Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 42
42 27. desember 2019FRÉTTIR á þinni leið Á ÞINNI LEIÐ HRINGDU Í SÍMA 522 4600 TAKTU KRÓK Á LEIÐARENDA Krókur hf. er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun thónabifreiða og annarra birfreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur búður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum • 24 stunda þjónustu allt árið um kring • björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þar þá á verkstæði Krokur.net / Suðurhraun 3 / 210 Garðarbær ÞAU FÉLLU FRÁ Á ÁRINU Blessuð sé minning þeirra sem féllu frá árið 2019 Birgir Ísleifur Gunnarsson 19.07.1936– 28.10.2019 Birgir varð stúdent frá MR árið 1955 og lauk lögfræði­ prófi frá Há­ skóla Íslands árið 1962. Birgir lét snemma að sér kveða í stjórnmálum og á sínum yngri árum var hann formaður stúdenta­ ráðs Háskóla Íslands, formað­ ur Heimdallar og formaður SUS. Hann átti sæti í borgar­ stjórn frá 1962 til 1982 og var borgarstjóri frá 1972 til 1978. Þá var hann alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokk frá 1979 til 1991 og var menntamála­ ráðherra árin 1987 til 1988 í ríkisstjórn Þorsteins Pálsson­ ar. Birgir Ísleifur var skipað­ ur seðlabankastjóri árið 1991 og formaður bankastjórnar 1994 og gegndi hann því starfi þar til hann fór á eftirlaun árið 2005. Helgi Seljan 15.01.1934–10.12.2019 Helgi lét mikið af sér kveða í íslensku þjóð­ lífi og sat á þingi fyrir Al­ þýðubanda­ lagið. Hann sat í banka­ ráði Búnaðar­ banka Íslands og stjórn Stofn­ lánadeildar landbúnaðar­ ins 1973–1986. Hann var for­ maður Landssambandsins gegn áfengisbölinu 1988– 1994, í áfengisvarnarráði 1987–1995 og í tryggingaráði 1989–1991. Eftirlifandi kona Helga er Jóhanna Þórodds­ dóttir. Börn þeirra eru Helga Björk, Þóroddur, Jóhann Sæ­ berg, Magnús Hilmar og Anna Árdís. Alls eru afkomendurn­ ir 34. Fjölmiðlamaðurinn og nafni, Helgi Seljan, er barna­ barn hans. Elías Hergeirsson 19.01.1938–7.10.2019 Elís var knattspyrnu­ maður í KR og Val og varð nokkrum sinnum Íslandsmeistari og Reykjavíkurmeistari í yngri flokkum. Hann lék einnig 100 leiki með meistaraflokki á ár­ unum 1956 til 1962 og varð Íslandsmeistari árið 1956. El­ ías kvæntist Valgerði Önnu Jónasdóttur og eignuðust þau fjögur börn saman. Ásgeir Magnús Sæmundsson (Geiri Sæm) 29.11.1964– 15.12.2019 Ásgeir stundaði tón­ listarnám og byrjaði ungur að semja tón­ list. Eftir hann liggja fjórar hljómplötur sem hann gaf út ásamt félögum sínum í Pax Vobis og Hunangstunglinu sem og fjöldinn allur af óút­ gefnu efni. Geiri söng, lék á gítar og hljómborð og samdi fjölda laga og texta. Þekktust eru lögin Sterinn, Er ást í tung­ linu, Rauður bíll og Froðan sem hefur tvisvar komið út. Eftirlifandi eiginkona Ásgeirs er Anna Sigrún Auðunsdóttir og dætur þeirra eru Sonja og Ásgerður. Þorvaldur Þórarinsson 12.11.1969–26.03.2019 Þorvaldur var einn af frumkvöðlun­ um hér á landi í frisbígolfi og varð sex sinn­ um Íslands­ meistari í þeirri íþrótt. Björgvin Guðmundsson 13.09.1932–09.04.2019 Björgvin starfaði lengi sem blaða­ maður en síðar tók hann þátt í stjórnmál­ um. Hann var borgarfulltrúi og borgarráðsmaður fyrir Al­ þýðuflokkinn í tólf ár. Á seinni árum ritaði hann fjölda þjóð­ málagreina sem birtust í fjöl­ miðlum. Hin síðari ár beitti hann sér í ríkum mæli fyrir bættum kjörum aldraðra. Hörður Sigurgestsson 02.06.1938–22.04.2019 Hörður var ráðinn forstjóri Eimskipafé­ lags Íslands árið 1979. Hann lét af starfi forstjóra árið 2000. Hann sat í stjórn Flug­ leiða 1984– 2004. Hörð­ ur var virkur í Sjálfstæðisflokknum og sat meðal annars í stjórn SUS og fulltrúaráði sjálfstæðisfélag­ anna í Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona Harðar er Áslaug Ottesen bókasafnsfræðing­ ur, fædd 1940. Börn þeirra eru Inga, fædd árið 1970, og Jó­ hann Pétur, fæddur árið 1975. Hann átti fimm barnabörn. Óskar Ellert Karlsson (Skari skakki) 28.07.1954–12.07.2019 Óskar gekk undir viðurnefn­ inu Skari skakki og undi því vel. Hann tald­ ist til utan­ garðsmanna en var þekktur að einstöku ljúflyndi, kurteisi og fágun í framkomu. Óskar þótti með skemmtilegri mönnum og var vinsæll af samborg­ urum sínum. Á unga aldri blómstraði hann við ýmis störf, meðal annars sem fyrsti launaði hljómsveitarótarinn hér á landi. Magnús Ingi Magnússon 19.05.1960–28.11.2019 Magnús var lengi kennd­ ur við veitingastað­ inn Texas­ borgara, sem var opnaður árið 2012 og lokað fimm árum síðar. Á seinni árum rak hann tvo aðra veitinga­ staði, Sjávar­ barinn og Matarbarinn. Magnús var einnig þekktur fyrir lauflétta og fyndna sjónvarpsþætti sína um ferðalög og mat­ reiðslu. Hann var lengi með sjónvarpsþátt á ÍNN, Eldhús meistaranna, og fór hann þar oft á kostum. Matreiðslumeist­ arinn vakti mikla athygli árið 2016 er hann bauð sig fram til embættis forseta Íslands. Eft­ irlifandi eiginkona Magnúsar er Analisa Monticello. Bjarki Már Sigvaldason 12.04.1987–27.06.2019 Bjarki lést á líknardeild Landspítalans eftir 7 ára bar­ áttu við krabba­ mein. Hann lét eftir sig eigin­ konu, Ástrósu Rut Sigurðar­ dóttur, og unga dóttur, Emmu Rut. Bjarki spilaði knattspyrnu með meistaraflokki HK og voru þau Ástrós ávallt opin með sjúkdóminn. Ástrós til­ kynnti andlát síns heittelskaða á samfélagsmiðlum og skrif­ aði meðal annars: „Þú ert besti maður sem ég hef kynnst, svo klár, góðhjartaður og með fal­ lega og skýra hugsun. Þessi dásamlegu fótboltalæri munu ávallt lifa með mér, þú varst einfaldlega toppurinn á til­ verunni í mínu lífi! Að sjá þig dúllast með Emmu var einstök gjöf, þú ert svo yndislegur pabbi. Ég elska þig meira en allt ástin mín, að eilífu.“ Snorri Ingimarsson 22.02.1948–14.08.2019 Snorri var forstjóri Krabba­ meinsfélags­ ins. Hann nam læknis­ fræði í Kaup­ mannahöfn og krabba­ meinslækn­ ingar voru sérgrein hans. Snorri var einn af stofnendum Styrks, sam­ taka krabba­ meinssjúk­ linga og aðstandenda þeirra. Haraldur Reynisson (Halli Reynis) 01.12.1966–15.09.2019 Halli Reynis starfaði lengi sem tónlistarmaður, hann gaf út sína fyrstu plötu árið 1993 og gaf alls út 8 sólóplötur á ferli sínum. Hann var menntaður grunnskóla­ kennari og hafði starfað sem tónlistarkennari í Öldusels­ skóla undanfarin ár. Framhald á síðu 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.