Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 40
40 27. desember 2019FRÉTTIR
Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
Þökkum viðskiptin
VÉLSMIÐJA ÍSAFJARÐAR
ÍSLENSKI NÝLENDUHERRANN
n Þorsteinn Már valinn Skúrkur ársins n Sagður Al Capone norðursins
DV
ákvað í ár að leyfa lesendum að senda inn
tilnefningar til Skúrks ársins samfara því
að tilnefna Mann ársins. Tilnefningarnar
voru fjölmargar en þegar opið hafði verið
á innsendingar í viku á vef DV var ljóst að Þorsteinn Már
Baldvinsson, forstjóri Samherja, en nú í leyfi, fengi lang-
flestar tilnefningar. DV tók þessar tilnefningar og setti þær í
nafnlausa dómnefnd og þar var einróma samþykkt að veita
Þorsteini Má þennan vafasama titil.
Því eru Maður og Skúrkur ársins í DV bundnir böndum,
þar sem það var meðal annars Helgi Seljan sem ljóstraði
upp um vafasama og jafnvel glæpsamlega starfshætti Sam-
herja í Namibíu.
Hann er kallaður Mái
Þorsteinn, eða Mái eins og hann er kallaður af sveitung-
um sínum fyrir norðan, nældi sér í skipstjórnarréttindi frá
Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1974 og útskrifaðist
sem skipaverkfræðingur frá Norges Tekniske Högskole
árið 1980. Þorsteinn eignaðist Samherja árið 1983 ásamt
frændum sínum, Þorsteini og Kristjáni Vilhelmssonum.
Upphafið að þessu útgerðarveldi má rekja til þess að Mái
sá ryðkláf liggja í höfninni í Hafnarfirði, togarann Guð-
stein GK sem gerður hafði verið út frá Grindavík með lé-
legum árangri. Mái hugsaði sér gott til glóðarinnar og taldi
tilvalið að breyta Guðsteini í frystitogara, enda hafði hann
sérhæft sig í að frystivæða togara. Mái sannfærði Þorstein,
sem þá var skipstjóri, og Kristján, sem þá var vélstjóri, um
að taka þátt í ævintýrinu og svo fór að þremenningarnir
náðu samkomulagi við Landsbankann um að kaupa út-
gerðina og Samherji hf. varð til. Þorsteinn varð skipstjóri
á togaranum, Kristján varð yfirvélstjóri og Mái sá um út-
gerðina í landi. Allt gekk þetta eins og í sögu og árið 1985
keypti Samherji helming Hvaleyrar í Hafnarfirði, fyrirtæki
sem stundaði alhliða fiskvinnslu og útgerð togarans Víð-
is. Þá var útgerðarævintýrið hafið. Þremenningarnir voru
kallaðir sægreifar, Samherji „norðlenska spútnikfyrirtæk-
ið“ og Mái talinn „efnilegasti frumkvöðull Íslands.“
Stríðið í Seðlabankanum
Áður en Samherjaskjölin litu dagsins ljós stóð Þorsteinn
Már í stappi við Má Guðmundsson, þáverandi seðla-
bankastjóra, og hafði gert allar götur síðan húsleit var
framkvæmd í Samherja árið 2012 vegna meintra brota fyr-
irtækisins á gjaldeyrislögum. Fyrirtækið var aldrei ákært.
Samherji hefur höfðað skaðabótamál á hendur Seðlabank-
anum en stuttu fyrir umfjöllun Kveiks um meintar mútu-
greiðslur og spillingu beindi Þorsteinn Már spjótum sínum
einnig að RÚV og Helga Seljan og telur ljóst að gagnaleki úr
Seðlabanka til RÚV hafi átt sér stað. Fullyrti hann að Helgi
Seljan og RÚV væru einnig gerendur í málinu.
Stuttu eftir að Samherjaskjölin opinberuðust steig Þor-
steinn Már tímabundið úr stóli forstjóra Samherja á með-
an á rannsókn á meintum brotum stæði yfir. Óljóst er hvað
það getur tekið langan tíma og alls kostar óvíst hvort hann
snúi einhvern tímann aftur. n
Meðal ummæla sem lesendur létu falla um Þorstein Má,
til að rökstyðja tilnefningu til Skúrks ársins
„Fyrir að arðræna eina fátækustu
þjóð veraldar eftir að hafa rænt Ís-
lendinga og sölsað undir sig 1/7 fiskveiði-
kvóta með svikum og prettum. Það var
ekki nóg að Samherji fengi u.þ.b.
2.000 tonna þorskígildiskvóta
frítt, svokallaðan skipstjóra-
kvóta, heldur þá fyrst byrjaði ballið með
Sjálfstæðisflokkinn sem tryggingu á bak
við sig, ráðherra og þingmenn.“
„Fyrir að
taka þátt
í mútugreiðslu
og spillingu og
misnota fátæka
þjóð sjálfum sér
til framdráttar
„Al Capone
er eins og
kórdrengur hliðina
á honum
„Arðræn-
ingi af
verstu gerð og
skammast sín
ekkert fyrir það
„Samherja-
skipstjóri
sem flúði fyrstur
sökkvandi skip
„Hagar sér
eins og
nýlenduherra