Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 6
6 25. október 2019FRÉTTIR Rekstrarumsjón ehf. • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði • S: 571 6770 • www.rekstrarumsjon.com • umsjon@rekstrarumsjon.com LÁTIÐ OKKUR UM REKSTUR HÚSFÉLAGSINS Við sérhæfum okkur í umsjón með rekstri húsfélaga og bjóðum trausta og faglega þjónustu á góðu verði Hafðu samband og fáðu tilboð strax í dag! Er tilgangslaust að banna áfengisauglýsingar? n Áfengi er auglýst þrátt fyrir bann n Ekki ljóst hvort áfengisauglýsingar auka neyslu H vers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Þetta vita flest- ir Íslendingar og vita enn fremur að þó svo þetta bann hafi verið í gildi í þrjátíu ár, þá hafa seljend- ur áfengis ítrekað beitt ýmsum brögðum til að komast fram hjá því. Nú hafa stjórnvöld til skoðunar að afnema þetta bann, bæði hvað áfengi varðar sem og tóbak, og sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra áforma. Fjölmiðlar ítrekað sektaðir RÚV var árið 2016 sektað fyrir brot gegn banni við áfengisaug- lýsingum. Þar hafði RÚV birt auglýsingu fyrir Egils Gull okkar bjór þar sem orðunum léttöl eða 2,25% brá fyrir örsnöggt. Taldi Fjölmiðlanefnd að þrátt fyrir orðið léttöl í auglýsingu væri full- ljóst að um auglýsingu á áfengum bjór væri að ræða. Árið 2017 voru 365 miðlar sektaðir vegna áfengisauglýs- ingar sem birtist í tímaritinu Glam our. Málið var athyglis- vert fyrir þær sakir að eignarhald Glamour hafði verið fært til er- lends aðila, 365 Media Europe Ltd. Í þremur blöðum tímarits- ins birtust alls fimm heilsíður þar sem áfengi var auglýst. Fjöl- miðlanefnd taldi að eignarhaldið hefði verið fært erlendis gagngert til að komast undan íslenskri lög- sögu og því bæru 365 miðlar á Ís- landi eftir sem áður ábyrgð á birtingu áfengisauglýsing- anna og voru 365 miðlar sektaðir um eina millj- ón króna. 365 miðlar þurftu einnig á síðasta ári að greiða 750 þúsund króna sekt fyrir að sýna áfengi með yfir 2,25% styrkleika í þætti af þáttaröðinni Ís- skápastríð á Stöð 2. Þar hafði í sjónvarpi verið sýnt inn í ísskáp sem með- al annars inni- hélt hvítvíns- og bjórflöskur. Hafi ein hvítvínsflaska jafnframt verið handleikin og vörumerkið þá sýnilegt. Fyrir framan dómara í þættinum hafi einnig staðið opnar bjórflöskur þar sem vöru- merkjum var stillt upp með áber- andi hætti, eins hafi bæði þáttar- stjórnandi og keppendur drukkið úr bjórflöskum. Auglýsingar utan lögsögu Nú hafa áfengisauglýsingar ís- lenskra innflytjenda eða brugg- húsa færst að miklu yfir á samfé- lagsmiðla, þá einkum á Facebook. Þar eru jafnvel keyptar sérkostað- ar auglýsingar sem birtast neyt- endum á fréttaveitum þeirra að þeim forspurðum. Leikir hafa átt sér stað á Facebook þar sem fólk er hvatt til að líka við áfengisauglýs- ingasíður gegn loforði um að eiga kost á að vinna áfengi. Í áliti meiri- hlutanefndar um rekstrarum- hverfi einka- rekinna fjöl- miðla, sem birt var snemma á síðasta ári, segir: „Bent hefur ver- ið á að bannið þjóni vart til- gangi sín- um lengur þar sem slíkar auglýs- ingar berist Íslendingum í er- lendum miðlum, hvort sem er í gegnum erlenda hljóð- og mynd- miðla, erlenda vefi og samfélags- miðla eða erlend blöð og tímarit.“ Taldi nefndin að fjárhagsleg- ur ávinningur yrði af því fyrir ís- lenska fjölmiðla. Á móti kæmu síðan skuldbindingar sem Ísland hefði gengist undir á alþjóðlegum vettvangi og það regluverk sem þar gilti varðandi slíkar auglýs- ingar. „Um mikla tekjumöguleika og hagsmuni sé að ræða fyrir ís- lenska fjölmiðla.“ Skiptar skoðanir um áhrif áfengisauglýsinga Framkvæmdastjóri Félags at- vinnurekenda, Ólafur Stephen- sen, er á móti banni á áfengisaug- lýsingum. „Góðu rökin fyrir því að afnema þetta auglýsingabann liggja alveg fyrir. Meginatriðið er að bannið skilar ekki tilgangi sínum og bitnar fyrst og fremst á sumum fjölmiðlum og fram- leiðendum en ekki öllum,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið. Ólafur hefur bent á að bjór- og vínframleiðsla sé vaxandi starfs- grein á Íslandi sem skapi störf og verðmæti, en þessum aðilum væri þó gert erfitt uppdráttar með banni við að auglýsa framleiðslu sína. Hann hefur talað fyrir því að banninu verði aflétt og þess í stað verði teknar upp siðareglur um áfengisauglýsingar. Bendir hann á að áfengisauglýsingar sem slík- ar miði að því að koma vörumerki á framfæri og hvetja neytendur til að taka tiltekið vörumerki fram yfir annað, en auki hins vegar ekki almenna áfengisneyslu. Laufey Tryggvadóttir, fram- kvæmdastjóri Krabbameinsskrár, benti nýlega á það, í grein sem birtist í Læknablaðinu, að Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi bent á að áhrifaríkustu leið- irnar til að draga úr áfengisneyslu væru aðgerðir sem stjórnvöld fara í á borð við takmörkun á fram- boði, verðstýringu og bann við áfengisauglýsingum. Telur Laufey að það blasi við að ef slíku banni verði aflétt, eða ef einkasala rík- isins verði afnumin, þá muni það valda aukinni neyslu og þar með fjölgun dauðsfalla, meðal annars vegna krabbameina. „Við blas- ir að slökun á auglýsingabanni og afnám einkasölu ríkisins á áfengi mun valda aukinni neyslu og þar með fjölgun dauðsfalla, meðal annars vegna krabbameina. Von- andi ber Alþingi Íslendinga gæfu til að fara ekki í öfuga átt við lýð- heilsustefnu, heldur beini kröft- um sínum í farveg sem eflir heilsu, velferð og hamingju landsmanna.“ Niðurstöður rannsókna greinir á Fjölmargar rannsóknir hafa farið fram um áhrif áfengisauglýsinga á almenning, einkum áhrif slíkra auglýsinga á unglinga og ung- menni. Niðurstöðurnar hafa þó ekki verið afgerandi. Hvorki hafa þær sýnt fram á að áfengisauglýs- ingar hafi áhrif á áfengisneyslu, eða að áhrifin séu engin, Þar sem áfengisauglýsingar eru bannaðar er ekki að fara fyrir nákvæmu regluverki um hvernig slíkar aug- lýsingar skuli settar fram. Sam- tímis hafa samfélagsmiðlar veitt framleiðendum og innflutnings- aðilum vettvang til að auglýsa vöru sína löglega og að því virðist án takmarkana. Bagalegt bann? Nú hefur verið lagt fram á Al- þingi frumvarp til nýrra lyfja- laga þar sem grundvallarbreyting verður gerð á heimild til að aug- lýsa lyf. Áður var bannað, líkt og með áfengið, að auglýsa lyf. Frá þessu banni voru svo gerðar undantekningar. Breytingin sem til stendur mun snúa þessu við. Almennt verði heimilt að aug- lýsa lyf, með undantekningum þó. Frumvarpið er nokkuð ítar- legt varðandi hvað bannað sé að auglýsa, þar undir falla ávana- bindandi og lyfseðilsskyld lyf. Einnig hefur um árabil verið í gildi reglugerð um lyfjaauglýs- ingar sem miðar að því að tryggja að neytandi fái réttar upplýsingar og sé með engu móti leyndur upplýsingum um virkni lyfja, eða sannfærður um að í lyfjum felist einhver töfralausn. Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, hefur sagt að við skoðun þess að afnema bannið við áfengisauglýsingum verði einkum horft til lýðheilsusjónar- miða. Það gæti vel endað svo að það sé í almenningi í hag að bannið sé afnumið, því þá verð- ur samhliða hægt að setja slíkum auglýsingum skorður. n Erla Dóra erladora@dv.is Ólafur Stephensen vill bannið burt Skjáskot af Face- book Færslur á borð við þessa eru gjarnan kostaðar, sem felur í sér að þær birtast hjá aðilum sem er talið að þær gætu haft kaup- hvetjandi áhrif á. Skjáskot Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.