Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Qupperneq 65

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Qupperneq 65
FÓKUS 6525. október 2019 Sími 580 7000 | www.securitas.is Með öryggishnapp Securitas um úlnlið eða háls eykur þú öryggi þitt ef eitthvað kemur upp á. Þú býrð við meira öryggi á heimilinu og aðstandendum líður betur að vita af þér í öruggum höndum. Þú ýtir á hnappinn, boðin berast samstundis til stjórnstöðvar Securitas þar sem þú færð samband við sérþjálfað starfsfólk. Öryggisverðir Securitas með EMR þjálfun eru alltaf á vakt og bregðast hratt og örugglega við. Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og kynntu þér kosti öryggishnappsins og hvaða annan öryggisbúnað hægt er að hafa með honum. SAMSTARFSAÐILI ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS 09:41 100% ÖRYGGI ÖLLUM STUNDUM ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS 8 ómissandi kvikmyndir á hrekkjavöku H vað er það sem kemur okk- ur í hrekkjavökugírinn? Er það búningafjör, graskers- skreytingar, beinagrind- ur og almennur drungi eða býr eitthvað stærra þarna meira að baki? Hrekkjavaka er enn tiltölu- lega nýlegt fyrirbæri í íslenskri menningu en allir landsmenn hafa upplifað sinn skerf með að- stoð dægurmenningar. Því er grá- upplagt að dusta aðeins rykið af spóluhillunni og skoða átta kvik- myndir sem eru líklegar til þess að koma fólki í sannan hrekkja- vökugír, með einum eða öðrum hætti. Eins og það þykir nú sjálf- sagt á hverju ári að smella Die Hard í tækið fyrir jólin er svipað hægt að segja um þessa litlu hrekkjavökuperlu. Trick r Treat er brakandi fersk smásögumynd sem kemur sér beint að kjarna hrekkja- vökutímans; hún er prakkara- leg, drungaleg og leynir á sér. Sögur myndarinnar tengjast lauslega en aðalnammið felst í skemmtilegum stíl, hressilegri nálgun og líflegu afþreyingar- gildi. Hin ómótstæðilega og kexruglaða kómedía frá Tim Burton er gjörsamlega ódauð- leg á þessum tíma árs. Hún tengist hrekkjavökunni ekki beint en það er erfitt að segja að þemað passi ekki við. Um er að ræða frábæra blöndu af gamaldags hryllingi og gegn- sýrðum húmor þar sem leik- myndir, búningar og ekki síst eiturhressir taktar leikarans Michaels Keaton njóta sín til botns. Í kaupbæti má draga mikinn innblástur að flottum búningum úr þessari mynd einni. Dularfullur hermaður kem- ur til fjölskyldu og kynnir sig sem vin sonar þeirra sem dó í bardaga. Fjölskyldan býður manninum inn en þá fara að eiga sér stað forvitnileg dauðs- föll. Fleira þarf ekki að vita um kvikmyndina The Guest, sem því miður óvenju fáir hafa séð en hægt er að lofa eftir- minnilegu hrekkjavökupartíi og óútreiknanlegri atburða- rás. Tónlist myndarinnar er einnig þrumugóð og Downton Abbey-leikarinn Dan Stevens er í banastuði allan tímann. Þessari skaltu gefa séns. Í gegnum aldirnar hefur gengið misvel að flytja Addams-fjöl- skylduna stórfrægu á hvíta tjaldið, en segjast verður að kvikmyndir Barrys Sonnenfeld hafi hitt rakleiðis í mark, báðar tvær. Leikhópur- inn er ekkert annað en meiriháttar og sótsvartur húmorinn skilar sér með prýði. Fyrri myndin er þó meira í stíl við hrekkjavöku en sú seinni, af gildri ástæðu, en heilt yfir er erfitt að gægjast á þessa furðufjölskyldu án þess að smella fingrum með. Guðfaðir hrekkjavökumynda, eins og sagt er. Upprunalega Hallow- een frá John Carpenter er mikill hornsteinn í kvikmyndasögu og dægurmenningu og enn þann dag í dag birtist Michael Myers, einn frægasti morðingi kvikmyndanna, með reglulegu millibili. Upphaf- lega hófst þetta sem lítil og hræódýr mynd um skelfingu á hrekkja- vökunótt og í gegnum áratugina hafa framhaldsmyndir og jafnvel endurgerðir komið á færibandi, en sú upprunalega hefur enn ekki verið toppuð. Ef hún skyldi hafa farið fram hjá þér, er löngu tíma- bært að kanna hvers vegna. Hryllingssögukóngurinn Clive Barker er ekki maður sem vert er að abbast upp á. Kvikmyndin Hellraiser, sem byggð er á sögunni The Hellbound Heart, er sígilt dæmi um hversu mikið má mat- reiða upp úr litlu. Sagan er mátu- lega brengluð, andrúmsloftið er bæði óþægilegt og spennandi en ofar öllu er myndin einfaldlega bara fjári skemmtileg afþreying sem nauðsynlegt er að kynna sér á ný með reglulegu millibili. Áhorfið skilur ýmislegt eftir sig og er aldrei leiðinlegt að sýna ný- græðingum þá drungalegu veislu sem hér er boðið upp á. Grín og hrollur er samanlagt eitt af einkennismerkjum hrekkjavöku og fyrir fólk sem er í stuði fyrir eitthvað yfirdrifið og snarruglað, þá hentar sótsvarta gamanmyndin Idle Hands nokkuð vel. Myndin seg- ir frá iðjuleysingja sem vaknar að morgni hrekkjavökunnar og upp- götvar að hægri hönd hans er komin með sjálfstæðan vilja og þyrstir í blóð. Framvindan stendur svo sannarlega undir því sem grunnhug- myndin lofar og má vel skemmta sér yfir subbuskapnum, þótt hann sé vissulega ekki allra. En það er nú að koma hrekkjavaka. Stundum – og aðeins stund- um – getur grínistinn Adam Sandler verið hörkufínn. Hotel Transylvania er hið undar- legasta samstarfsverkefni Sandler og rússneska leik- stjórans Genndys Tartakov- sky (sem færði okkur meðal annars þættina Dexter’s Lab) og býr lokavaran yfir mikilli sál og sjónrænni dýnamík. Börn- in þurfa vissulega sitt léttmeti líka en hinir fullorðnu gætu slysast til að hafa gaman af þessu líka. Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Hotel Transylvania Trick r Treat The Guest Hellraiser Halloween Beetlejuice The Addams Family Idle Hands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.