Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 92
92 FÓKUS 27. desember 2019
Gleðileg jól og farsælt
komandi ár Þökkum samskiptin
á árinu sem er að líða
Brúðkaup ársins
Þekktir Íslendingar duglegir að gifta sig
– Gylfi og Alexandra giftust á Ítalíu
Loksins
Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar
Íslands, gekk að eiga knattspyrnukappann Viktor Bjarka
Arnarsson í lok janúar. Fögnuðu gestir með hjónunum í
Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi en Álfrún og Viktor hafa
verið saman um margra ára skeið. Samband þeirra hefur
getið af sér tvö börn, dreng og stúlku.
Kúnstir á kirkjutröppum
Hagfræðingurinn Dýri Kristjánsson, sem hefur gert
garðinn frægan síðustu ár í hlutverki Íþróttaálfsins úr Lata-
bæ, kvæntist unnustu sinni, Ingibjörgu Sveinsdóttur, í Frí-
kirkjunni í Reykjavík. Dýri byrjaði tíu ára að æfa fimleika
hjá Gerplu og hefur unnið til fjölda verðlauna á ferlinum.
Það var svo árið 2006 sem Latibær fékk Dýra til liðs við sig
og kom það því kannski ekki á óvart að Dýri hafi staðið á
annarri hendi á kirkjutröppunum áður en hann játaðist
Ingibjörgu sinni.
Brúðkaup ársins
Óumdeilanlegt brúðkaup ársins var þegar að
knattspyrnukappinn Gylfi Þór Sigurðsson kvænt-
ist Alexöndru Helgu Ívarsdóttur á Ítalíu. Ekkert var
til sparað og skemmtu margir þjóðþekktir einstak-
lingar langt fram á nótt, þar á meðal Sólmund-
ur Hólm, Bríet, Friðrik Dór, Jökull Júlíusson úr
Kaleo, Aron Can og Herra Hnetusmjör. Stjörnurnar
streymdu í brúðkaupið sem stóð yfir í nokkra daga.
Þriggja daga veisla
Leikkonan María Ellingsen og ljósmyndarinn
Christopher Lund létu pússa sig saman í Færeyj-
um. Stóðu herlegheitin yfir í þrjá daga að færeysk-
um sið. María klæddist hvítri útgáfu af færeyska
þjóðbúningnum en slörið var saumað hjá Eðal-
klæðum. Christopher klæddist skoskum Walker
Slater-ullarjakkafötum frá Kormáki og Skildi.
Sami dagur
Það var mikið um
dýrðir daginn sem
tvö tónelsk pör gengu
í það heilaga; Salka
Sól Eyfeld og Arn-
ar Freyr Frostason
annars vegar og Sig-
ríður Eyrún Frið-
riksdóttir og Karl Ol-
geirsson hins vegar.
Salka Sól og Arnar
giftu sig í Hvalfirði en
Sigga og Kalli í Há-
teigskirkju.
Skál!
Áhrifavaldurinn Sólrún
Diego gekk að eiga sinn
heittelskaða, Frans Veigar
Garðarsson, við hátíð-
lega athöfn í ágúst. Eftir
athöfnina var blásið til
veislu á Grand Hótel þar
sem hjónin stigu sinn
fyrsta dans við Skál fyr-
ir þér sem sjálfur Friðrik
Dór spilaði fyrir brúð-
hjónin og veislugesti. Þau
Sólrún og Frans hafa ver-
ið saman um langt skeið
og eiga tvö börn saman,
drenginn Maron og
dótturina Maísól.
Glóandi
Kokkurinn Sólveig Ei-
ríksdóttir og Elías Guð-
mundsson, oft kennd
við veitingastaðinn
Gló, gengu einnig í það
heilaga í ágúst og fögn-
uðu með vinum og ætt-
ingjum. Solla og Elli hafa
verið saman um árabil
og hafa brallað ýmislegt
saman í veitingageiran-
um.
Giftu sig í villu
Þorbjörg Alda Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba
Marinós, og Karl Sigurðsson, Baggalútur og fyrrverandi
borgarfulltrúi, gengu í það heilaga í villu í ítalska smá-
bænum San Severino Marche. Tobba og Kalli voru um-
kringd fjölskyldu og vinum er þau játuðust hvort öðru
eftir tæplega þriggja ára trúlofun og enn lengra ástar-
samband. Kalli og Tobba eiga saman tvær dætur, þær
Regínu og Ronju Guðbjörgu, og tóku þær virkan þátt í
gleðinni.
Hjón í stuði Álfrún og
Viktor gengu loksins í það
heilaga. Mynd: Skjáskot
Instagram
Hraustur Dýri á
kirkjutröppunum.
Mynd: Skjáskot
Instagram
Á eftir bolta
kemur
brúðkaup
Alexandra
og Gylfi.
Nóg að gera
Tobbu og Kalla
fellur ekki verk úr
hendi. Mynd: Skjá-
skot Instagram
Janúar
F
jölmargir þekktir Íslendingar létu pússa sig saman á ár-
inu sem er að líða og voru brúðkaupin jafn misjöfn og
þau voru mörg. Hér eru nokkur af þeim helstu.
Maí
Júní
Júlí
Ágúst
September
MYND: SKJÁSKOT/INSTAGRAM @SALKAEYFELD
M
Y
N
D
: S
K
JÁ
SK
O
T
IN
S
TA
G
R
A
M
MYND: SKJÁSKOT AF INSTAGRAM
STORY @GURRYJONS
MYND: SKJÁSKOT
INSTAGRAM @RAWSOLLA