Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Side 60
Árið hennar Ernu Ýrar Völvan vill vinda sér í umhverfismál- in. Hún hreytir því í ritstjórann að sjálf sé hún „það sem unga fólkið vill kalla afneitun- arsinna.“ Hún trúir því samt sem áður að hlýn- unin sé af mannavöld- um, þótt hún sé ekki viss um að jörðin glat- ist. „Þú verður að muna að ég er eldri en þú. Allt mitt líf hef- ur einkennst af ógn; ósonlagið, kjarnorkuvá, stríð og fjármálahrun. Ég er alveg hætt að trúa þess- um dómsdagsspám,“ segir hún og heldur áfram. „Áróðurinn um hlýnun jarðar heldur áfram, en þó meira ígrundaður framburður en á síðustu árum. Jarðar- búar verða margir enn duglegri að flokka og vera um- hverfisvænir, gott mál, en menn átta sig betur á að hlýn- unin er sveiflukennd eins og dæmin sanna úr fortíð jarðarinnar. Við skulum því vera umhverfisvæn, en ekki öfgakennd, í þessu máli sem mörgum öðrum.“ Hún opnar aðra gosdós, sem er nú ekki beint umhverfis vænt, og heldur áfram. „Fólk eins og Stjörnu-Sævar, Andri Snær og ungir aktífistar þurfa að endurskoða sinn málflutning ef þeir ætla að ná til fólksins. Eins og stend- ur er almenningur hættur að nenna að hlusta á þessar predikanir, þótt ef- laust sé mikið til í þeim. Þetta fólk þarf að breyta um taktík í staðinn fyrir að hrauna yfir Ernu Ýri Öldudóttur blaðamann. Sitt sýn- ist hverjum um Ernu Ýri en hún býr yfir sannfæringarkrafti. Þótt ég sé ekki sammála henni þá nær hún að rök- styðja mál sitt ágætlega og er mikil ógn í augum umhverfissinna. Tak- ið eftir Ernu Ýri á nýju ári – hún á eftir að ná langt.“ Undarlegt Alþingi Við sitjum við stofuborðið og völvan verð- ur einstaklega myrk í máli þegar stjórn- málin ber á góma. „Á Alþingi ríkir undarlegt ástand þar sem heilindi hafa sennilega aldrei verið minni, menn níða skóinn hver af öðrum ef færi gefst. Fá þörf mál verða á dagskrá og enn færri ná afgreiðslu þannig að segja má að vorþingið verði sami grautur í sömu skál flesta daga,“ segir hún. „Bjarni Benediktsson á erfitt ár fram undan á nánast öllum vígstöðvum. Hann ræður illa við formannshlutverkið í Sjálf- stæðisflokknum og fjármál eru að valda honum vandræðum. Ég held þó að hjóna- bandið haldi á þeim bæ. Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins þegar hann missir Svanhildi Hólm í klær RÚV. Það fyrsta sem hann gerir þegar hann tilkynn- ir afsögn sína er að mæta í drottningar- viðtal í Mannlífi til að reyta Davíð Odds- son til reiði í Hádegismóum. Það á eftir að draga dilk á eftir sér. Formannskjörið í Sjálfstæðisflokknum verður spennandi og margir bjóða sig fram. Enn og aftur verð- ur Páll Magnússon fúll yfir að hreppa ekki hnossið, en það verður ung kona sem kos- in verður. Valið stendur á milli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur og Ás- laugar Örnu. Hins vegar á nýr kandídat, sem fáir þekkja, eftir að stríða þeim að- eins. Vandræðagangur sem reynt er að breiða yfir af fremsta megni verður í póli- tískum flokkum vegna foringjaleysis. Verst er þar ástandið í Sjálfstæðisflokknum en litlu skárra á mörgum öðrum stöðum. Katrín Jakobsdóttir á ekki síður erfitt og ræður ekki við eitt né neitt. Hún sér eftir ákvörðunum sínum síðustu tvö árin en þrjóskan blæs í hana lífi. Hún setur fram eitt þingmál í kynningarskyni til að bæta ímynd sína. Það springur í andlitið á henni. Lilja Alfreðsdóttir er best sett af ráð- herrunum okkar. Hún kemur alltaf „Áróðurinn um hlýnun jarðar heldur áfram, en þó meira ígrundaður framburður en á síðustu árum. „Vandræða- gangur sem reynt er að breiða yfir af fremsta megni verð- ur í pólitískum flokkum vegna foringjaleysis 60 27. desember 2019Völvuspá 2020 Erna Ýr / skjá- skot RUV Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra Andri Snær Sævar Helgi Bragason MYND: DV/HANNA ANDRÉSDÓTTIRMYND: DV/EYÞÓR ÁRNASON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.