Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Qupperneq 4
4 8. nóvemberFRÉTTIR Ein af vinsælustu fréttunum á DV í vikunni fjallaði um unga konu á samfélagsmiðli sem var kölluð hóra. Svarthöfði hefur tekið eftir þessari ungu konu áður, en hún virðist ætla að meika það á kynþokka. Eins og svo margir forfeður hennar. Það hefur eitt angrað Svarthöfða í röksemdarfærslu ungu konunnar. Hún segir að nekt sé tabú og vill berjast gegn ritskoðun samfélagsmiðla á kvenlíkamanum og væntanlega gera nekt þá bara að eðlilegasta hlut í heimi. Þessi röksemdarfærsla veldur Svarthöfða eilitlum áhyggjum. Svarthöfði veltir nefnilega fyrir sér hvenær í ósköpunum nekt varð tabú á Íslandi. Í langan tíma, langt áður en unga konan tók sinn fyrsta andardrátt utan móðurkviðar, hefur varla verið hægt að horfa á íslenskt sjónvarpsefni eða kvikmyndir án þess að einhver sé nakinn. Og oft eru margir naktir. Mannslíkamar í öllum stærðum og gerðum, ófilteraðir og stundum yfirlýstir. Íslendingar sturta sig líka naktir áður en þeir fara í sund. Sturta sig eftir líkamsrækt. Við ölumst upp við að vera nakin með öðrum af sama kyni, sjá fjölbreytileikann í líkamsgerðum og kippa okkur ekkert sérstaklega upp við það. Nú hefur greinilega orðið breyting á. Unga kynslóðin lítur á nekt sem tabú, keppist um að selja kynþokka sinn og er hugsanlega minna í því að sturta sig á almannafæri svo glansmyndin á samfélagsmiðlum brotni ekki í þúsund mola. Svarthöfa finnst þetta mikið áhyggjuefni. Þróun sem þarf að snúa við. Hvenær varð allt svona brenglað? n Brengluð nekt Það er staðreynd að… Að kyssa einhvern í eina mínútu brennir um tveimur kaloríum. Þeir sem dreymir oftar eru sagðir vera með hærri greindarvísitölu. Humar er með blátt blóð. Atlantshafslaxinn getur stokkið allt að 4,6 metra í loft upp. Engin skálduð persóna hefur fengið jafn mörg aðdáendabréf og Mikki mús. Hver er hann n Hann er fæddur 1976 og ólst upp í Hnífsdal. n Hann er menntaður í íslensku frá Háskóla Íslands. n Hann hefur unnið efni fyrir útvarp, gert lög fyrir kvikmyndir og er þekktastur fyrir textagerð sína. n Hann samdi lagið „Nostalgískur, panelklæddur bústaðaópus“ SVAR: BRAGI VALDIMAR SKÚLASON n Óhugnanleg reynsla í pólskum strandbæ n Hvetur fólk til að vera á varðbergi og passa hvað annað Þ etta hafði gríðarleg áhrif á sálina. Miklu meiri en mig hefði órað fyrir,“ seg- ir íslensk kona á fimm- tugsaldri sem byrluð var ólyfjan á kokteilbar í Póllandi í síðasta mánuði. Hún lýsir eftirköstunum sem hrikalegum. Hún hvetur fólk til að vera á varðbergi á ferðalög- um og passa upp á hvað annað. Um miðjan síðasta mánuð fór Gunnþóra Kristín Ingvadóttir í ferðalag til Póllands ásamt for- eldrum sínum og tveimur systr- um ásamt mökum þeirra systra, en tilefnið var sjötugsafmæli móður Gunnþóru. Hópurinn dvaldi í strand- bænum Sopot sem er í rúmlega 20 mínútna akstursfjarlægð frá Gdansk. Að kvöldi 14. október fóru Gunnþóra og eiginmaður hennar ásamt systur hennar og mági á kokteilbar í bænum. „Ef keypt var á barnum fóru mennirnir okkar og við sátum við borðið. Það var fátt fólk á staðn- um, örugglega af því að þetta var mánudagskvöld. Síðan fóru þeir út af barnum og tóku smá göngu. Á meðan fór ég og keypti hvorn sinn „mojito“ fyrir okkur systurn- ar. Ég man eftir að hafa sest nið- ur með drykkina og horft á menn- ina okkar úti um gluggann,“ segir Gunnþóra en hún man ekk- ert hvað gerðist eftir það. „Síð- an vaknaði ég bara uppi á hótel- herbergi sirka 12 tímum síðar og mundi ekkert.“ Gunnþóra segir að eiginmað- ur hennar og mágur hafi komið til baka á barinn eftir að hafa ver- ið rúmlega 15 mínútur í burtu og fóru þeir með þær systur á hótelið þar sem hópurinn gisti. „Þeir héldu hreinlega að við hefðum misst okkur í „skotum“ á meðan þeir voru í burtu. En svo var hreint ekki. Ég keypti hvorn sinn drykkinn fyrir okkur og ekki neitt meira. Dóttir mín hringdi í mig um kvöldið og ég man ekk- ert eftir því að hafa talað við hana. Hún þurfti að sýna mér það á sím- anum sínum svo að ég tryði því.“ Gunnþóra telur enga aðra skýringu á þessu en að barþjónn- inn sem afgreiddi þær stöllur hafi laumað einhverju í glösin enda hafi hann verið var sá eini fyr- ir utan þær sjálfar sem komst í snertingu við drykkina. Húðin grá og augun tóm Hún segist hafa þurft að glíma við eftirköst af þessu í marga daga á eftir. Nú, þremur vikum síðar, er hún loksins farin að líkjast sjálfri sér aftur. „Ég er búin að vera ónýt, ekkert þrek eða jafnvægi. Lítil lyst, mikil ógleði og massífar blóðnasir. Ég svaf mjög mikið en samt mjög illa, dreymdi ógeðslega drauma og hvíldist því lítið. Húðin var grá, augun tóm og lítið minni, ég man hreinlega ekki neitt. Mér er búið að líða vægast sagt ömurlega, bæði líkamlega og andlega.“ Hún bætir við að þetta óhugn- anlega atvik hafi vakið hjá henni hræðslu sem hún sá ekki fyrir. „Maður hefur alltaf hugsað; passa drykkinn sinn og að enginn komist í hann. Mig óraði ekki fyr- ir því að maður gæti fengið svona óþverra með einhverju sem mað- ur kaupir.“ Hún hyggst þó ekki láta þetta atvik koma í veg fyrir að hún heimsæki Pólland aftur. „Ég var að fara í fjórða skiptið til Póllands og á pottþétt eftir að fara aftur þangað, enda gæti bar- þjónninn alveg eins hafa verið sænskur eða breskur. Ég fer bara aldrei á þennan bar aftur.“ Hún tekur undir að lyfjabyrlun sé algengari en fólk grunar, bæði hér heima og erlendis. „„Fíflin“ eru alls staðar og því miður einskorðast það ekki við eitt land. Þetta hefði alveg eins getað verið miðborg Reykjavík- ur.“ n Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Gunnþóru var byrluð ólyfjan í Póllandi „Mig óraði ekki fyrir því að maður gæti fengið svona óþverra með einhverju sem maður kaupir,“ segir Gunnþóra í samtali við DV Sopot í Póllandi. Ljósmynd/Wikipedia Svarthöfði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.