Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 14
14 25. október 2019FRÉTTIR
www.gilbert.is
Vínland Gmt
VIÐ KYNNUM NÝTT ÚR FRÁ
JS WATCH CO. REYKJAVIK
Rafrettur – með eða á móti?
Notkun á rafrettum hef-
ur lengi verið þrætuepli
enda sitt sýnist hverjum
um skaðleysi eða skað-
semi þeirra. Við fengum
tvo álitsgjafa til að bera
saman bækur sínar.
Íris Hauksdóttir
iris@dv.is
Læknar hvetja fólk til að skipta
yfir í veip
Arnaldur Sigurðarson er sjálf-
stætt starfandi blaðamaður og
kvikmyndagerðarmaður en
hann lauk nýverið meistara-
námi í London. „Tóbak er með-
al skaðsömustu uppgötvunum
mannkynssögunnar. Samkvæmt
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
inni drepur tóbak um 8 milljónir
á heimsvísu ár hvert. Um helm-
ingur notenda tóbaks mun deyja
af sjúkdómum sem rekja má til
tóbaks. Ef það væri hægt að fá
neytendur til að skipta yfir í eitt-
hvað annað sem skaðar minna,
þá myndi samfélagið sem heild
njóta góðs af. Því verður það að
teljast vægast sagt furðulegt að
íslenskir fjölmiðlar hafa undan-
farið kynt undir hysteríu í kring-
um veip, sem er einmitt ætlað til
að draga úr neyslu tóbaks.
Það er vissulega rétt að fólk
hefur greinst með sjúkdóma
tengdu veipi í Bandaríkjunum.
Þar mikið um svartamarkaðs-
brask tengt kannabis og þá nán-
ar til tekið veipvökva sem inni-
halda gerviform af virka efninu
í kannabis.
Viðbrögðin hér við þessu
gervivandamáli er að tala um
að banna veip og að takmarka
vökva sem „höfða til barna“. Full-
orðnir sækja jafn mikið, ef ekki
meira, í hluti með nammibragði.
Verulega hefur dregið úr tóbaks-
reykingum meðan veipið verður
vinsælli kostur.
Sem betur fer er ekki horft
á veipið með þessum hyster-
ísku augum alls staðar. Í Bret-
landi má sjá mun fleiri auglýs-
ingar fyrir veip til að aðstoða fólk
við að hætta að reykja en fyrir
nikótíntyggjó, sem er það eina
sem er leyfilegt að auglýsa hér
heima. Læknar þar hvetja fólk til
að skipta yfir í veip og má meira
að segja finna veipbúðir í spítöl-
um. Þá hefur breska ríkið sett sér
það djarfa markmið að útrýma
tóbaksreykingum fyrir árið 2030.
Það eru til ýmsar getgátur um
að veipið leiði til tóbaksreykinga
meðal ungs fólks, ég leyfi mér
að fullyrða að það er álíka
vitlaust að halda því fram og
að fullyrða að neysla kanna-
bis leiði sjálfkrafa til neyslu
sterkari efna. Einungis hafa
verið gerðar félagsfræðilegar
rannsóknir á þessu
fyrirbæri en ekki
klínískar svo enn er
ekki komið fram
neitt haldbært
sem sýnir fram
á tengsl þarna á
milli. Ungt fólk
sem er ekki þegar orðið háð
tóbaki ætti ekki að nota veip og
ekkert væri eðlilegra en að nota
góðar forvarnir, en þær mega
ekki bitna á fullorðnum veipur-
um.
Klínískar rannsóknir sem
hafa ekki verið framkvæmdar
bandvitlaust vegna þekkingar-
leysis rannsakenda sýna að veip-
ið er að lágmarki 95% öruggara
en að reykja sígarettur. Löglegur
veipvökvi hefur verið rannsak-
aður vel þó ekki sé vitað um áhrif
þeirra á líkamann þegar þau
blandast saman.
Vegna þekkingarleysis á fólk
það til að setja allt veip í sama
flokk, en vökvinn skiptir höf-
uðmáli. Hver sem er getur sett
vafasaman vökva í veipið sitt og
sett heilsu sína í hættu. En vökv-
ar sem eru framleiddir í sam-
ræmi við eðlilegar reglugerðir
eru ekkert skaðlegri fyrir þig en
venjulegur kaffibolli. Hysterían
sem er í gangi í Bandaríkjunum
á sér eðlilegar skýringar, tóbaks-
fyrirtækin tapa gífurlega á veipi
en það gera fylkin þar í landi líka,
þau eru að missa skatttekjur í
stórum stíl.
Ef það væri raunveru-
legur vilji hjá heilbrigðis-
ráðherra og læknum hér
á landi að koma í veg fyr-
ir heilsutjón út af veipi
þá væri rétta leiðin
ekki að herða lög-
in heldur koma
kannabisefn-
um undir
sambærilegt
eftirlit og
veipið er
með.“ n
Foreldrar ættu ekki að líta á
rafrettur sem skaðlaust fyrirbæri
Kristín Ómarsdóttir lýðheilsu-
fræðingur heldur úti vefsíðunni
heilsuseigla.com og brenn-
ur fyrir bættri heilsu og vellíð-
an. Kristín er með BA- í tóm-
stunda- og félagsmálafræði frá
Háskóla Íslands auk masters-
gráðu í lýðheilsuvísindum frá
Háskólanum í Lundi í Svíþjóð.
„Notkun á rafrettum
hefur aukist gríðarlega á síð-
ustu árum og er Ísland engin
undantekning. Hlutfall fram-
haldsskólanema sem nota
rafrettur hefur tvöfaldast á Ís-
landi frá 2016 samkvæmt rann-
sókn sem Rannsókn og grein-
ing gerði í október 2018. Börn
og ungt fólk eru langstærsti
neytendahópurinn á Íslandi
en aðeins 4% fullorðinna nota
rafrettur. Um 10–15% grunn-
skólanema og 25% framhalds-
kólanema sem aldrei hafa reykt
nota rafrettur daglega. Oftar en
ekki heyrir maður sagt: „þetta
er bara gufa og því skaðlaust“.
En er það svo?
Rafrettan hitar vökva til að
búa til loftúða (aerosol) sem
notandinn andar að sér. Loft-
úðinn getur útsett notendur
fyrir efnum sem vitað er að
hafa skaðleg áhrif á heilsufar,
svo sem ofurfínar agnir þunga-
málma auk rokgjarnra efna-
sambanda sem notandinn
andar að sér. Loftúðinn inni-
heldur einnig fjölmörg önn-
ur efni sem minna er vitað um
sem geta verið líkama notand-
ans skaðleg en langtímarann-
sóknir standa enn yfir.
Það eru til yfir þúsund
tegundir af veipvökva og erfitt
er að alhæfa að allt sé jafn
skaðlegt. Sjálfstæð rannsókn
sem gerð var í Bandaríkjunum
fann 20 skaðleg efni í veipvökva
og þar á meðal krabbameins-
valdandi efni.
Það eru ekki til neinar lang-
tímarannsóknir á eiturefna-
fræðilegu öryggi rafretta svo
hægt sé að alhæfa að rafrettur
séu skaðlausar. Það sem við vit-
um er að notkun rafretta eykur
líkur á einkennum öndunar-
færasjúkdóma og að rafrettur
hafa skemmandi áhrif á lungu
við langvarandi og jafnvel
skammtímanotkun.
Dæmi er um unglinga sem
nota rafretturnar fyrir kanna-
bisneyslu og það veldur áhyggj-
um. Rafrettan auðveldar neyslu
á kannabis og eykur söluna á
THC-olíu. Tetrahydrocanna-
binol (THC) er kannabisolía
sem er notuð í rafretturnar
og rannsókn sem birt
var í New England
Journal of Medicine
sýndi að 84% af 53
sjúklingum sem
höfðu verið lagðir
inn á spítala vegna
öndunarerfileika höfðu
notað THC-olíu í rafretturn-
ar. Helstu einkenni sjúklinga
voru mæði, hósti, brjóstverkur,
ógleði, magaverkir og hiti. Allt
voru þetta sjúklingar með enga
fyrri sögu af öndunarfærasjúk-
dómum en áttu það sameigin-
legt að nota rafrettur.
Markaðssetning á rafrettum
minnir óneitanlega á markaðs-
setningu sígaretta í kringum
1950–1960 þar sem Fred Flint-
stone var notaður til að auglýsa
sígarettur. Börn og unglingar
eru aðgengilegur markhópur
og hafa auglýsingar á rafrettum
snúist um hversu skaðlaust
veipið er og hversu gott það
er á bragðið. Þú getur stund-
að íþróttir án þess að það hafi
áhrif á getu þína og hversu töff
það er að reykja. Munum við
horfa til baka eins og við gerð-
um með sígarettur og hugsa
hversu fáránlegt þetta var? Við
vitum ekki hversu skaðlegt
þetta er eða hvaða áhrif þetta
hefur á langtímaheilsu rétt eins
og við vissum ekki með venju-
legar sígarettur á sínum tíma.
Foreldrar ættu ekki að líta á
rafrettur sem skaðlaust fyrir-
bæri í lífi nútíma unglings.
Fimm ungir karlmenn hafa
á þessu ári leitað á Landspítala
með gat á lunga sem má rekja
til rafrettureykinga.
Alls konar samsæriskenn-
ingar eru um rafretturnar og
vilja menn meina að tóbaks-
framleiðendur séu að kosta
þessar ,,neikvæðu“ umfjöll-
un um rafrettur. Markaður
fyrir rafrettur hefur þó vaxið
gígantískt. Því má segja að
rafrettumarkaðurinn sé að
nálgast virði tóbaksmarkaðar-
ins. Hvort sem samsæriskenn-
ingarnar eru réttar vitum við að
græðgin blindar manninn.
Við vitum ekki nóg en við vit-
um þó að rafrettan er ekki skað-
laus! Rafrettur geta haft skaða-
minnkandi áhrif á einstaklinga
sem vilja hætta að reykja en
að byrja að reykja rafrettur
eða leyfa börnum að reykja
rafrettur set ég spurningar-
merki við. Er það þess virði að
taka sénsinn? Börnin eru það
dýrmætasta sem við eigum og
þau eiga alls ekki að vera til-
raunadýr þessara
nýjunga.“ n
MEÐ
Á MÓTI