Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 84

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 84
84 27. desember 2019STJÖRNUSPÁ Happatölur: 10, 80, 93 Happadagur: Föstudagur Ástin Þær vogir sem hafa verið að glíma við erfið- leika í ástarsamböndum þurfa ekki að hafa áhyggj- ur af þeim árið 2020. Þetta leysist allt og við blasa bjartari tímar – með eða án maka. Ekki gleyma þeim lexíum sem þú hefur lært síðasta árið – það á við öll samböndin í lífi þínu. Einhleypar vogir kæra sig ekk- ert um ástina en hún gæti bankað upp á. Þá þarft þú að vera viðbúin/n því að velja vel og láta ekki aðra ráðskast með þig. Framinn Þú hefur meiri löngun til að vinna mikið, en ekki aðeins í þínu aðalstarfi heldur einnig í áhuga- máli þínu. Það er eitthvert áhugamál sem togar ræki- lega í þig og þú skalt láta undan og láta slag standa. Þetta áhugamál tengist vinnu með höndunum og er það líkt og hugleiðsla fyrir þig. Í byrjun árs kemur nýtt og spennandi atvinnutækifæri upp í hendurn- ar á þér sem þú ættir að skoða gaumgæfilega áður en þú stekkur á vagninn. Fjármálin Engin stórútgjöld eru fyrirsjáanleg, allavega ekki fyrstu mánuði ársins. Því hefur þú nóg á milli handanna og hefur þróað með þér betra vit fyrir pen- ingum. Þú eyðir peningum í þá sem þú elskar, og hef- ur alltaf gert það. Það er ekkert að fara að breytast. Heilsan Ekki láta græðgina verða þér að falli. Láttu sykraðan og feitan mat vera og finndu hreyfingu sem þú hefur gaman af. Happatölur: 19, 23, 63 Happadagur: Laugardagur Ástin Það er líkt og þú hafir losnað úr fjötrum fortíðar, sem er dásamleg tilfinning. Nú tekur við ár ástríðunn- ar þar sem þú hefur nóg af orku og ást til að gefa. Þú kynnir þér nýjar og spennandi leiðir til að upplifa unað og heill heimur opnast. Hvort sem þú ert í sam- bandi eður ei þá á eitthvað stórt eftir að gerast á árinu, til dæmis nýtt barn eða brúðkaup. Þetta ár mun líða hjá hraðar en þú getur ímyndað þér og því skaltu nýta hvert augnablik og njóta. Framinn Þér leiðist í vinnunni og kemur litlu í verk. Þetta þýðir bara eitt: Þú verður að skipta um vinnu. En landslagið á atvinnumarkaði er ekkert til að hrópa húrra yfir og því dregur þú lappirnar með þessa stóru ákvörðun. Það er leti að hrjá þig og þú verður að finna leiðir til að sporna gegn henni – annars dregur hún þig niður í svaðið. Fjármálin Þú ert frekar nægjusöm/samur og því hafa fjármál aldrei vafist fyrir þér. Í þeim efnum er lítið að frétta árið 2020 og lífið gengur sinn vanagang. Heilsan Þú skalt nýta fyrstu mánuði ársins í að taka mataræðið í gegn. Þú munt finna stóran mun á þér ef þú gerir það. Þú leitar til sérfræðings sem segir þér hvernig þú átt að borða miðað við blóðflokk. Það mun skipta sköpum fyrir orkustigið í líkamanum. Happatölur: 27, 49, 94 Happadagur: Sunnudagur Ástin Hvort sem þú ert einhleypur elsku bogmað- ur eða lofaður þá er árið 2020 mikið breytingaár. Ef þú ert einhleypur þá er þetta tilvalið ár til að leita að nýjum maka því það er svo mikil ást í loftinu. Ef þú ert lofaður þá þýðir það ekki að þú skiljir held- ur fremur að þú leitir hjálpar eða ráðgjafar til að laga það sem er aðeins bogið, áður en það brotnar. Það er engin skömm í því! Framinn Þér vegnar vel í vinnunni – betur en þér hefur gengið undanfarin ár. Það er einhver skýrleiki og æðruleysi sem umlykur þig og þú tekur á öllum vandamálum strax í staðinn fyrir að fresta þeim. Þú vinnur mikið og ert oft þreytt/ur eftir vinnu. Það ger- ir þig leiða/n en þú verður að sama skapi að finna einhverja dægradvöl til að hafa gaman eftir að þú stimplar þig út á daginn. Fjármálin Vegna þess að þú vinnur svo mikið þá uppskerðu vel. Þú kannski syndir ekki í seðlum, en í fyrsta sinn á ævinni áttu meira en nóg til að lifa af. Það er stórkostleg tilfinning. Heilsan Fylgstu vel með meltingunni því þú gæt- ir verið með einhvers konar kvilla eða sjúkdóm sem gerir það að verkum að þú getur ekki borðað hvað sem er. Reyndu að borða meira af trefjum og leitaðu til læknis. Happatölur: 44, 46, 69 Happadagur: Fimmtudagur Ástin Þær steingeitur sem hafa verið stutt saman geta hlakkað til ársins 2020. Það er ár breytinga og stórra ákvarðana; flytja inn saman, búa til börn, trúlofa sig. Það er svo mikil ást í loftinu og þú ert tilbúin/n til að binda þig. Í langtímasamböndum steingeitarinnar verður hins vegar eitthvað að breytast svo hún nenni að gefa meiri ást. Leitaðu til vina þinna og fáðu ástar- ráð, því nánast öllu er hægt að bjarga ef gripið er inn í nógu snemma. Framinn Þú ert einbeittari og orkumeiri í vinnunni. Þú færð meira krefjandi verkefni og færð að kynn- ast nokkrum viðskiptavinum betur, jafnvel mynda vinasambönd. Þú gleymir samt ekki að sambönd við vinnufélaga eru einnig mikilvæg og þú gerir í því að reyna að bæta þau, sem á eftir að skila sér í góðum ár- angri almennt í vinnunni. Fjármálin Þú gengur í gegnum erfitt tímabil fjárhags- lega og þér reynist erfitt að koma þér upp úr lægðinni. Þú ert samt svo klók/ur að þú getur nánast hvað sem er, þannig að ekki örvænta. Heilsan Haltu áfram að gera það sem þú hefur verið að gera – það er að virka! Happatölur: 17, 28, 42 Happadagur: Miðvikudagur Ástin Lofaðir vatnsberar eru einstaklega ástríðufullir þetta árið og finna upp á nýjum og spennandi leið- um til að láta logann brenna sem skærast. Einhleyp- ir vatnsberar leita að hinni einu, sönnu ást þetta árið eftir marga froska í fortíðinni. Sú leit gengur með af- burðum vel og gefur af sér samband seinnipart árs sem er til langtíma, jafnvel að eilífu. Framinn Þú þarft að varast að vera of hvatvís í vinnunni eða skóla. Þar safnast saman alls kyns ólíkt fólk og þú verður að virða að það er ekki allir eins og þú. Í vinnunni gengur allt á afturfótunum í kringum þig og þú kemur litlu í verk fyrri part árs. Um miðbik ársins verður áfall á vinnustaðnum sem breytir öllu og fær þig til að hugsa þér til hreyfings. Fjármálin Það er ekki langt síðan þú glímdir við skuldahala. Nú geturðu hins vegar borgað allar skuldir og fyrir það sem þú þarft. Passaðu þig vel að lenda ekki í skuldafeni aftur. Heilsan Þú hefur verið að glíma við einhverja kvilla sem hafa færst í aukana. Nú er kominn tími til að þú leitir til sérfræðings og fáir bót þinna mála – áður en það er of seint. Happatölur: 36, 70, 100 Happadagur: Mánudagur Ástin Þig þyrstir í ævintýri og stuð en maki þinn gæti haft allt aðrar þarfir en þú. Ætlar þú að setja þínar þarf- ir í fyrsta sæti eða sætta þig við það sem þú hefur? Það er stóra spurningin sem þú þarft að svara og það sem fyrst. Þú skalt síðan passa þig á afar heillandi mann- eskju sem getur hvatt þig til að fremja hjúskaparbrot. Ekki gera það elsku fiskur – ljúktu hinu sambandinu áður en þú hoppar upp í rúm með einhverjum öðrum. Framinn Þú ert í frábærri vinnu þar sem hæfileikar þínir blómstra. Seinni part árs kemur hins vegar nýr aðili inn á vinnustaðinn sem ógnar þér að einhverju leyti. Það væri dæmigerður þú að leggja árar í bát en þú finnur fyrir nýjum krafti og berst fyrir þínu. Fjármálin Þú spáir lítið í fjármálin sem gæti orðið til þess að þú lentir í kröggum. Ekkert alvarlegt, en væri betra að sleppa við það. Passaðu þig! Heilsan Þú tekur eftir að slæmir ávanar þínir hafa slæm áhrif á líf þitt. Á vormánuðum einsetur þú þér að sleppa þessum ávönum og tileinka þér nýja og betri. Þú sérð ekki eftir því! Ég sé þig breyta út af vananum og keppa í keppnisíþrótt með góðum árangri. Vog 23. sept–22. okt Bogmaður 22. nóv–21. des Steingeit 22. des–19. janúar Fiskar 19. febrúar–20. mars Sporðdreki 23. okt–21. nóv Vatnsberi 20. janúar–18. febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.