Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 2
2 27. desember 2019FRÉTTIR Á þessum degi, 27. desember 1831 – Charles Darwin lagði upp í siglingu sína um Kyrrahaf. 1904 – Leikritið Pétur Pan var frum- sýnt í London. 1936 –Ungmennafélagið Valur var stofnað. 1956 – Staðfest voru lög um bann við hnefaleikum á Íslandi, bæði keppni og sýningu. 1988 – Fyrsta fasta bílnúmerið í nýju númerakerfi var sett á bifreið Halldórs Ásgrímssonar dómsmálaráðherra. hlutir sem ætti að henda á áramótabrennuna Nú færist nýja árið sífellt nær og margir kveðja það gamla með því að fara á brennu. Hér eru fimm hlutir sem væru best geymdir í logun- um. Stjórnarskráin Þarf eitthvað að flækja þetta í fleiri mánuði og ár? Hendum bara gömlu stjórn- arskránni á bálið og búum til nýja þar sem réttindi allra borgara eru tryggð í bak og fyrir, ekki bara þeirra sem eru með djúpa vasa. Nýja jólajógúrtin Hvernig datt MS í hug að breyta kurlinu? Það er ein af stóru ráðgátum þessara jóla og eiginlega magnað að ekki hafi orðið meira fjaðrafok yfir þessri nýju jógúrt. Á bálið með hana! Brostnar væntingar Gamla árið er að kveðja og það nýja að heilsa. Þá er lag að losa sig við allar brostnu væntingarnar, glötuðu draumana og fólkið sem hefur verið ömurlegt við þig árið 2019. Taktu á móti 2020 með opnu hjarta og hreinum skildi. Láglaunaseðlar Það er búið að berjast fyrir hækkun launa þeirra verst settu en betur má ef duga skal. Skitnar þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði fleyta fjölskyldufólk ekki langt og því hægt að brenna launaseðlana á táknræn- an hátt. Hvatningarorð í ramma Vertu besta útgáfan af sjálfum þér, dúndraðu þessum klisjukenndu hvatningarorðum í ramma beint í logandi eldinn og byrjaðu að lifa lífinu samkvæmt þinni eigin sannfæringu, ekki einhverjum orðum á blaði. Þessir rammar eru líka svo hallærislegir að það hálfa væri nóg. Fleyg orð „Svo margar bækur, svo lítill tími.“ – Frank Zappa EKKERT GRÍN AÐ BÚA ÞETTA TIL n Beðið eftir skaupi n Ekki annáll heldur tilfinning fyrir árinu T ökum er nú lokið á vinsælasta sjónvarpsefni allra landsmanna, áramótaskaupinu, en fjölbreyttur hópur kemur að gerð skaupsins í ár. Reynir Lyngdal sér um leikstjórn en þau Dóra Jóhannsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Hugleikur Dagsson, Jakob Birgisson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Sævar Sigurgeirsson og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir sjá um handritsgerð. Að sögn Reynis hefur hópurinn verið einkar samstilltur og undirbúningsvinnan gengið vel. „Við kláruðum í síðustu viku en mér líður eins og það sé mánuður síðan, það er svo brjálað að gera,“ segir Reynir þegar blaðakona nær tali af honum. „Það er auðvitað af miklu að taka og þegar maður skoðar árið í stóra samhenginu fattar maður að mun meira hefur átt sér stað en það sem maður upplifir við fyrstu sýn. Þetta skaup mun vonandi fanga það helsta, en við verðum líka að hafa hugfast að þetta er ekki annáll heldur aðeins okkar tilfinning fyrir árinu.“ Fólkið á bak við skaupið Mjög samstilltur hópur að sögn Reynis. Reynir leikstýrði síðast áramótaskaupinu 2006 og segist ekki kominn á þann stað að kvíða gamlárskvöldi. Hann biður þjóðina þó um að sýna þeim nærgætni sem koma að framleiðslunni. „Stressið hellist eflaust yfir mig milli jóla og nýárs en ég hef hreinlega ekki tíma til að hugsa um það núna. Útgangspunkturinn var að hafa þetta fjölbreytt og ég vona að okkur hafi tekist það, bæði í höfunda- sem og leikaravali. Við förum yfir breitt svið þó að eitt þema sé ríkjandi.“ Sjálfur segist Reynir eiga sér nokkur eftirlætisatriði þótt hann geti ekki greint frá því hver þau séu nákvæmlega. „Það eru þarna þrjú söngnúmer sem ég er ansi sáttur við og sena sem á sér stað í Bónus. Ég væri náttúrlega ekki að taka þetta að mér ef ég kviði fyrir gagnrýni, en auðvitað óska ég þess að sem flestir njóti og hafi gaman af. Ég vona bara að fólk sýni okkur sem að þessu koma kurteisi, því þó að þetta sé grínþáttur er nákvæmlega ekkert grín að búa þetta til.“ Hollt að þurfa að skrifa brandara Lóa Hlín tekur í sama streng en hún er hokin af reynslu þegar kemur að því að skrifa brandara. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt ferli en líka lærdómsríkt. Það er hollt að þurfa að skrifa brandara, bera þá undir aðra og ekki síst – geta tekið gagnrýni. Mér finnst gott að æfa mig í því. Ég er sjálf með meistaragráðu í ritlist og hef skrifað leikrit og sjónvarpsþættina Hulli 1 og Hulli 3 fyrir RÚV. Ég gerði líka handrit að tveimur teiknimyndum sem voru hluti af skaupinu fyrir nokkrum árum, en það var allt öðruvísi. Þá var ég ekki hluti af skrifteyminu á sama hátt og ég er núna.“ Aðspurð hvernig líðanin verði á gamlárskvöld segist Lóa reikna með því að vera róleg. „Ég er búin að sjá mörg atriði og þetta skaup lofar góðu. Í samstarfsverkefnum sem þessu finnst mér best þegar egóið er lagt til hliðar og hagsmunir verkefnisins eru settir ofar eigin hagsmunum. Þá er líka auðveldara að taka gagnrýni og ræða verkefnið án þess að taka því of persónulega. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega góð í að taka gagnrýni en það er ákveðin kúnst.“ Hommalagið Þetta atriði vakti athygli í skaupinu í fyrra. Þrátt fyrir að Jakob sé nýgræðingurinn í hópnum segir hann fátt hafi komið honum á óvart við gerð skaupsins. „Ég er auðvitað að gera þetta í fyrsta skipti og hef því lítinn samanburð, en ég er ákaflega þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna með þessu frábæra fólki sem ég lít mikið upp til. Það er ekki sjálfgefið. Vissulega verður þetta gamlárskvöld frábrugðið þeim fyrri í lífi mínu, það er klárt mál, en ég er mjög spenntur fyrir þessu. Hvað viðbrögð þjóðarinnar áhrærir þýðir ekki að hafa miklar áhyggjur því ég tel klárt að skaupið verði bæði fyndið og skemmtilegt. En ef það verður leiðinlegt mun ég alfarið skella skuldinni á Þorstein Guðmundsson.“ n Íris Hauksdóttir iris@dv.is Fólkið á bak við skaupið Mjög samstilltur hópur að sögn Reynis. Hommalagið Þetta atriði vakti athygli í skaupinu í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.