Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Page 40
40 PRESSAN 8. nóvember
Þ
að hefur löngum vakið
undrun margra af hverju
lítill hluti fólks kýs að trúa
einhverju sem ítarleg og
margvísleg gögn sýna að ekki er
rétt. Það virðist einfaldlega sem
þetta fólki hafi engan áhuga á
staðreyndum eða sönnunum,
enda stendur það fast við sitt.
Þetta á við um marga þá sem að-
hyllast samsæriskenningar af ein-
hverju tagi, þeir virðast hafa bitið
í sig að ekkert annað geti verið rétt
og skipta þá staðreyndir og jafn-
vel vísindaleg gögn engu máli. En
samsæriskenningar af ýmsu tagi
lifa góðu lífi og ekkert virðist bíta
á trú margra á þeim. Hér ætlum
við að nefna til sögunnar nokkrar
af undarlegustu samsæriskenn-
ingum síðari tíma en samantekt-
in er auðvitað engan veginn tæm-
andi því af nógu er að taka.
Paul McCartney er dáinn
Þessi kenning snýst um að Paul
McCartney hafi í raun látist 1966
en andláti hans hafi verið haldið
leyndu því þá voru Bítlarnir á há-
tindi frægðarinnar og máttu ekki
við því að missa McCartney. Þeir
eru því sagðir hafa ráðið tvífara
hans til að taka stöðu hans og svo
heppilega vildi til að tvífarinn gat
einnig sungið svo hann passaði
fullkomlega í hlutverkið. Þessu
til sönnunar er bent á að hljóm-
plötur frá síðari tíma Bítlanna vísi
til þessa. Þar hefur til dæmis ver-
ið nefnt að The Sgt. Pepper‘s Lon-
ely Hearts Club Band-hljómplat-
an fjalli um dauða McCartney, að
minnsta kosti að hluta. Í laginu
A Day in the Life segir til dæm-
is á einum stað: „He blew his
mind out in a car“. Einnig megi
heyra sagt: „Paul is dead, miss
him, miss him“ sem er þó aðeins
hægt að heyra ef lagið er leikið
afturábak. Lennon umlar einnig
„I buried Paul“ í lok „Strawberry
Fields Forever“, en hann neit-
aði því síðar að einhver dulin
meining væri í þessu og sagði að
það sem hann hafi sungið væri:
„cranberry sauce“. Einnig hefur
myndin á umslagi Abbey Road-
-plötunnar verið nefnd þessari
kenningu til stuðnings. Það er
sú fræga mynd þar sem John
Lennon, hvítklæddur, er í farar-
broddi fyrir „líkfylgd“ sem er að
fara yfir götu. Ringo Starr kemur
næstur og er hann svartklæddur
eins og sá sem syrgir en George
Harrison, sem er síðastur, er í
gallabuxum er hann sagður tákna
þann sem tók gröf McCartney. Á
undan honum er McCartney sem
gengur ekki í takt við hina og er
berfættur sem er að mati sönnun
sumra fyrir að þarna sé um stað-
gengil hans að ræða þar sem hinn
raunverulegi McCartney hafi ver-
ið látinn og skóleysið sanni það
því látnir þurfi enga skó þegar
þeir komi á áfangastað sinn.
Elvis er enn á lífi
Konungur rokksins, Elvis Presley,
lést 16. ágúst 1977, eða hvað? Ef
samsæriskenningar eru réttar þá
dó hann ekki þá. Hann er sagð-
ur hafa sviðsett eiginn dauða og
hann starfi nú sem verkamaður
í Graceland. Til að styðja þessa
kenningu hefur meðal annars
verið birt óskýrt myndband á
YouTube af einstaklingi sem
nefnir sig „The Shadow“. Í mynd-
bandinu sést skeggjaður mað-
ur sem „The Shadow“ segir að
sé Elvis 81 árs að aldri. Ekki eru
allir sáttir við kenningar um að
Elvis sé á lífi og vilja að hann fái
„að hvíla í friði“ en samt sem áður
er ósennilegt að trú á samsær-
iskenningar um að hann sé enn
á lífi lognist út af á næstunni. En
Elvis er orðinn 84 ára ef svo ólík-
lega vill til að hann sé enn á lífi.
CIA og AIDS
Allt frá því að fyrst var staðfest
að veira, sem var nefnd HIV og
orsakaði AIDS, væri til í Banda-
ríkjunum 1981 hafa verið uppi
samsæriskenningar um upp-
runa hennar og ástæður fyrir því
að hún varð til. Ein þeirra ótrú-
legustu, sem nýtur mikillar hylli,
gengur út á að bandaríska leyni-
þjónustan CIA hafi búið hana
til samkvæmt fyrirmælum Ric-
hards Nixon Bandaríkjaforseta.
Tilgangurinn með veirunni hafi
verið að eyða samkynhneigðum
og svörtu fólki af yfirborði jarðar-
innar. Þekkt fólk hefur látið hafa
eftir sér að það telji þessa kenn-
ingu rétta. Þar má til dæmis nefna
Thabo Mbeki, fyrrverandi for-
seta Suður-Afríku, sem hampaði
kenningunni eitt sinn og sagði
hana „draga í efa vísindalegar
staðhæfingar um að veiran væri
upprunnin í Afríku“. Hann sakaði
Bandaríkjastjórn um að hafa búið
hana til í tilraunastofum hersins.
Vistfræðingurinn og Nóbelsverð-
launahafinn Wangari Maathahai
studdi einnig þessa kenningu.
Gögn liggja fyrir um að þessi
tenging CIA við veiruna hafi ver-
ið runnin undan rifjum sovésku
leyniþjónustunnar KGB og hafi
verið hluti af áætlun um að draga
úr trúverðugleika Bandaríkjanna
á alþjóðavettvangi. Aðgerð KGB
gekk undir heitinu „Aðgerð sýk-
ing“. Allan níunda áratuginn birtu
Sovétmenn bréf frá „nafnlausum
bandarískum heimildarmönn-
um“ sem staðhæfðu að veiran
væri afleiðing tilraunar á vegum
CIA sem hefði farið úrskeiðis.
Þessi kenning náði góðri fótfestu
og lifir góðu lífi enn þann dag í
dag þrátt fyrir að flestir vísinda-
menn og læknar séu sammála
um að veiran hafi borist í menn
úr öpum í Kongó á fjórða áratug
síðustu aldar.
Lyfjafyrirtækin leyna því að
lækning sé til við krabbameini
Langlíf samsæriskenning geng-
ur út á að læknar og vísinda-
menn með stór lyfjafyrirtæki í
fararbroddi hafi fyrir löngu fund-
ið lækningu við krabbameini en
hafi haldi henni leyndri fyrir al-
menningi. Rökin á bak við þessa
kenningu eru að svo miklir pen-
ingar séu í spilinu í tengslum við
krabbameinsmeðferðir um allan
heim að fyrirtækin vilji ekki fórna
þeim. Ef lækningin væri kynnt til
Nokkrar af undarlegustu samsæriskenningum síðari tíma – fyrri hluti
n Leyniþjónustan bjó til AIDS n Eðluelítan og dauðdagi Pauls McCartney
Kristján Kristjánsson
ritstjorn@dv.is
Langlíf samsæriskenning
Margir halda því fram að Elvis lifi.
Karl Bretaprins Hvar eru vampírutennurnar?