Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Síða 32
32 27. desember 2019ANNÁLL - OKTÓBER Misheppnuð endurreisn og leigustríð Lindu Gerðu góð kaup! 20 til 90% afsláttur af völdum vörumwww.byko.is n Gísli Pálmi borinn þungum sökum n Harmleikur í Kópavogi n Gulldrengirnir í GAMMA ViðskiptaMogginn greindi frá því í byrj- un október að þeir aðilar sem hygðust hefja flugrekstur á Íslandi, WOW 2 og WAB, sem síðar fékk nafnið Play, ætl- uðu að opna bókunarkerfi sín þann 15. október. Upphafleg áætlun WOW gerði ráð fyrir að flug hæfust um miðj- an október en því var frestað til desem- ber. Play, þá WAB, áætlaði að hefja flug í lok nóvember á þessum tímapunkti. Flugsérfræðingar voru ekki sannfærð- ir, enda hræðilegur árstími til að hefja millilandaflug. WOW 2 er ekki enn farið á flug en búast má við því að flugfélag- ið verði komið í góðan gír þegar nálg- ast vorið. Markmið um að endurvekja starfsemi WOW eru enn í fullu gildi á þeim bænum. Hvað varðar Play þá er alls kostar óljóst hvenær flug hefst þar. Enn hefur ekki verið hægt að bóka einn einasta flugmiða. Sorg í Salahverfi Karlmaður fannst látinn í Salahverfi í Kópavogi í lok október. Samkvæmt heimildum DV virtist maðurinn hafa fallið til jarðar eftir að hafa verið að klifra utan á fjölbýlishúsi. Lögreglan varðist frétta af málinu en íbúum var brugðið. Má ekkert lengur? Gísli Pálmi Sigurðsson, þekktur rappari, og vinkona hans, Ástrós Ósk Skaftadótt- ir, voru sökuð um innbrot og þjófnað á verðmætum í íbúðarhúsnæði í Árbæ í lok október. Kona sem tengist íbúum er urðu fyrir innbrotinu birti myndir af parinu á Facebook og staðhæfði að það hefði verið að verki. Gísli Pálmi tjáði sig um málið á Facebook: „BÍDDU VÁÁ! má maður bara ekkert lengur.. hahaha hva er að frétta.“ Málið fór sína leið hjá lögreglunni en ekki er ljóst hvort gefin hafi verið út ákæra. Reið Jóni Ársæli Aðalmeðferð fór fram í máli Gyðu Drafnar Grétarsdóttur gegn Jóni Ár- sæli Þórðarsyni fjölmiðlamanni og RÚV. Málið varðaði umdeilt við- tal Jóns Ársæls við Gyðu í þáttunum Paradísarheimt. Í umdeilda þættin- um ræddi Jón Ársæll við Gyðu Dröfn á meðan hún sat í afplánun inni á fangelsinu á Sogni. Ræddu þau með- al annars um erfið uppvaxtarár Gyðu og glímu hennar við fíkn. Snerist dómsmálið um það að Gyða hefði ekki fengið að gefa lokasamþykki fyr- ir þættinum eins og rætt var um við Jón Ársæl og RÚV. Svo fór að Gyða bar sigur úr býtum og fékk milljón króna í skaðabætur. Sakaður um gróft ofbeldi Hlynur Kristinn Rúnarsson, fíkill í bata og stofnandi samtakanna Það er von, var sakaður um að beita fyrrverandi maka sína ofbeldi í umfjöllun Stundarinnar. Hlynur svaraði ásökunum á þá leið að hann hefði ver- ið í neyslu. Viðmælendur Stundarinnar voru ósammála og sögðu hann einnig ofbeldisfullan edrú. Þá voru fagaðilar ekki sáttir við að Hlynur héldi fyrirlestra í skólum. Sagt upp á þremur mínútum Uppsagnir héldu áfram á Sýn og var íþróttafréttamað- urinn Hörður Magnús- son látinn taka pokann sinn eftir tuttugu ára starf hjá fyrirtækinu. „Á 3 mínútna fundi var mér fyrirvaralaust sagt upp störfum eftir tæplega 20 ár,“ sagði hann, en uppsögn hans reitti marga til reiði. Eigið fé úr sjóðum GAMMA þurrkað- ist út á einu ári. Voru gulldrengirnir í GAMMA sakaðir um að fegra stöðu fé- lagsins og rannsóknar á rekstri sjóðs- ins var krafist úr ýmsum áttum. Stormur í vatnsglasi Femínistar brjáluðust yfir pistil Ás- laugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dóms- málaráðherra um efl- ingu á rannsókum kynferðisbrota og bætt viðmót við þolendur. Allt út af því að hún notaði orð sem þóknaðist ekki femínist- um. Eltihrellir á Akranesi DV sagði einnig frá elti- hrelli sem gekk laus á Akranesi. Alma Dögg Torfadóttir var ein af þeim sem stigu fram en maðurinn hefur áreitt hana í tæpan áratug. Það tók Ölmu fimm ár að fá lögregluna á Akranesi til að taka mark á henni en enn hefur ekki náð að stöðva manninn. „Ég er svo reið að þetta skuli viðgang- ast,“ sagði Alma meðal annars. Vafasöm heimsfrægð Facebook-síðan 9 to 5 Life deildi myndbandi frá Íslandi þar sem mað- ur sést ganga berserksgang í einni af verslunum Hagkaupa. Búið er að horfa á myndbandið rúmlega sjö milljón sinnum. Leigustríð Lindu Sagt var frá deilum Lindu Pétursdóttur, athafnakonu við fyrrverandi leigjanda sinn. Deilurnar vörðuðu lengd upp- sagnarfrests, ástand húsnæðis og tryggingarfé. Við nánari skoðun DV virtist leigusamningur hafa verið ógild- ur frá upphafi, því Linda er ekki eigandi hússins, heldur barnsfaðir hennar. Flugævintýrið Gulldrengirnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.