Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 44
44 FÓKUS 8. nóvember G reta Thunberg er nafn sem flest mannsbörn þekkja. Hún hefur vakið athygli undanfarna mánuði fyrir baráttu sína fyrir jörðina. Meðal þess sem Greta hefur einsett sér að gera er að stíga aldrei fæti aft- ur upp í flugvél. Í staðinn hefur hún lagt á sig langferðir, til dæmis að sigla til New York á umhverfis- vænni skútu í ágúst, ferð sem tók hana tvær vikur. Greta hætti að fljúga þegar hún var tólf ára göm- ul, eða fyrir fjórum árum. Það er vitað mál að loftslagsverkföll Gretu hafa fangað athygli heims- ins og margir hafa fetað í fót- spor hennar. Nú hafa samlandar hennar einnig byrjað að snúast til fluglauss lífsstíls. Tagskryt og flygskam Alls búa um tíu milljónir í Sví- þjóð og hafa 14.500 íbúar skráð sig í herferð á vegum óhagnaðar- drifnu samtakanna Vi håller oss på jorden, eða Við höldum okkur á jörðinni, sem felst í því að fljúga ekkert árið 2019. Samtökin áætla að þessi fjöldi fari upp í hundrað þúsund Svía á næsta ári, eða eitt prósent af íbúum í landinu. Það sem af er ári hefur farþegafjöldi í innanlandsflugi minnkað um átta prósent og í alþjóðlegu flugi um þrjú prósent samkvæmt tökum frá Swedavia, sem rekur stærstu flugvelli landsins. Hins vegar er aukning í sölu á lestarmiðum það sem af er ári og gaf lestarfyrirtæk- ið SJ það til að mynda út að sala hefði aukist um fimmtán prósent á milli júlí og september miðað við sama tímabil á síðasta ári. Einnig er hægt er að skynja þessar breytingar á samfélags- miðlum, þótt þeir miðli ekki alltaf raunveruleikanum. Þannig hefur Facebook-hópurinn Tågsmester farið úr að vera með fjögur þús- und meðlimi árið 2018 yfir í rúm- lega hundrað þúsund í dag. Í hópnum skiptast meðlimir á ráð- um um hvernig eiga að komast leiðar sinnar í lest og hvernig eigi að næla sér í besta verðið á lest- armiðum. Þá hafa Svíar einnig fundið upp á nýyrðum til að fanga þessa lífsstílsbreytingu sem virðist vera að gerast hjá stórum hluta þjóðarinnar. Orðið „tag- skryt“ þýðir til dæmis lestarmont, „smygflyga“ þýðir leyniflug og svo er það frasinn sem Íslendingar þekkja vel; „flygskam“, eða flug- viskubit. Góð aðlögunarhæfni Þótt Svíar glími vissulega við sömu vandamál og restin af heiminum þegar kemur að loftslagsmálum þá búa þeir vel þegar kemur að því að skipta yfir í umhverfisvænni ferðamáta. Landið er ekki mjög stórt og lestakerfið er afar skilvirkt og vel skipulagt. Hefur raunar ver- ið það í áratugi. Því getur þessi breyting á ferðavenjum Svía átt sér stað tiltölulega hraðar en í lönd- um á borð við Bandaríkin. Þá er Svíþjóð vel tengd við meginland Evrópu í gegnum Eyrarsunds- brúna, sem tengir Suður-Svíþjóð við höfuðstað Danmerkur, Kaup- mannahöfn. Þaðan er síðan leikur einn fyrir Svía að ferðast með lest vítt og breitt um Evrópu. Greger Henriksson, sérfræðingur hjá kon- unglegu tæknistofnuninni í Stokk- hólmi, segir að þessi öra breyting á venjum Svía gerist einnig að miklu leyti hjá fólkinu sjálfu. „Svíar eiga auðvelt með að að- laga sig aðstæðum,“ segir hann í samtali við Huffington Post. „Þegar við hrífumst af tískubylgju erum við fljót að tileinka okkur hana, hvort sem það er að kaupa lestarkort eða gera tuttugu sek- úndna æfingu á dag á steinaldar- kúrnum.“ Inn í þetta spilar að Svíar eiga rík réttindi þegar kemur að frí- dögum frá vinnu, líkt og við Ís- lendingar. Meðal-Svíinn á vinnu- markaði á rétt á fimm vikum í launað frí á ári. Þá ríkja þar rýmri reglur um töku fæðingarorlofs en til að mynda á Íslandi og fólk get- ur klippt orlofið og skorið til að til dæmis lengja sumarfríið. Því er auðveldara fyrir Svía að fara í langar lestarferðir í sumarfríinu. Metnaðarfull áform Það er hins vegar óljóst hvort þessi þróun í Svíþjóð geti orðið svo hröð annars staðar í heim- inum. Nýleg rannsókn alþjóða- bankans UBS leiðir í ljós að 24 prósent Bandaríkjamanna og sextán prósent Breta segjast vera að fækka flugferðum sínum vegna loftslagsbreytinga. Það eru þó óáreiðanlegar tölur því vilji fólks til að gera eitthvað endur- speglar ekki alltaf hvað það svo á endanum ákveður. Í Svíþjóð stefnir allt í að þessi þróun hraði enn á sér á næsta ári, til dæm- is vegna þess að lestarfyrirtækið SJ mun breyta áætlunum í des- ember og mun bjóða upp á fleiri möguleika í næturlestarferðum og tengilestarferðum. Þannig gætu til að mynda íbúar í Stokk- hólmi hoppaði í lest til Kaup- mannahafnar og náð í tengiferð til Þýskalands og borðað hádeg- ismat í Hamborg. Sænsk yfirvöld hafa einnig sett af stað stýrihóp í samvinnu við stóru lestarfyrir- tækin til að koma á metnaðar- fullu lestarkerfi sem teygir sig um allt meginland Evrópu. Sem stendur er lítill sem enginn verðmunur á því að ferð- ast um Evrópu með lest eða að fljúga með lággjaldaflugfélagi. Hvort það breytist með þessum stórtæku áformum yfirvalda er enn óljóst. nSmiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt n Svíar velja frekar lest en flug og það er Gretu að þakka n Gott lestakerfi og rík aðlögunarhæfni lykillinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Hefur áhrif Hin sextán ára gamla Greta Thunberg lætur ráðamenn heyra það. Sýnileg aukning Sala á lestar- miðum hefur aukist á þessu ári. Allir um borð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.