Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 46
Sérblað 27. desember 2019KYNNINGARBLAÐ ISR MATRIX: Öryggi fram í fingurgóma Jón Viðar stofnaði upphaflega íþróttafélagið Mjölni en rekur nú ISR Matrix. „ISR stendur fyrir Inngrip (Intercept), Stöðva (Stabilize) og Ráða úr (Resolve). ISR er alhliða sjálfsvörn sem byggir á einföldum grunni úr bardagaíþróttum sem auðvelt er að ná tökum á. ISR má leggja stund á og æfa eins og íþróttirnar sem ISR byggir á, en áherslan er lögð á að verjast ofbeldi eins og það gerist í raunveruleikanum,“ segir Jón. „Í ISR er lögð áhersla á að verjast, koma sér undan og verjast átökum. Við göngum aldrei lengra en nauðsynlegt er til að vinna bug á óréttlætinu sem við, og/eða þriðji aðili, verðum fyrir. Hjá ISR kennum við ekki ofbeldi, við kennum vörn gegn því.“ Í janúar byrja ný grunnnámskeið í sjálfsvörn og öryggistökum og svo í sjálfsvörn fyrir konur. Bæði námskeiðin auk framhaldstíma er hægt að sækja hjá ISR Matrix í Sporthúsinu. Að grunnnámskeiðum loknum getur viðkomandi sótt framhaldstíma í samsvarandi námskeiði. ATH. 16 ára aldurstakmark er á bæði grunnnámskeiðin. „Neyðar- og sjálfsvörn ISR snýr ekki bara að átökunum sjálfum heldur einnig tengdri taktík. Hvernig við forðumst átök og komum í veg fyrir að eldfimar aðstæður stigmagnist. Hvernig við staðsetjum okkur í umhverfinu og nýtum okkur það. Hvernig við beitum okkur í samræmi við þá lagalegu ábyrgð sem hvílir á okkur. Lærðu að verjast ofbeldi eins og það gerist í raunveruleikanum, þar sem menn svífast einskis og enginn leikdómari stoppar þá af.“ Sjálfsvörn og öryggistök (ISR CLUTCH) snýst um að verjast ofbeldi eins og það á sér stað í raunveruleikanum. Notast er við glímutök, fellur, hengingar og högg til að yfirbuga árásaraðila þar sem rík áhersla er lögð á að beita alltaf vægasta úrræði sem völ er á. Námskeiðið er haldið sunnudaginn 12. janúar og er kennt kl. 12.00–18.00 auk tveggja kennslustunda með framhaldshóp í vikunni sem fylgir. Sjálfsvörn fyrir konur (ISR CAT) var í fyrstu hannað fyrir konur sem starfa fyrir leyniþjónustu og sérsveitir í Bandaríkjunum. Það var hannað með það fyrir augum að konurnar gætu varið sig sjálfar og komið sér undan árásaraðilum, eða í versta falli varist þar til aðstoð bærist. Í ISR CAT er lögð áhersla á að forðast og koma sér undan stærri og sterkari árásaraðila. Notast er við leysitök, fellur, hengingar, högg og ýmis bolabrögð til að koma sér undan. Hefðbundin íþróttaföt duga, en einnig er gott að hafa með gamla peysu sem má rifna, tannhlíf og MMA-hanska. Næsta grunnnámskeið í ISR CAT verður haldið sunnudaginn 26. janúar og er kennt kl. 12.00–18.00 auk tveggja kennslustunda með framhaldshóp í vikunni sem fylgir. Flutt í glæsilegt húsnæði Sporthússins ISR Matrix flutti þann 1. september í Sporthúsið, Dalsmára 9–11, 200 Kópavogi, þar sem er sérstakur æfingasalur fyrir starfsemina. Því fylgir frábær aðstaða og þjónusta við iðkendur og fyrirtæki í þjálfun hjá stöðinni. Fullur aðgangur að lyftinga- og tækjasal fylgir nú áskrift að ISR og að sjálfsögðu afnot af búninga- og sturtuaðstöðu, heitapotti og gufu. Skoðaðu möguleikana á isrmatrix.is Sími: 862-0808 Netpóstur: isrmatrix@isrmatrix.is Facebook: ISR Matrix Iceland Ljósmynd: Sigurjón Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.