Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 24
24 27. desember 2019ANNÁLL - JÚNÍ Þrjú fórust í flugslysi n Ólga í MR n Reiðir Tyrkir n Tilfinningar og hiti á Alþingi Júní hófst á sorglegum nót- um þegar að lítil flugvél hrap- aði við Múlakot í Fljótshlíð. Fimm manns voru innan- borðs, allir Íslendingar. Hjón- in Ægir-Ib Wessman og Ellen Dahl Wessman fórust í slysinu ásamt syni þeirra, Jóni Emil Wessman. Ægir-Ib, fæddur 1963, var flugmaður og starf- aði meðal annars sem flug- stjóri hjá WOW air, Jón Emil, fæddur 1998, var að feta sömu braut og var í atvinnuflugnámi við Flugskóla Íslands og Ellen, fædd 1964, var sjúkraþjálfari. Sonur hjónanna og ung kona voru einnig um borð en lifðu af. Þau voru flutt mikið slösuð á sjúkrahús í Reykjavík eftir slysið. Það dró til tíðinda innan Sjálfstæðisflokksins þegar að flokkurinn hélt upp á níutíu ára afmæli sitt. Davíð Odds- son mætti ekki, en fór ófögr- um orðum um flokkinn sinn í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins. Þar sagði að fámennt og tíðindalaust hafi verið á 90 ára afmælis flokksins á dögun- um og hnýtt í heiðursgestina úr öðrum flokkum. Þá skrif- aði Davíð: „En af hverju þurfti að læðast með veggjum með þetta afmæli? Það er vissulega megn óánægja í flokknum og þá ekki síst meðal kjósenda hans og hugsanlegra kjósenda með óskiljanlega framgöngu flokksins í orkupakkamálinu, þar sem hiklaust er byggt á blekkingum, sem raunar eru fjarri því að vera lofsverðar.“ Davíð hefur ekki enn sagt sig úr flokknum svo vitað sé en er orðinn mjög hliðhollur Mið- flokknum. Nokkuð var fjallað um starfsanda í Menntaskólanum í Reykja- vík, MR, og lýstu starfsmenn ástandinu sem óboðlegu. Sigríður Helga Sverrisdóttir og Linda Rós Michaelsdóttir stigu fram í DV og sögðust hafa orðið fyrir einelti af hálfu nokkurra kennara og stjórnenda skólans. Lýstu þær uppsögnum og ógnarstjórn við skólann sem rektorinn Elísabet Siemsen vísaði á bug. „Það er merkilegt að þrír kennarar sem sagt hefur verið upp eiga það all- ir sameiginlegt að hafa gagnrýnt starfshætti og stjórnunarhætti rektors,“ sagði Sigríður Helga. Mennta- og menningarmálaráðu- neytið svaraði kvörtunum kennaranna og gaf það álit að ekki hefði átt sér stað einelti í skólanum. Leikmenn landsliðs Tyrkja í knattspyrnu voru ekki par sáttir við komuna í Leifsstöð, en þeir voru til Íslands komn- ir til að spila landsleik við Ís- lendinga í undankeppni EM. Tyrkir þurftu að bíða lengi á flugvellinum, liðið flaug frá Konya og þurfti að fara vel yfir öll vegabréf og slíkt. Þá voru Tyrk- ir reiðir eftir að þvottabursti birtist í Leifsstöð. Reiði Tyrkja hélt áfram á blaðamannafundi á Laugardalsvelli þar sem mörgum var heitt í hamsi. Utanríkisráðherra Tyrklands, Mevlüt Çavu- soglu, blandaði sér í málið og lýsti yfir megnri óánægju í garð Ís- lendinga. Fastur punktur í tilverunni í júní er sjálfur þjóðhátíðardagurinn. Venju samkvæmt flutti fjallkonan ljóð á Austurvelli og að þessu sinni kom það í hlut Aldísar Amah Hamilton. Þótti Aldís standa sig með prýði en íslenskir kynþáttahatarar sáu sig knúna til að tala hana niður. Fundu þeir mikið að því að Aldís væri af blönduðum uppruna, en faðir hennar bandarískur af afrískum uppruna. Inn- an Facebook-hópanna Stjórnmálaspjallið og Málfrelsið var hart deilt um fjallkonuna. „Þannig að hún er ekki Íslendingur heldur íslenskur ríkisborgari?“ spurði einn meðlimur og aðrir svöruðu að Aldís væri ís- lensk. Þá sagði meðlimurinn: „Ég er Íslending- ur og stoltur af því … Þessi kona er amerísk og á að vera stolt af því líka.“ Sem betur fer dó þessi umræða frekar fljótt drottni sínum. Í júní fengu lesendur DV einnig að kynnast áhrifavaldinum Bryndísi Líf sem birtir ögrandi myndir á Instagram með veiga- miklum boðskap. Síðan þá hefur frægðarsól Bryndísar skinið skært og fylgjendum fjölgað. Helga Áss Grétarssyni var sagt upp störfum sem dósent við Lagadeild Háskóla Íslands um miðbik júní. Ástæða uppsagnarinnar var sögð sú að Helgi Áss hefði ekki uppfyllt þær skyldur sem kveðið er á um varðandi rannsóknir og ritrýnt efni, það er að ekki hafi komið nægilega mikið efni frá honum. Helgi, sem er einn þekktasti skákmað- ur landsins, tjáði sig um uppsögnina á Facebook, sagðist vera með lögmann í málinu og var ósáttur. Upp úr sauð á Alþingi í byrjun júní, eins og svo oft áður, þegar frumvarp félagsmála- ráðherra um að breytingu á lögum um fé- lagslega aðstoð og almannatryggingar var rætt. Inga Sæland, þingkona Flokks fólks- ins, brast í grát og kvað það mikið órétt- læti að afnema ekki krónu á móti krónu- skerðinguna alfarið. Hún fordæmdi jafnaðarríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að koma þessari skerðingu á. Þá tók Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, upp varnir fyrir Jóhönnu og var heitt í hamsi. „Menn þurfa aðeins að kunna hlutina áður en þeir taka upp í sig stór orð og á meðan ég er hér á þingi og hef mál- frelsi. ÞÁ SIT ÉG EKKI ÞEGJANDI UNDIR SVONA LÖGUÐU. Jó- hanna Sigurðardóttir, einn merkasti félagsmálaráðherra þessarar þjóðar, á annað og betra skilið frá kynsystrum sínum.“ Við kynnum: Bryndísi Líf Sauð upp úr – aftur Rekinn! Klósettbursti í vatnsglasi Ólga í MR Flugslys við Múlakot Ráðist á fjallkonuna Fúll á móti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.