Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Síða 31
Íslenskar netverslanir08. nóvember 2019 KYNNINGARBLAÐ Vinnur með þjóðararfinn og íslenska náttúru í fallegri hönnunarlínu Krums Krums er án efa með skemmtilegri hönnunarmerkjum sem finnast á Íslandi í dag. Grafíski hönnuðurinn Hrafnhildur hannar undir Krums-merkinu ýmsar fallegar gersemar með innblæstri úr íslenskri náttúru og þjóðararfinum sem gaman er að skreyta heimilið með og gefa ástvinum í jólagjöf. „Nafnið Krums er komið af nafninu Hrafnhildur, en ég er skírð eftir ömmu minni, sem var alltaf kölluð Krumma. Sjálf er ég líka stundum kölluð Krumma litla. Krums fannst mér skemmtileg tenging í Krummu- nafnið og virkaði líka á alþjóðavísu. Ég lærði að meta handverkið í gegnum ömmu Krummu en hún var alltaf með eitthvert handverk í vinnslu. Það er mikið til af fallegu handverki eftir hana og eru verk hennar mér mikill innblástur í eigin hönnun. Þá fæ ég líka hugmyndir einfaldlega út frá því hvað mig vantar og hvað mig langar í. Það virðist vera nokkuð góður mælikvarði á það hvað aðrir eru hrifnir af. Ég er með góða aðstöðu til þess að framleiða nýjar vörur og reyni ég alltaf að gera eins mikið frá grunni og ég get. Þá hef ég meðal annars prentað mitt eigið mynstur á efni til þess að sauma handtöskur o.fl.“ Sérpantanir velkomnar Hrafnhildur tekur að sér að framleiða, prenta og skera út vörur fyrir viðskiptavini. „Þá sker ég út fallega kökutoppa með skilaboðum og nöfnum fyrir hin ýmsu tilefni. Svo prenta ég líka á tau, keramikplatta, álskilti og mdf-plötur fyrir fólk. Það má endilega hafa samband við mig í gegnum tölvupóst krumshonnun@ gmail.com eða í síma 842-1307.“ Hönnunarvara á íslensku fyrir Íslendinga Vörurnar frá Krums eru fjölbreyttar og eiga það allar sameiginlegt að vera sprottnar úr hugskoti Hrafnhildar. „Ég byrjaði að hanna undir Krums- merkinu fyrir átta árum þegar ég var að klára nám í grafískri hönnun í Danmörku. Mig langaði að nýta íslenska þjóðararfinn og inniheldur merkið því strandlínur Íslands. Þá er allur texti sem prýða vörurnar á íslensku. Það er mikið framboð af vörum sem nýta enska tungu í hönnun sína, en mig langaði að bjóða upp á mótframlag af hönnunarvöru á íslensku og fyrir Íslendinga.“ Hrafnhildur hefur nú búið á Íslandi í fimm ár og heldur ótrauð áfram að hanna nýjar og fallegar vörur undir Krums-merkinu. Þá prentar Hrafnhildur eigin hönnun á fallega dúka, löbera og viskastykki úr hágæða höri frá Litháen. Drottinn blessi heimilið Í hönnun sinni setur Hrafnhildur gömlu útsaums- og prjónamynstrin í nýtt samhengi. „Ég vil gera mynstrin aðgengilegri og nota þau í öðruvísi útgáfum. Þá hef t.d. prentað gömlu mynstrin á boli, púða, löbera og fleira.“ Nýju keramikplattarnir frá Krums með áletruninni „Drottinn blessi heimilið“ er ný hönnun frá Krums og gott dæmi um þetta. „Áletrunina þekkja margir í sjón enda klassískt útsaumsmynstur. Áletrunin er prentuð með nútímatækni á keramikplattann sem er svo hengdur upp á vegg.“ Laserskorið jólaskraut Hönnunarbækistöðvar Krums er að finna í bílskúrnum heima hjá Hrafnhildi í Grundarfirði á Snæfellsnesi. Þar hannar hún og framleiðir allar sínar vörur og notar til þess forláta stórprentvél og önnur tæki og tól. „Ég er eiginlega búin að sprengja utan af mér húsnæðið enda sífellt meira að gera hjá mér. Nýlega fjárfesti ég í laserskurðartæki og hef verið að hanna jólaskraut úr plexígleri. Þá sker ég út hátíðarkransa, servíettuhringi, jólakúlur, lítil standjólatré og ýmislegt fleira. Ég er mjög spennt fyrir þessari viðbót í tækjalagerinn enda gefur skurðarvélin mér nýja möguleika og frelsi í notkun á efnivið og fleiru.“ Jólamarkaður í Víkingsheimilinu Helgina 9.–10. nóvember mun Hrafnhildur selja Krums-vörurnar á Jóla Pop-up markaðinum í Víkingsheimilinu. „Þar ætla ég að vera með nýjustu vörurnar mínar til sölu, svo sem laserskorna jólaskrautið, Drottinn blessi heimilið-keramikplattana, Vikuplan og skipulagsplan með segli fyrir ísskápa, kökutoppana og margt fleira.“ Það er um að gera að kíkja við um helgina og kynna sér betur þessar skemmtilegu hönnunarvörur frá Krums. Vörurnar frá Krums fást á vef– versluninni krums.is þar sem finna má fullt af skemmtilegum jólagjafa– hugmyndum fyrir heimilið og fleira. Verkstæði Krums er á Eyrarvegi 20, 350 Grundarfirði. Sími: 842-1307 Netfang: krumshonnun@gmail.com Fylgstu með á facebook: Krums Skemmtilegar hugmyndir fyrir aðventukransa. Keramikbretti með mynd af Íslandi. Fallegir hitaplattar með Íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.