Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 64
1. nóvember 2019 44. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Gjaldþrot í öðru veldi !? DOMINOS.IS | DOMINO’S APP | 58 12345 Víðishöllin aftur á sölu R úmlega 250 metra einbýlishús við Valhúsabraut 16 á Sel­ tjarnarnesi er komið á sölu og ásett verð 159 milljónir króna. Samkvæmt Þjóðskrá eru hjónin Ei­ ríkur Sigurðsson og Helga Gísladótt­ ir búsett á Valhúsabraut, en þau eru oft kennd við verslanirnar Víðir. Öll­ um verslunum Víðis var lokað fyrir­ varalaus í fyrra og félagið er gjald­ þrota. Kom það starfsmönnum í opna skjöldu og sagt frá því í öllum helstu fréttamiðlum að starfsmenn hefðu fengið lítinn sem engan fyrirvara á endanlegri lokun Víðisverslana. Húsið við Valhúsabraut 16 er ekki skráð á þau Eirík og Helgu held­ ur á fyrirtækið Big Box ehf., en eig­ andi þess er sonur hjónanna, Sig­ urður Gísli Eiríksson. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem húsið fer á sölu, en Smartland sagði frá fyrirhugaðri sölu á húsinu í júlí síðastliðnum. Þá var húsið kallað Víðishöllin. Í þeirri frétt var einnig minnst á sölu Helgu á Hrólfsskálavör 2 sem hún seldi árið 2013. Það hús komst síðan í fréttir fyrir stuttu þegar núver­ andi eigandi þess, Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, setti það á sölu á einkavefsíðu, en það er talið eitt verðmætasta hús landsins. n Glæsilegt hús Einbýlishúsið er á Seltjarnarnesi.Heimsveldið gjaldþrota F yrirtækið Heimsveldið ehf. er gjaldþrota og er skiptum lokið. Sam­ kvæmt Lögbirtingablað­ inu voru lýstar kröfur í þrota­ búið rétt rúmlega 2,7 milljónir. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum lokið 10. október síðastliðinn. Heimsveldið sá um framleiðslu á kvikmynd­ um, myndböndum og sjón­ varpsefni og var eigandi þess Hugi Halldórsson. Hugi er vel þekktur í íslensku þjóðlífi og rak til að mynda framleiðslu­ fyrirtækið Stórveldið sem lagði upp laupana árið 2016 eftir öran vöxt. Hugi vakti fyrst athygli lands­ manna sem Ofur­Hugi í skemmti­ þáttunum 70 mín­ útur á Popptíví. MYND: SKJÁSKOT / VB.IS Elísabet leikur sér að eldinum N ý kvikmynd er væntan­ leg þar sem Elísa bet Ronaldsdóttir, einn eftirsóttasti klipp­ ari landsins, leikur listir sín­ ar. Kvikmyndin sem um ræð­ ir heitir Playing with Fire og segir frá slökkviliðsmönnum sem reyna að koma böndum á þrjá óþekka krakka. Með helstu hlutverk fara þeir John Cena, Keegan­Michael Key og John Leguizamo. Elísabet hef­ ur gert garðinn frægan upp á síðkastið með stórvinsæl­ um kvikmyndum á borð við John Wick, Atomic Blonde og Deadpool 2. Elísabet hefur þó ekki eingöngu haldið sig við erlend verkefni á síðustu misserum og klippti einnig ís­ lensku kvikmyndirnar Svanur­ inn og Vargur. Playing with Fire verður frumsýnd á Íslandi í byrjun árs 2020.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.