Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Side 16
16 FÓKUS - VIÐTAL 1. nóvember 2019 R úmur áratugur er síðan Steinar Smári Guðbergs- son hóf formlega störf sem meindýraeyðir, en hann hafði fram að því fengist við mörg mismunandi störf sem áttu það sameiginlegt að reynast hjálp- leg fólki í mismunandi aðstæð- um. Hann byrjaði sem rafvirki, en kláraði ekki það nám að fullu því hann fór á sjóinn og kallar sig í dag hálfvirkja. Hann ól lengi þann draum í brjósti að verða flugmað- ur en vegna takmarkaðrar heyrn- ar gekk sá draumur ekki eftir. „Ég er alinn upp í sveit og hata köngulær, þannig byrjaði þetta eiginlega,“ segir Steinar Smári þegar talið berst að því hvernig hann hafi gerst meindýraeyðir. „Ég var alltaf að reyna að finna leiðir til að útrýma köngulóm úr lífi mínu. Algengt er að segja þær dragi frá flugur en það er bull og vitleysa. Tegundirnar af flugum eru fjöldamargar og aðeins örfáar sem rata í vefinn. Eitrið sem er notað til að drepa köngulærnar drepur sömuleiðis flugurnar svo allir græða.“ Einn af fáum sem fá að skjóta Á þeim tíma sem Steinar Smári ákvað að snúa sér að starfsgrein- inni var lítil sem engin fræðsla í boði, í dag er hún ögn meiri en er engu að síður mjög svo ábótavant. „Ég get fullyrt að ég sé orðinn hálfgerður líffræðingur eftir að ég hellti mér út í þetta. Áður voru þetta tveir dagar og snerust að mestu um að kenna manni að Íris Hauksdóttir iris@dv.is Steinar Smári fær um sextíu símtöl á dag - Mikill músagangur á þessum árstíma - Stærstu rotturnar um 40 sentimetrar „Miðborgin er morandi í rottum“ Dagur í lífi meindýraeyðis: M Y N D IR : EY Þ Ó R Á R N A S O N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.