Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Síða 16
16 27. desember 2019ANNÁLL - FEBRÚAR Íslendingur hvarf í Dublin og kílómetraskandall n Friðrik Ómar sakaður um lagastuld n Kloflyktin ógurlega n Árás á Kaffibarnum Fréttin um grátandi Rúmenann Romeo Sarga vakti mikla athygli en hún kom í kjöl- far alvarlegra ásakana Eflingar í garð starfs- mannaleigunnar Menn í vinnu. Voru Menn í vinnu til að mynda sakaðir um þrælahald og umfangsmikla brotastarfsemi af Vinnu- málastofnun, Eflingu og ASÍ. Í frétt DV leið- rétti Halla Rut Bjarnadóttir, forsvarsmaður starfsmannaleigunnar, ýmsar rangfærslur og fullyrti að Rúmenar, sem báru sig illa í fréttum Stöðvar 2, hefðu það fínt og ættu nóg af seðlum. Menn í vinnu ehf. fór í þrot en nýtt félag var stofnað um reksturinn, Seigla ehf. Enn er fjallað um mál starfs- mannaleigunnar innan veggja dómstóla og rúmensk yfirvöld hafa blandað sér í málið. Önnur vinsæl frétt á DV leit dagsins ljós í lok febrúar og fjallaði um „hræðilegar“ augabrúnir íslenskra kvenna. Umfjöllunin var myndskreytt með því sem greinarhöfundur kallaði „slæm augabrúna tímabil.“ Greinin vakti umtal og fékk á sig gagnrýni, en náði einnig að skemmta ýms- um, enda eigum við öll okkar tískuslys. Þjóðin varð harmi slegin þann 11. febrúar þegar að fréttir bárust af því að íslenskur maður, Jón Þröstur Jónsson, hefði horfið nánast sporlaust í Dublin, höfuðborg Írlands. Jón Þröstur er enn ófundinn og er málið hið dularfyllsta. Að sögn unnustu hans gekk hann símalaus út af hóteli þeirra að morgni og sneri aldrei til baka. Hvarf Jóns Þrastar hefur valdið deilum innan fjölskyldu hans og lögreglan hefur litlar sem engar vísbendingar fengið um hvarfið. Undankeppni Söngvakeppn- innar hófst í febrúar. Hljóm- sveitin Hat- ari þótti sig- urstranglegust þótt margir viðruðu óá- nægju sína með sveitina og lagið. Þá voru einhverjir, þar á meðal Páll Óskar, ósáttir við að Ísland sendi fulltrúa til Ísrael, í skugga stríðs við Palestínu. Sá flytjandi sem þótti veita Hatara hvað mesta samkeppni var Friðrik Ómar Hjörleifsson með lagið Hvað ef ég get ekki elskað? Því varð uppi fótur og fit þegar erlend- ir Eurovision-spekingar sökuðu Friðrik Ómar um að hafa stolið lagi Rihönnu, Love on the Brain. Friðrik Ómar gaf lítið fyrir þessar ásakan- ir en svo fór að hann háði einvígi við Hatara í úrslitum Söngvakeppninnar og laut í lægra haldi. Það má með sanni segja að ketó-mataræðið hafi tröllriðið landanum á ár- inu 2019. Margar fréttir um ketó hafa verið skrifaðar á DV en sú mest lesna er sú sem fjallaði um ketó-klofið – hræðilega lykt er leggur úr leggöngum og frá nærliggj- andi svæði. Engar vísinda- legar rannsóknir hafa sýnt fram á þetta, en ketó-matar- æðið svo sem ekki gamalt. Mál málanna í febrúar var án efa umfangsmikið og þaulskipulagt svindl bílaleigunnar Procar, en forsvarsmenn hennar áttu við kílómetrastöðu fjöl- margra bíla. Dæmi voru um að kílómetrastaða hefði verið lækkuð um allt að 105 þúsund kílómetra. Þeir sem urðu fyrir barðinu á þessu svindli leituðu rétt- ar síns en Procar hélt leyf- inu. Nýlega sagði DV svo frá því að eigendur Procar hefðu stofnað nýja bíla- leigu í Kópavogi, Carson. Svo fékk umheimurinn í fyrsta sinn að kynn- ast blaðakonunni Ernu Ýri Öldudóttur í febr- úar, en hún átti eftir að koma meira við sögu seinna á árinu. Erna opnaði sig um að Snæ- björn Brynjarsson, þá varaþingmaður Pírata, hefði hellt sér yfir hana og hótað henni ofbeldi á Kaffibarnum. Snæbjörn baðst afsökunar og sagði af sér þingmennsku, en sumir töldu að árásin hefði verið sviðsett, þar á meðal Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra. Eitt af pörum ársins, þótt það hefði byrjað saman árið 2018, er knattspyrnukappinn Rú- rik Gíslason og fyrirsætan Nathalia Soliani. Ástin drýpur af parinu en þau lentu hins vegar í hremmingum þegar þau opinberuðu samband sitt á samfélagsmiðlum. Afbrýði- samur aðdáandi Rúriks hótaði Nathaliu og Rúrik tapaði fylgjendum. Það er ekki bæði sleppt og haldið. Málið sem skók kvikmynda- bransann var þegar að hand- ritshöfundurinn Max Landis var sakaður um nauðgunar- tilraun. Max átti handrit að því sem átti að verða næsta stórmynd Baltasars Kormáks, Deeper. Baltasar þurfti hins vegar að segja sig frá verk- efninu þegar þessar ásakanir í garð Max komu upp á yfir- borðið. Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í febrúar, venju samkvæmt, en það voru tvær heims- frægar manneskjur sem stálu þar senunni; leikarinn Bradley Cooper og söngkonan Lady Gaga, stjörnur kvikmyndarinnar A Star is Born. Þótti neista á milli þeirra og háværar sögusagnir voru uppi þess efnis að þau væru par í raunveruleikanum. Það reyndist ekki raunin og hafa Lafðin og Bradley lýst vinasambandi sínu sem traustu og einlægu – platónsk ást í sinni hreinustu mynd. Stálu senunni Hræðilegar augabrúnir Ketó-klofið Lagastuldur? Svindl og svínarí Ógnandi aðdáandi Ráðist á blaðakonu Dularfullt mál Bransinn í molum Grátandi Rúmeninn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.