Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 30
30 27. desember 2019ANNÁLL - SEPTEMBER Barnaníðingar og Braggamálið n Hatara stefnt n Atli hrósaði sigri í héraðsdómi n Margrét Erla safnaði fyrir orlofi Barnaníðingakortin Miklar umræður sköpuðust í kringum eintök helgar­ blaðs DV í september, en í þeim var birt kort og ítar­ leg umfjöllun um íslenska barnaníðinga. DV birti ekki full heimilisföng barnaníðinga heldur einungis í hvaða landshluta eða hverfum þeir búa, birti viðtöl við for­ eldra barna sem höfðu lent í klóm barnaníðinga og velti því upp hvort almenningur ætti að fá upplýsingar um hagi dæmdra barnaníðinga. Aðalmeðferð í máli Atla Rafns Sigurðssonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur borgarleikhússtjóra hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur, en Atli fór í mál við leikfélagið því hann taldi ekki vera rétt staðið að uppsögn hans. Atla var sagt upp vegna þess að nokkrar konur kvörtuðu við Kristínu og sögðu að Atli hefði áreitt þær kynferðislega. Við aðalmeð­ ferð sagðist Atli telja að uppsögn hans hefði komið til vegna lygasögu áhrifamanns innan leikhússins, leikarans og leikstjórans Bergs Þórs Ingólfssonar. Atli vann málið en Bergur vildi ekki tjá sig um þessar ásakanir í hans garð. Veitingastaðurinn Bragginn Bar og Bistro skellti í lás en Háskólinn í Reykjavík leigði braggann af Reykja­ vík og framleigði húsnæðið til veitingahússins í júní. Forsvarsmaður Braggans Bistro greindi frá því stuttu fyrir lokun að óvægin umfjöllun um frammúrkeyrslu Reykjavíkurborgar í Braggamálinu hefði ekki haft áhrif á rekstur veitingahússins. Braggamálið svo­ nefnda var eitt af stærstu fréttamálunum árið 2018. Kostnaður við að gera upp bragga í Nauthólsvík hljóp hundruðum milljóna fram úr áætlunum og hefur meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur sætt harðri gagnrýni vegna málsins. Samkvæmt innri endur­ skoðun Reykjavíkurborgar var kostnaðareftirliti ábótavant og bæði reglur, lög og verkferlar virtir að vettugi. Tímamótasöfnun Athafnakonan og gleðigjafinn Margrét Erla Maack hrinti af stað söfnun fyrir eigin fæðingarorlofi, en hún eignaðist nýlega sitt fyrsta barn. Margrét Erla hóf söfnunina til að vekja athygli á brotalömum í fæðingarorlofskerfinu. „Í fyrsta og mikilvægasta lagi að gera mér kleift að sinna barninu mínu fyrstu mánuði lífs þess. Í öðru lagi að benda á hversu flókið fæðingarorlofskerfið er fyrir þau sem kjósa að vinna sjálfstætt og flæða á milli verk­ efna. Eins og staðan er í dag er fæðingar­ orlof lúxus sem foreldrar í frumkvöðla­ starfi og sjálfstætt starfandi geta takmarkað nýtt sér. Það álag sem óskýr svör hafa á barnshafandi konur ekki líðandi,“ sagði hún. Hún náði báðum markmiðum sínum. Handval lögreglunnar Stundin greindi frá því að fimm af tíu yfirstjórnendum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegna stjórnunar­ stöðu sem þeir fengu án auglýsingar. GRECO, sam­ tök ríkja gegn spillingu, hafa gagnrýnt það ítrekað að „handvalið“ sé í stöður innan lögreglunnar á Íslandi. Yfirstjórnendurnir sem voru ráðnir án aug­ lýsingar eru Ásgeir Þór Ásgeirsson yfir­ lögregluþjónn, Helgi Valberg Jensson aðallögfræðingur, Karl Steinar Vals­ son yfirlögregluþjónn, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Theo­ dór Kristjánsson yfirlögregluþjónn. Sá síðastnefndi er bróðir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innan­ ríkisráðherra, en hún skipaði Sigríði Björk lögreglustjóra. Ákærðir fyrir smygl Brynjar Steingrímsson, Dagur Kjartansson og Hall­ dór Anton Jóhannesson voru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Allir þrír eru fremur ungir, Brynjar og Dagur eru 23 ára og Halldór er 21 árs. Þeir eru sak­ aðir um hafa saman staðið að innflutningi á ríflega 16 kílóum af kókaíni. Í ákæru kemur fram að Brynjar hafi skipulagt smyglið meðan Dagur og Halldór hafi verið burðardýrin. Samkvæmt ákæru fóru þeir tveir til Frankfurt síðastliðinn maí. Þaðan tóku þeir lest til Amsterdam og hittu óþekkta einstaklinga um borð í lestarvagni, allt samkvæmt fyrirmælum Brynjars, að því er segir í ákæru. Harmsaga móður Elva Christina missti forræði yfir yngsta barni sínu þegar barnið var nokkurra daga gamalt. Elva sagði að Barnavernd ætlaði að taka barnið og senda til barnsföður hennar í Noregi. Elva byrjaði ung að drekka og fór í fyrsta sinn inn á Vog 14 ára. Hún varð ólétt að elsta barni sínu, dreng sem er átta ára, og missti forræði yfir honum haustið 2016. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en móð­ ir Elvu, Helena Brynjólfsdóttir, rændi drengnum frá Noregi sama ár. Síðan fékk barnsfaðir drengsins for­ ræði yfir honum. Miðjubarnið, drengur, er tveggja ára og flutti barnsfaðir hennar með drenginn til Noregs með samþykki Elvu í apríl 2019. Fegurst allra Birta Abiba Þórhalls­ dóttir var krýnd Miss Universe Iceland eftir val alþjóðlegrar dómnefndar. Birta var fulltrúi Íslands í Miss Universe­ keppninni í desem­ ber og komst í topp tíu. Braggamálið tók nýja stefnu Hatari í bobba Eurovision­stjörnurnar í Hatara komust í hann krapp­ an en hljómsveitinni var stefnt fyrir samningsbrot. Wiktoria Joanna Ginter, skipuleggjandi tónlistarhá­ tíðarinnar Iceland to Poland, hélt því fram að samið hefði verið við Hatara í desember um að koma fram á hátíðinni. Nokkrum mánuðum seinna höfðu þeir öðl­ ast heimsfrægð vegna þátttöku sinnar í Eurovision og þá sagði hún að þeir hefðu viljað fá meiri peninga fyrir að koma fram. Skaðabótakrafan hljóp á milljónum og var málið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í septem­ ber. Atli vann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.