Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Síða 42
42 8. nóvember Tímavélin Gamla auglýsingin10. júlí 1987 Á fyrri hluta seinustu aldar voru nokkrar bækur gefn- ar út á Íslandi sem áttu það sameiginlegt að höfða til ungra stúlkna og kvenna og inni- halda ýmis ráð varðandi fegurð, snyrtingu og framkomu. Ein elsta bókin sem blaðamaður DV komst yfir er Fegrun og snyrting frá ár- inu 1939, eftir norska lækninn Alf Lorentz Örbeck í þýðingu frú Kristínar Ólafsdóttur. Óhætt er að fullyrða að sum af þeim ráðum sem gefin voru kven- þjóðinni á árum áður myndu vekja hörð viðbrögð ef bækurnar væru endurútgefnar í dag. Aðlaðandi er konan ánægð Aðlaðandi er konan ánægð eftir bandarísku leikkonuna Joan Bennet kom út í íslenskri þýð- ingu árið 1945. Bókin seldist upp á stuttum tíma og var endurútgefin rúmlega ári síðar. „Handbók um allar nýjungar, sem lúta að fegrun, snyrtingu og klæðnaði kvenna. Allar konur og ungar stúlkur, sem vilja vera snyrtilega búnar og nota fegurðar- meðul af smekkvísi og kunnáttu, ættu að kaupa þessa bók strax í dag, því að á morgun verður hún kanski uppseld,“ segir í auglýsingu Tímans frá því í september árið 1946. Í inngangi bókarinnar ritar Joan Bennet að á síðustu þremur ára- tugum hafi flestar af þeim dygðum og siðvenjum sem kallaðar voru kvenlegar farið veg allrar veraldar. Rekja megi að til heimsstyrjaldar- innar, þegar konur voru kallaðar til starfa burt frá heimilinu. „Áður fyrr fannst sumum það dyggð hjá konunni ef hún var ljót. Nú á dögum er það játað af þeim sem vinna að velferð lík- ama og sálar að það sé vart heil- brigð kona sem hefur ekki rænu á að hugsa um útlit sitt, reynir ekki að vera aðlaðandi. Ef konan er aðlaðandi er henni veitt eftirtekt, og það er einmitt hollt sálarheill hennar.“ Á öðrum stað stendur: „Kona sem nú á tímum van- rækir það að stuðla að vellíðan sinni og heilbrigði er sek gagn- vart þjóðfélaginu. Hún er því jafn hættuleg og skemmdarvargur, vörður, sem sefur þegar hann á að vaka, eða liðhlaupi og hún verð- skuldar þá refsingu, sem verður hennar hlutskipti, að vera ein og yfirgefin. En það hlutskipti er ekki öfundsvert.“ Í fyrstu málsgrein kaflans Að geðjast karlmönnum tekur Benett fram að karlmanninum sé launung á því að konan vill geðjast honum og honum „geðjist meira að segja að því“. „Hitt gremst honum, að við vanmetum hann, er við reynum að veiða hann í net okkar með kænskubrögðum sem ekki byggj- ast á tryggri undirstöðu.“ Á öðrum stað segir Bennett karlmenn frekar hrífast af glaðlegu andliti en mjög fríðu. Hún gefur eftirfarandi ráð: „Reisið upp brettar brúnirn- ar, lyftið munnvikunum upp, rek- ið deyfðina úr augunum. Látið sírenurnar „filmunnar“ um ól- undarsvipinn. Ánægja, sem karl- menn hafa af því að horfa á ól- undarleg andlit er aðeins fólgin í vitneskjunni um það, að þeir þurfti ekki að hafa þau fyrir aug- unum alla daga.“ Þá segir Benett að karlmenn kjósi heldur konu sem er kvenleg, en hina sem er „áberandi fegurð og nýtízkuleg“. „Þegar maður sem lítur á yður hefur virt fyrir sér andlit yðar og klæðaburð veitir hann athygli svipbrigðum yðar. Vitandi eða óafvitandi athugar hann hvort þér eruð „lifandi“ vera, röskleg á að líta. Þau áhrif sem hann verð- ur fyrir næst allra fyrstu sýn eru undir fjöri yðar og röskleika kom- in. Með fjöri á ég ekki við ung- meyjaleg látalæti og fliss, heldur lífsfjör, blátt áfram, frjálsmann- lega framkomu, sem ber vott um lífsþrótt, lifandi áhuga og greind.“ Ung og aðlaðandi Ung og aðlaðandi – handbók fyrir ungar stúlkur um líkamsrækt og snyrtingu kom út á Íslandi árið 1957 en höfundur er hin danska Olga Golbæk. Í bókinni má finna ýmis fegurðar- og heilsuráð fyr- ir unglingsstúlkur en mörg þeirra hljóta að teljast úrelt. Í kafla sem snýr að umhirðu húðarinnar er stúlkum til að mynda ráðlagt að auka fegurð húðarinnar með „seyði af perlu- grjónum til næringar, seyði af altæa (læknastokkrósum) til að mýkja, seyði af salathöfði til að auka teygjandleik og seyði af ylli til að hressa.“ Þá er einnig mælt með stúlku smyrji á sig borðediki þegar þær stundi sólböð þar sem það auki brúna litinn. Á öðrum stað í kaflanum má finna uppskrift að sérstöku fegr- unarkremi sem inniheldur meðal annars rjóma, hunang og natron, og einnig má sjá uppskrift að svitameðali sem fæst með því að Reykjavik Raincoats LAUGAVEGUR 62, 101 RVK www.reykjavikraincoats.com info@reykjavikraincoats.com Sími: 5711177 Kona sem hirðir ekki um sig er sek gagnvart þjóðfélaginu n Gamlar kvennabækur innihalda skrautleg ráð n Ofuráhersla á útlitið Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.