Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 2
2 25. október 2019FRÉTTIR þekktir sem eru ekki með bílpróf Hildur Knútsdóttir tískubloggari hefur sagt að fólk mikli bíllausan lífsstíl fullmikið fyrir sér en hún hefur aldrei tekið prófið. Hún hefur opinberlega sagt að það sé minna mál en ætla mætti, sérstaklega með tvö börn. Hún kann ákaflega vel við að sitja í strætó og hlusta á hlaðvörp í stað þess að hugsa um að sitja föst í umferð. Vignir Rafn Valþórsson leikari tilheyrir ágætri stétt fagfólks á leikarasviði sem sér litla þörf fyrir ökuskírteini. Mýtan segir að leiklistarfólkið á höfuð- borgarsvæðinu haldi sig hvort sem er í miðbænum þar sem allt er í góðu göngufæri. Hlynur Páll Pálsson framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins, hefur aldrei tekið bílpróf og herma sögur að hann kunni prýðilega við þá ákvörðun. Inga Sæland formaður Flokks fólksins og þingmaður, er mikil landsbyggðarkona og dugnaðarforkur. Það fylgir starfinu að ferðast töluvert á milli staða en þar notast hún við aðstoð bílstjóra. Inga er, að eigin sögn, ekki með ökuréttindi vegna þess að hún er sjónskert. Hugleikur Dagsson listamaður tilheyrir bíllausa hópnum. Uppistandarinn Snjólaug Lúðvíksdóttir skaut fast á grínarann í afmælisveislu hans. „Hann er ekki með bílpróf af því að það er bannað að keyra bólufreðinn,“ sagði hún og uppskar mikinn hlátur. Á þessum degi, 25. október 1331 – Kogon Japanskeisari tók við völdum. 1859 – Spánn lýsti yfir stríði við Marokkó. 1952 – Bandaríski leikarinn Jeff Goldblum fæddist. 2001 – Tölvuleikurinn Grand Theft Auto III var gefinn út og olli miklum usla víða um heim. 2012 – Fjórða plata Taylor Swift, Red, kom út. Fleyg orð „Allt það besta í heimin- um kostar engan pening. Dýrmætasta auðlind okkar er tíminn.“ – Steve Jobs „Nágrannarnir ætluðu ekki að trúa mér“ n Óboðinn gestur á Selfossi n Bergfléttan sem braust inn K ristínu Annýju Jónsdóttur brá í brún þegar hún komst að hinu undarlega í tengsl- um við garðplöntu á heimili hennar, en hún hefur fundið sér leið í gegnum steypuvegg og að eldhús- inu – og ekki í fyrsta sinn. Tegundin sem um ræðir er bergflétta, sígræn planta með klifurrætur sem get- ur vaxið allt upp í tuttugu til þrjátíu metra upp tré, kletta eða húsveggi. Að sögn Kristínar var henni upphaf- lega brugðið þegar hún sá að plant- an hefði laumast inn um eldhúsið án bersýnilegra skýringa. Kristín, sem er sölustjóri hjá Víkurverki og búsett á Selfossi, segir í samtali við DV að málið sé hið furðu- legasta og hafi hún aldrei séð neitt þessu líkt, að nágrannar hafi verið duglegir að kíkja til hennar til að sjá óboðna gestinn, eins og hún segir. „Hún er alveg ótrúleg, þessi planta og það er ómögulegt að sjá hvaðan hún er að koma. Hún vex al- veg af sjálfri sér og hefur greinilega smeygt sér í gegnum agnarsmáa rifu, hvernig sem hún fór að því. Þetta heldur samt áfram,“ segir hún. „Ég var alveg gáttuð þegar ég tók fyrst eftir þessu og hún vex nokkuð hratt,“ segir Kristín. „Maðurinn minn tók vegginn frá og sleit plöntuna, en viku síðar var plantan búin að koma sér í gegn aftur.“ Kristín bætir við að til standi að fjarlægja aftur vegginn utan frá en plantan hefur verið undirstaða mik- ils glens í nágrenninu og því verið beðið með ferlið. „Nágrannarnir ætluðu ekki að trúa mér fyrst. Einn smiðurinn sem býr hér í hverfinu hélt að ég væri að grínast þangað til hann sá þetta. Það er mikið hlegið að þessu hér í hverf- inu og dáðst að þessari þrautseigu plöntu sem virðist ekkert ætla að láta stoppa sig. Þess vegna hef ég leyft þessu að halda sér í bili, þetta er svo mikið grín, og það er forvitnilegt að vita hversu mikið hún mun stækka,“ segir Kristín. n n Í flokki tvíkímblöðunga n Kallast einnig viðvindill eða vafningsviður n Fræðiheiti: Hedera Helix n Sígræn planta með klifur- rætur n Getur vaxið upp í 20 til 30 metra upp tré, kletta eða hús- veggi n Harðgerð og þolir vel hita- sveiflur n Kom fyrst til Íslands frá Skotlandi í kringum árið 1950 og var gróðursett við Hring- braut 10, þar sem hún óx utan á húsinu og varð frægasta bergflétta landsins Bergflétta í hnotskurn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.