Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Page 64
1. nóvember 2019 44. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Gjaldþrot í öðru veldi !? DOMINOS.IS | DOMINO’S APP | 58 12345 Víðishöllin aftur á sölu R úmlega 250 metra einbýlishús við Valhúsabraut 16 á Sel­ tjarnarnesi er komið á sölu og ásett verð 159 milljónir króna. Samkvæmt Þjóðskrá eru hjónin Ei­ ríkur Sigurðsson og Helga Gísladótt­ ir búsett á Valhúsabraut, en þau eru oft kennd við verslanirnar Víðir. Öll­ um verslunum Víðis var lokað fyrir­ varalaus í fyrra og félagið er gjald­ þrota. Kom það starfsmönnum í opna skjöldu og sagt frá því í öllum helstu fréttamiðlum að starfsmenn hefðu fengið lítinn sem engan fyrirvara á endanlegri lokun Víðisverslana. Húsið við Valhúsabraut 16 er ekki skráð á þau Eirík og Helgu held­ ur á fyrirtækið Big Box ehf., en eig­ andi þess er sonur hjónanna, Sig­ urður Gísli Eiríksson. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem húsið fer á sölu, en Smartland sagði frá fyrirhugaðri sölu á húsinu í júlí síðastliðnum. Þá var húsið kallað Víðishöllin. Í þeirri frétt var einnig minnst á sölu Helgu á Hrólfsskálavör 2 sem hún seldi árið 2013. Það hús komst síðan í fréttir fyrir stuttu þegar núver­ andi eigandi þess, Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, setti það á sölu á einkavefsíðu, en það er talið eitt verðmætasta hús landsins. n Glæsilegt hús Einbýlishúsið er á Seltjarnarnesi.Heimsveldið gjaldþrota F yrirtækið Heimsveldið ehf. er gjaldþrota og er skiptum lokið. Sam­ kvæmt Lögbirtingablað­ inu voru lýstar kröfur í þrota­ búið rétt rúmlega 2,7 milljónir. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum lokið 10. október síðastliðinn. Heimsveldið sá um framleiðslu á kvikmynd­ um, myndböndum og sjón­ varpsefni og var eigandi þess Hugi Halldórsson. Hugi er vel þekktur í íslensku þjóðlífi og rak til að mynda framleiðslu­ fyrirtækið Stórveldið sem lagði upp laupana árið 2016 eftir öran vöxt. Hugi vakti fyrst athygli lands­ manna sem Ofur­Hugi í skemmti­ þáttunum 70 mín­ útur á Popptíví. MYND: SKJÁSKOT / VB.IS Elísabet leikur sér að eldinum N ý kvikmynd er væntan­ leg þar sem Elísa bet Ronaldsdóttir, einn eftirsóttasti klipp­ ari landsins, leikur listir sín­ ar. Kvikmyndin sem um ræð­ ir heitir Playing with Fire og segir frá slökkviliðsmönnum sem reyna að koma böndum á þrjá óþekka krakka. Með helstu hlutverk fara þeir John Cena, Keegan­Michael Key og John Leguizamo. Elísabet hef­ ur gert garðinn frægan upp á síðkastið með stórvinsæl­ um kvikmyndum á borð við John Wick, Atomic Blonde og Deadpool 2. Elísabet hefur þó ekki eingöngu haldið sig við erlend verkefni á síðustu misserum og klippti einnig ís­ lensku kvikmyndirnar Svanur­ inn og Vargur. Playing with Fire verður frumsýnd á Íslandi í byrjun árs 2020.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.