Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Page 41
PRESSAN 418. nóvember sögunnar myndi það draga mjög úr tekjum þeirra og þess utan myndu margir læknar og vísinda­ menn standa uppi verkefnalausir. Það er auðvitað ljóst að stóru lyfja­ fyrirtækin eiga ekki upp á pall­ borðið hjá mörgum en engin gögn hafa komið fram sem styðja þessa samsæriskenningu og ólíklegt verður að teljast að hægt væri að halda tímamótauppgötvun sem þessari leyndri því þúsundir ef ekki milljónir manna yrðu að taka þátt í að leyna henni. Þá má einnig hugleiða að það er eiginlega meira vit í því að selja lækninguna við krabbameini en leyna henni því það myndi eflaust gefa meira í aðra hönd en það sem fæst með núverandi meðferð við krabba­ meini. Í umfjöllun Forbes um málið er einnig bent á þá athyglis­ verðu staðreynd að vísindamenn séu manneskjur og að manneskj­ ur geti ekki þagað yfir leyndarmál­ um og því væri ekki hægt að leyna uppgötvun á borð við þessa, ekki einu sinni í einn mánuð. Geimverur í Stonehenge Steinarnir í Stonehenge og upp­ röðun þeirra hefur löngum heill­ að fólk og valdið heilabrotum. Þeir hafa að vonum verið gjöf­ ul uppspretta samsæriskenn­ inga. Ein áleitnasta spurningin í tengslum við þá er hvernig þeir, sumir allt að 50 tonn, voru flutt­ ir til Stonehenge og raðað upp á þann hátt sem þeir standa enn þann dag í dag. Hjólið var ekki fundið upp fyrr en um fimm öld­ um eftir að talið er að Stonehenge hafi verið komið upp og því eru engin augljós svör við hvern­ ig þessir stóru og þungu steinar voru fluttir. Margt af því sem vís­ indamenn vita um Stonehenge er byggt á upplýstum ágiskunum og rannsóknum sem eru sífellt í þróun. Niðurstöður einnar þeirr­ ar nýjustu eru að steinarnir hafi alltaf, að meira eða minna leyti, verið þar sem þeir eru í dag. En ef vísindamenn lesa bækur á borð við „Chariots of the Gods?“ eft­ ir Erich von Däniken þá komast þeir í kynni við kenningar um að margar fornar minjar á borð við Stonehenge, höfuðin á Páskeyju og pýramídana í Egyptalandi hafi verið byggðar með tækni og kunnáttu sem geimverur, sem líktust guðum, létu mannkyn­ inu í té. En af hverju geimverurn­ ar létu mannkyninu í té upplýs­ ingar um hvernig átti að reisa steinana í Stonehenge en ekki upplýsingar um hjólið og gagn­ semi þess er hins vegar stóra spurningin sem enn hefur ekki verið svarað af samsæriskenn­ ingasmiðum. Eðluelítan „Eðlukenningin“ gengur út á að eðlur, sem eru í mannslíki, lifi meðal okkar og hafi það að markmiði að hneppa okkur í ánauð og gera okkur að þrælum. Því hefur verið haldið fram að bandaríski skemmtikrafturinn Bob Hope, breska konungsfjöl­ skyldan og George W. Bush og Bill Clinton, fyrrverandi Banda­ ríkjaforsetar, tilheyri eðlufólk­ inu. Það er sagt vera af ættflokki Anunnaki sem hafi komið til jarðarinnar í leit að verðmætum. Karl Bretaprins er vampíra Til eru samsæriskenningar sem ganga út á að Karl Bretaprins sé vampíra. Ekki kemur fram hvernig það fer saman við að tilheyra eðlufólkinu sem hann hlýtur að gera ef samsæriskenn­ ingin, sem var nefnd til sögunnar hér á undan, á við rök að styðjast. En hvað um það. Kenningin um vampírutengsl Karls á að vissu leyti sögulegar rætur og byggir á smávegis staðreyndum. Talið er að Karl sé afkomandi Vlads staksetjara sem var fyrirmynd Drakúla í sögu Brams Stoker. Prinsinn getur rakið ættir sín­ ar til Vlads staksetjara í gegnum langalangömmu sína. Í næstu viku höldum við áfram umfjöllun okkar um undarlegar samsæriskenningar. n Nokkrar af undarlegustu samsæriskenningum síðari tíma – fyrri hluti n Leyniþjónustan bjó til AIDS n Eðluelítan og dauðdagi Pauls McCartney „Paul is dead, miss him, miss him“ Paul McCartney Sprelllifandi eins og sést. Getur þetta staðist? Geimverurnar hefðu getað sagt okkur mikið meira en bara hvernig ætti að raða upp grjóti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.