21. mars–19. apríl Meyja 23. ágúst–22 .sept Ljón 23. júlí–22. ágúst Tvíburar 21. maí–21. júní Naut 20. apríl–20. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.