Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Page 22
22 27. desember 2019ANNÁLL - MAÍ Hatur í Tel Aviv og hákarladráp Einn stærsti viðburður ársins fer fram í maí hvert ár, sjálf Eurovision-keppnin. Að þessu sinni var hún haldin í Tel Aviv í Ísrael og skiptar skoðanir voru um atriði Hatara þar í landi. Voru einhverj- ir sem töldu að Hatari þyrfti að vara sig þar sem þeir breiddu út pólitískan áróður, sem brýtur í bága við reglur keppninnar. Ferð Hatara til Ísr- ael var fróðleg og forvitnileg, svo ekki sé meira sagt, og hafði þjóðin slíka tröllatrú á slagaran- um Hatrið mun sigra að fjölmargir voru fullvissir um að Íslandi myndi sigra. Hatari komst upp úr undanriðlinum en bar ekki sigur úr býtum, held- ur Hollendingurinn Duncan Laurence. Sjaldan hefur verið jafn mikið fjölmiðlafár í kringum Eurovision-atriði frá Íslandi eins og Hatara og skilar það sér í metfjölda innsendra laga í Söngvakeppnina 2020. Myndband af tveimur sjó- mönnum Bíldseyjar SH 65 fór eins og eldur í sinu um internetið í lok maí. Vakti það mikinn óhug. Sjómennirn- ir Halldór Gústaf Guðmunds- son og Gunnar Þór Óðinsson pyntuðu Grænlandshákarl til dauða og deildu mynd- bandi af verknaðinum á Face- book. Þeir skáru sporðinn af skepnunni og hlógu sig mátt- lausa. Stuttu eftir að mynd- bandið leitaði í fréttir voru sjómennirnir reknir. Þriðji skipverjinn, Árni Valgarð Stefánsson, sem virðist yfir- leitt kallaður Árni Biddu, var einnig rekinn þótt hann kæmi ekki fyrir í myndbandinu. Ein spaugilegasta frétt maí snerist um forláta gólfmottur í IKEA, mottur sem komu í tak- mörkuðu upplagi. Motturnar voru hluti af línunni IKEA Art Event, allar ólíkar og hannað- ar af heimsþekktum hönnuðum. Þar á meðal voru Off-White mottur úr smiðju Virgils Aboh, listræns stjórnanda Louis Vuitton. Viðskipta- vinir, sem mættu fyrir opnun IKEA þann dag sem motturnar fóru í sölu, voru ekki sáttir. Sex Off-White mottur voru auglýstar til sölu en þegar viðskiptavinur númer tvö í röðinni ætl- aði að næla sér í eina voru þær uppseldar. Kom í ljós að starfsmenn höfðu keypt hinar fimm motturnar og ekki farið að reglum. Málið end- aði vel þar sem tveir starfsmenn skiluðu mott- um sínum til að gleðja mottuóða neytendur. Landsréttur mild- aði dóm Héraðsdóm Reykjaness yfir Þor- steini Halldórssyni niður í fimm og hálft ár en héraðsdómur dæmdi hann í sjö ára fangelsi. Ástæðan var sú að Landsréttur taldi aðeins búið að sanna eina nauðgun af þeim þremur sem hann var dæmd- ur fyrir. Þorsteinn var sakaður um að hafa borið fíkniefni í átján ára pilt með þeim afleiðingum að hann var nánast meðvitundarlaus í viku. Þorsteinn braut ítrekað á piltinum í um tvö ár og hófust brot þegar drengur- inn var fimmtán ára. Um miðbik maí fréttist af því að Félag íslenskra leikara, FÍL, hefði sent Þjóðleikhúsráði og mennta- og menningarmálaráðherra, form- lega kvörtun vegan hegðunar Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra. Sagði Birna Hafstein, formað- ur FÍL, að málið snerist um ósæmilega hegðun Ara gagnvart listamönnum. Ari sakaði Birnu um að vinna gegn hagsmunum Þjóðleikhússins með ómaklegum hætti. Leiklistarheimurinn log- aði í kjölfar deilnanna. Í byrjun sumars sagði leiklistar ráð af sér svo að ekki yrði hætta á að ráðning nýs þjóðleikhússtjóra yrði undirorpin vafa um hæfi ráðsmanna. Ari hætti sem þjóð- leikhússtjóri og Magnús Geir Þórðarson, fyrrver- andi útvarpsstjóri, hreppti þann stól fyrir ekki svo löngu. Í maí var líka byrjað að fabúlera um að Bjarni Bene- diktsson væri á leið út úr stjórnmálum. Hann situr enn sem fastast í fjár- málaráðu- neytinu en sögusagn- irnar verða sífellt há- værari. Viðtal New York Times við tónlistarkonuna Björk kom landsmönnum á óvart en í því afhjúpaði hún að hún hefði ekki þénað krónu síðustu tvo áratugina. „Ég á nokkur hús og bústað uppi í fjöllum. Ég hef það allt í lagi. En ég hef sennilega ekki þénað krónu síðustu, ég veit ekki, tutt- ugu ár. Það fer allt aftur í vinnuna mína og mér líkar það.“ Leikkonan og aktífistinn Pamela Anderson og Krist- inn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, voru fyrstu gestirnir til að heimsækja blaðamanninn Julian Assange í fangelsið í Bel- marsh í London síðan hann var handtekinn þann 11. apr- íl og dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrir að svíkjast und- an tryggingu. Bæði Pamela og Kristinn hafa verið ötul- ir stuðningsmenn Assange og gagnrýndu handtökuna harðlega. Mottumanía í IKEA n Sögusagnir um Bjarna Ben n Leiklistarheimurinn logar Pynting á sjó Logandi leiklistarheimur Hatarahiti Barnaníðingur slapp billega Should I stay or should I go? Óvænt par Á flæðiskeri Barist um mottu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.