Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 65
FÓKUS 6525. október 2019
Sími 580 7000 | www.securitas.is
Með öryggishnapp Securitas um úlnlið eða háls eykur þú öryggi þitt ef eitthvað
kemur upp á. Þú býrð við meira öryggi á heimilinu og aðstandendum líður betur að
vita af þér í öruggum höndum.
Þú ýtir á hnappinn, boðin berast samstundis til stjórnstöðvar Securitas þar sem þú
færð samband við sérþjálfað starfsfólk. Öryggisverðir Securitas með EMR þjálfun eru
alltaf á vakt og bregðast hratt og örugglega við.
Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og kynntu þér kosti
öryggishnappsins og hvaða annan öryggisbúnað hægt er að hafa með honum.
SAMSTARFSAÐILI
ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS
09:41 100%
ÖRYGGI ÖLLUM STUNDUM
ÖRYGGISHNAPPUR
SECURITAS
8 ómissandi
kvikmyndir á
hrekkjavöku
H
vað er það sem kemur okk-
ur í hrekkjavökugírinn? Er
það búningafjör, graskers-
skreytingar, beinagrind-
ur og almennur drungi eða býr
eitthvað stærra þarna meira að
baki? Hrekkjavaka er enn tiltölu-
lega nýlegt fyrirbæri í íslenskri
menningu en allir landsmenn
hafa upplifað sinn skerf með að-
stoð dægurmenningar. Því er grá-
upplagt að dusta aðeins rykið af
spóluhillunni og skoða átta kvik-
myndir sem eru líklegar til þess
að koma fólki í sannan hrekkja-
vökugír, með einum eða öðrum
hætti.
Eins og það þykir nú sjálf-
sagt á hverju ári að smella
Die Hard í tækið fyrir jólin
er svipað hægt að segja um
þessa litlu hrekkjavökuperlu.
Trick r Treat er brakandi fersk
smásögumynd sem kemur
sér beint að kjarna hrekkja-
vökutímans; hún er prakkara-
leg, drungaleg og leynir á sér.
Sögur myndarinnar tengjast
lauslega en aðalnammið felst í
skemmtilegum stíl, hressilegri
nálgun og líflegu afþreyingar-
gildi.
Hin ómótstæðilega og
kexruglaða kómedía frá Tim
Burton er gjörsamlega ódauð-
leg á þessum tíma árs. Hún
tengist hrekkjavökunni ekki
beint en það er erfitt að segja
að þemað passi ekki við. Um
er að ræða frábæra blöndu af
gamaldags hryllingi og gegn-
sýrðum húmor þar sem leik-
myndir, búningar og ekki síst
eiturhressir taktar leikarans
Michaels Keaton njóta sín til
botns. Í kaupbæti má draga
mikinn innblástur að flottum
búningum úr þessari mynd
einni.
Dularfullur hermaður kem-
ur til fjölskyldu og kynnir sig
sem vin sonar þeirra sem dó
í bardaga. Fjölskyldan býður
manninum inn en þá fara að
eiga sér stað forvitnileg dauðs-
föll. Fleira þarf ekki að vita
um kvikmyndina The Guest,
sem því miður óvenju fáir hafa
séð en hægt er að lofa eftir-
minnilegu hrekkjavökupartíi
og óútreiknanlegri atburða-
rás. Tónlist myndarinnar er
einnig þrumugóð og Downton
Abbey-leikarinn Dan Stevens
er í banastuði allan tímann.
Þessari skaltu gefa séns.
Í gegnum aldirnar hefur gengið misvel að flytja Addams-fjöl-
skylduna stórfrægu á hvíta tjaldið, en segjast verður að kvikmyndir
Barrys Sonnenfeld hafi hitt rakleiðis í mark, báðar tvær. Leikhópur-
inn er ekkert annað en meiriháttar og sótsvartur húmorinn skilar
sér með prýði. Fyrri myndin er þó meira í stíl við hrekkjavöku en
sú seinni, af gildri ástæðu, en heilt yfir er erfitt að gægjast á þessa
furðufjölskyldu án þess að smella fingrum með.
Guðfaðir hrekkjavökumynda, eins og sagt er. Upprunalega Hallow-
een frá John Carpenter er mikill hornsteinn í kvikmyndasögu og
dægurmenningu og enn þann dag í dag birtist Michael Myers, einn
frægasti morðingi kvikmyndanna, með reglulegu millibili. Upphaf-
lega hófst þetta sem lítil og hræódýr mynd um skelfingu á hrekkja-
vökunótt og í gegnum áratugina hafa framhaldsmyndir og jafnvel
endurgerðir komið á færibandi, en sú upprunalega hefur enn ekki
verið toppuð. Ef hún skyldi hafa farið fram hjá þér, er löngu tíma-
bært að kanna hvers vegna.
Hryllingssögukóngurinn Clive
Barker er ekki maður sem vert
er að abbast upp á. Kvikmyndin
Hellraiser, sem byggð er á sögunni
The Hellbound Heart, er sígilt
dæmi um hversu mikið má mat-
reiða upp úr litlu. Sagan er mátu-
lega brengluð, andrúmsloftið er
bæði óþægilegt og spennandi en
ofar öllu er myndin einfaldlega
bara fjári skemmtileg afþreying
sem nauðsynlegt er að kynna
sér á ný með reglulegu millibili.
Áhorfið skilur ýmislegt eftir sig
og er aldrei leiðinlegt að sýna ný-
græðingum þá drungalegu veislu
sem hér er boðið upp á.
Grín og hrollur er samanlagt eitt af einkennismerkjum hrekkjavöku
og fyrir fólk sem er í stuði fyrir eitthvað yfirdrifið og snarruglað, þá
hentar sótsvarta gamanmyndin Idle Hands nokkuð vel. Myndin seg-
ir frá iðjuleysingja sem vaknar að morgni hrekkjavökunnar og upp-
götvar að hægri hönd hans er komin með sjálfstæðan vilja og þyrstir
í blóð. Framvindan stendur svo sannarlega undir því sem grunnhug-
myndin lofar og má vel skemmta sér yfir subbuskapnum, þótt hann
sé vissulega ekki allra. En það er nú að koma hrekkjavaka.
Stundum – og aðeins stund-
um – getur grínistinn Adam
Sandler verið hörkufínn. Hotel
Transylvania er hið undar-
legasta samstarfsverkefni
Sandler og rússneska leik-
stjórans Genndys Tartakov-
sky (sem færði okkur meðal
annars þættina Dexter’s Lab)
og býr lokavaran yfir mikilli sál
og sjónrænni dýnamík. Börn-
in þurfa vissulega sitt léttmeti
líka en hinir fullorðnu gætu
slysast til að hafa gaman af
þessu líka.
Tómas Valgeirsson
tomas@dv.is
Hotel
Transylvania
Trick r Treat
The Guest
Hellraiser
Halloween
Beetlejuice
The Addams Family
Idle Hands