Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Qupperneq 62
62 FÓKUS 8. nóvember YFIRHEYRSLAN Hlynur Þorsteinsson Mín mesta áhætta er örugglega að taka íbúðalán Hlynur Þorsteinsson útskrifaðist nýverið sem leik- ari frá Listaháskóla Íslands en hann fagnaði á dögun- um eins árs afmæli frumburðar síns og segir því síð- asta ár hafa verið bæði magnað og spennandi. Hlynur hlustar mikið á Dr. Footboll og viðurkennir að hann sé í grunninn fótboltabulla þrátt fyrir langa afneitun. Hvar líður þér best? Þegar ég er að keyra. Ég næ alltaf góðum fókus og að hreinsa hugann. Geri mikið af minni vinnu á rúntinum. Er oft að æfa texta á ferðinni. Svolítið pínlegt á löngu rauðu ljósi þegar ég gleymi mér aðeins. Hvað óttastu mest? Eftir að ég eignaðist strákinn minn áttaði ég mig á því hversu stutt er á milli lífs og dauða. Hef aldrei hugsað jafn mikið út í andardráttinn og mikilvægi hans eftir að ég varð pabbi. Hvert er þitt mesta afrek? Ég hef í raun og veru ekki afrekað eitthvað eitt sem er ótrú- lega merkilegt. Ég lít frekar svo á að ég hafi átt mjög marga litla sigra í gegnum ævina sem saman mynda eitt risaafrek. Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Það var að leika draug á Árbæjarsafni. Mjög einmana- legt starf sem gekk út á það að hræða börn. Skrýtið að manni sé að ganga vel þegar börnin eru byrjuð að gráta. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Komið, sjáið, upplifið og farið. Líf eins manns án kaflaskila. Hvernig væri bjórinn Hlynur? Hann væri alveg ótrúlega góður. Besta ráð sem þú hefur fengið? Að nota neföndun þegar ég er að lesa upphátt texta sem ég hef aldrei lesið áður. Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Ég þoli ekki að vaska upp og er sparireikningurinn núna notaður með það að markmiði að safna fyrir uppþvottavél. Besta bíómynd allra tíma? Ég held mikið upp á Steve Martin og ég get ekki valið á milli Lonely Guy eða The Jerk. Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Ég væri til í að vera rosalega góður í stærð- fræði. Það tengist aðallega áhugasviði mínu en stærðfræði er eitthvað sem ég vildi alltaf vera miklu betri í þegar ég var yngri. Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Mín mesta áhætta er örugglega að taka íbúðalán hjá Lands- bankanum. Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér þegar maður er með eitt svoleiðis á bakinu. Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? Það fer rosalega í taugarnar á mér þegar fólk er að reyna að útskýra eitthvað og það notar „skilurðu“ á eftir útskýr- ingunni. Endar oftast á því að það segir „skilurðu“ eftir hverja einustu setningu og ég hætti að hlusta og hætti því að skilja. Hvað geturðu sjaldnast staðist eða ert góður í að réttlæta að veita þér? Það hlýtur að vera brúnkakan hennar ömmu. Hún notar svo mikið smjör í kremið að það er alveg fáránlegt. Hvað er á döfinni hjá þér? Ég er sem stendur í Íslensku óperunni, Brúðkaupi Fígarós, en annars er ég í tökum á Netflix-mynd sem kemur vonandi út á næsta ári. Íris Hauksdóttir iris@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.