Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Blaðsíða 44
44 27. desember 2019FRÉTTIR Atli Eðvaldsson 03.03.1957–02.09.2019 Atli féll frá eftir hetju- lega baráttu við krabbamein, en hann hafði tjáð sig ítarlega um baráttuna við meinið. „Ég sagði við krabba- meinið, við erum hérna tvö. Ef þú ætlar að vinna deyjum við bæði. Við þurfum að reyna að komast að samkomulagi um að finna milliveg, þannig að við höldum okkur báðum á lífi. Það sem líkaminn get- ur búið til getur líkaminn líka tekið til baka,“ sagði hann í viðtali við Bylgjuna í apríl, en Atli fór óhefðbundnar leiðir í leit að lækningu. Atli lék með- al annars með Borussia Dort- mund, Fortuna Düsseldorf og fleiri liðum. Atli var landsliðs- þjálfari frá 1999 til 2003 en hann þjálfaði fjölda liða. Ingveldur Geirsdóttir 19.11.1977–26.04.2019 Ingveldur hóf störf hjá Morgunblaðinu árið 2005 og var blaðamaður fyr- ir Daglegt líf og menningardeild blaðsins áður en hún hóf störf á fréttadeild. Ingveldur fór yfir til Stöðvar 2 áramótin 2013 en flutti sig aftur á Morgunblað- ið undir lok þess árs. Ingveld- ur sat í stjórn Blaðamannafé- lags Íslands, fyrst í varastjórn árin 2014–2015 og síðan í að- alstjórn árin 2015–2019. Eftir að Ingveldur greindist með krabbamein árið 2014 starfaði hún um tíma með samtökun- um Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Fanney Eiríksdóttir 10.03.1987–07.07.2019 Fanney lést á líknardeild Landspítal- ans eftir harða baráttu við leg- hálskrabba- mein. Hún og eftirlifandi eiginmað- ur hennar, Ragnar Snær Njálsson, töluðu opinskátt um sjúkdóminn. Fanney greindist með krabbameinið þegar hún var hálfnuð með meðgöngu annars barns þeirra, Eriks Fjólars. Erik var tekinn með keisaraskurði eftir 29 vikna meðgöngu og þurfti Fanney að undirgangast fjölmargar geisla- og lyfjameðferðir. Birna Sif Bjarnadóttir 02.09.1981–27.06.2019 Birna Sif var skólastjóri Ölduselsskóla og varð bráð- kvödd að heimili sínu, 37 ára að aldri. Hún lét eft- ir sig eigin mann og þrjár dæt- ur. Birna starfaði í áratug sem kennari við Ölduselsskóla. Síðan tók hún við sem deildar- stjóri einn vetur í Flataskóla í Garðabæ, var aðstoðarskóla- stjóri einn vetur í Breiðholts- skóla og loks sneri hún aftur í Ölduselsskóla á síðasta ári sem skólastjóri. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir 08.11.1955–02.04.2019 Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, eða Pála eins og hún var alltaf kölluð, var þroska- þjálfi og brau- tryðjandi í baráttunni gegn kynferð- isofbeldi á Íslandi. Hún lést á sjúkrahúsi í Danmörku eftir erfið veikindi. Pála lauk námi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands árið 1977 og starfaði við sitt fag fram til 1996 er hún flutti búferlum til Danmerkur þar sem hún starfaði lengst af sem þroska- og markþjálfi og með- ferðarráðgjafi. Sigrún Pálína varð á vörum þjóðarinnar er hún steig fram og sakaði Ólaf Skúlason biskup Íslands um kynferðisofbeldi. Ingibjörg Þorbergs 25.10.1927–06.05.2019 Ingibjörg var ástsæl útvarps- kona, lagahöfund- ur og söngkona. Ingibjörg varð fyrst íslenskra kvenna til að syngja eigið lag inn á hljóm- plötu og hún samdi mörg vin- sæl lög og söng fjölda laga inn á hljómplötur. Meðal laga eftir Ingibjörgu eru hinar þekktu Aravísur. Ingibjörg starfaði á Ríkisútvarpinu frá árinu 1952 og stýrði meðal annars hinum vinsæla þætti Óskalög sjúk- linga. Ragnar S. Halldórsson 01.09.1929–07.08.2019 Ragnar lauk M.Sc.-prófi í byggingaverk- fræði frá DTH í Kaupmanna- höfn 1956. Sama ár hóf hann störf hjá Bandaríkjaher á Keflavíkurflugvelli og var yf- irverkfræðingur og síðar fram- kvæmdastjóri verkfræðideildar sjóhersins. Hann varð forstjóri ÍSAL 1969 og gegndi því til 1988. Eftir það gegndi hann stöðu formanns stjórnar ÍSAL. Salvatore Torrini 09.06.1946–18.11.2019 Salvatore, faðir söngkon- unnar Emilíönu Torrini, var frá Napólí í Ítal- íu. Hann kom til landsins fyr- ir tæplega 50 árum. Salvatore rak vinsæla veitingastaðinn Ítalíu í Reykjavík. Birgir Sigurðsson 28.08.1937–09.08.2019 Birgir var afkastamikið skáld og eftir hann liggur fjöldi verka. Þekktasta leikverk Birgis er án vafa Dag- ur vonar sem frumsýnt var árið 1987. Hans fyrsta verk, Pétur og Rúna, vakti einnig mikla athygli og vann 1. verðlaun í samkeppni Leikfélags Reykjavíkur árið 1982. Birgir var gerður að heiðursfélaga Rithöfunda- sambands Íslands í maí 2019. Eftirlifandi eiginkona Birgis er Elsa Vestmann Stefánsdóttir. Hann átti fjögur stjúpbörn og þrjú börn með fyrrverandi eig- inkonu sinni, Jóhönnu Stein- þórsdóttur. Jón Helgason 04.10.1931–02.04.2019 Jón var al- þingismaður Suðurlands á árunum 1974 til 1995 fyrir Fram- sóknarflokk- inn. Hann var landbúnaðar-, dóms- og kirkjumálaráðherra 1983– 1987 og landbúnaðarráð- herra 1987–1988. Eiginkona hans var Guðrún Þorkelsdótt- ir og börn þeirra Björn Sævar Einarsson, fóstursonur, Helga og Bjarni Þorkell. Atli Heimir Sveinsson 21.09.1938–21.04.2019 Atli Heimir var einn af upp- hafsmönnum nú- tímatónlistar á Íslandi. Atli var kjörinn meðlim- ur í Konunglegu sænsku tón- listarakademíunni1993 og var staðartónskáld Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands 2004–2007. Margeir Dire Sigurðarson 12.04.1985–30.03.2019 Margeir lést í Berlín þar sem hann var búsettur. Óhætt er að segja að Mar- geir hafi verið meðal efni- legustu lista- manna Ís- lands. Hann stundaði nám á myndlist- arbraut við Verkmenntaskól- ann á Akureyri, Myndlistar- skólanum á Akureyri, Lahti Institude of Fine arts og Art direction í IED Barcelona. Hann var þekktur fyrir mynd- sköpun í mismunandi miðla svo sem vegglistaverk, striga- málverk, teikningar, vídeó, tónlist, hönnun og listræna stjórnun. Margeir hélt fjölda einkasýninga bæði hér á landi og erlendis. Gabríel Jaelon Skarpaas Culver 17.07.1998–09.11.2019 Gabríel varð nokkuð þekktur sem fyrirsæta en framtíðaráform hans fólust í raf- virkjun. Hann var vinmargur og vinsæll meðal unga fólksins í hinum ýmsu listgreinum á Íslandi. Herdís Tryggvadóttir 29.01.1928–15.08.2019 Herdís átti þátt í stofn- un safnaðar Grænáss á Keflavíkurflug- velli og var þar sóknarnefndar- formaður. Herdís studdi heilsugæsluverkefni á vegum Kristniboðssambands- ins í Afríku, beitti sér inn- an samtakanna Herferð gegn hungri og átti þátt í stofn- un samtaka gegn limlestingu á kynfærum kvenna. Herdís var stofnaðili að friðarsveit- um Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og tók þátt í starfi bænahóps fyrir sjúka í Hall- grímskirkju um langt árabil. Herdís tók virkan þátt í nátt- úruverndarbaráttu. Dagfinnur Stefánsson 22.11.1925–16.06.2019 Dagfinnur var frumkvöð- ull í íslenskri flugsögu og flaug vel yfir 30.000 flug- tíma á ævi sinni. Hann starfaði sem flugstjóri fyrir meðal annars Loftleiðir, síðar Flug- leiðir og Air Bahama og Cargolux, dótturfélag Loftleiða, en Dagfinnur var flugstjóri í fyrstu ferð þess fé- lags. Dagfinnur flaug víða um heim og sinnti sjálfboða- starfi. Dagfinnur sat til dæmis í stjórnum Loftleiða, Flugleiða og Lífeyrissjóðs flugmanna. Dagfinnur var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu þann 17. júní 2014 fyrir brautryðjandastörf á vett- vangi flug- og samgöngumála. Atli Magnússon 26.07.1944–14.06.2019 Atli var mikilvirtur þýðandi. Hann þýddi margar bæk- ur sem teljast til heimsbók- mennta, svo sem bækur eftir Scott Fitzgerald, Josep Conrad, Thomas Hardy, Truman Capote og Johannes V. Jensen. Atli starf- aði lengi við blaðamennsku, fyrst sem prófarkalesari á Þjóðviljanum, síðan á Alþýðu- blaðinu og Tímanum þar sem hann starfaði sem blaðamað- ur. Eftir að Tíminn var lagður niður starfaði hann alfarið við þýðingar. Kristín Sveinbjörnsdóttir 13.10.1933– 09.06.2019 Á árun- um 1963–1982 vann Kristín við þáttagerð hjá Ríkisútvarp- inu og hafði þá meðal annars umsjón með þættinum Óska- lögum sjúklinga í 15 ár. Sá þáttur var lengi við lýði hjá Ríkisútvarpinu og var einn sá vinsælasti. Kristín varð fyrsta konan til að sitja í stjórn Golf- sambands Íslands og gerði það á árunum 1982–1985. Þóra Friðriksdóttir 26.04.1933–12.05.2019 Þóra var ein ástsælasta leik- kona landsins. Hún lærði leik- list í London School of Speech and Drama og lærði einnig í Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins, það- an sem hún útskrifaðist 1955. Hún starfaði við Þjóðleikhús- ið í um hálfa öld og lék yfir 80 hlutverk. Ásamt því að leika í leikhúsinu lék Þóra í ýms- um kvikmyndum, þar á meðal Atómstöðinni og Foxtrot. Eftir- minnilegasta hlutverk hennar hlýtur þó að vera mamman í Sódóma Reykjavík. Jensína Andrésdóttir 10.11.1909–18.04.2019 Jens- ína var elst allra þeirra sem hafa átt heima hér á landi. Hún var í fimmta eða sjötta sæti yfir elstu íbúa á Norð- urlöndum. Nú er því Dóra Ólafsdóttir, búsett í Kópavogi, elsti núlifandi Íslendingurinn en hún varð 107 ára í júlí. Karólína Lárusdóttir 12.03.1944–07.02.2019 Karólína nam myndlist í Englandi, í Sir John Cass Col- lege á árunum 1964 til 1965. Að því loknu stund- aði hún nám við Ruskin School of Fine Art í Oxford. Þaðan útskrifaðist hún árið 1967. Karólína bjó og starfaði í Bretlandi um árabil og var myndlist hennar mótuð af meginstraumum breskrar myndlistarhefðar, en mynd- heimur hennar var íslenskur. Myndefni sitt sótti hún ekki síst í æskuminningar sínar, meðal annars af mannlífinu á Hótel Borg á árum áður og sömuleiðis af farþegum og starfsfólki um borð í MS Gullfossi. Karólína hélt fjölda einkasýninga um heim allan; í Bretlandi, Danmörku, Frakk- landi og Suður-Afríku. Tryggvi Ólafsson 01.06.1940–03.01.2019 Tryggvi var einn af þekktustu listamönn- um þjóðar- innar og vann lengst af að list sinni í Dan- mörku þar sem hann bjó í rúm fjörutíu ár. Hann sýndi víða um heim en þurfti að hætta að mála eftir að hann lenti í alvarlegu slysi árið 2007. Tryggvi var riddari af Dannebrog, handhafi fálka- orðunnar og hlaut verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2018.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.