Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 69

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 69
FÓKUS 6925. október 2019 Hvað varð um íslensku lukkudýrin? n Hvað eiga BT-músin, Bingó Bjössi, KR ljónið og DV tígurinn sameiginlegt? n Komu, kættu og hurfu Auglýsingaherferð Vodafone þar sem „essasú“-froskurinn var í aðal- hlutverki er með þeim íslensku aug- lýsingaherferðum sem vöktu hvað mesta athygli í upphafi áratugarins. Eftir stendur einhver vinsælasti aug- lýsingafrasi síðari tíma, „essasú?“, 196 þúsund áhorf á auglýsingar með froskinum á myndbandavefn- um Youtube.com og 21 þúsund að- dáendur á síðu sem stofnuð var til heiðurs essasú-froskinum á Face- book. Þá má segja að það sé nokkuð ljóst að grínarinn Pétur Jóhann Sig- fússon hafi staðið á bak við nokkra af þekktustu hversdagsfrösum land- ans á þessum tíma, en „essasú?“ tók hressilega við af „Já, sæll,“ þótt seinni frasinn lifi enn dátt. Sennilega eru einhverjir landsmenn sem muna eftir skemmtiþættinum Bingó-Lottó í umsjón Ingva Hrafns Jónssonar. Það var ekki svo gott að Ingvi Hrafn hafi sjálfur gegnt hlutverki lukkudýrs þáttanna, heldur var það bangs- inn Bjössi. Mikið húllumhæ skapaðist í kringum tilurð Bingó Bjössa, þar sem teiknaða fígúran var kynnt fyrir landsmönnum með hressilegum leik þar sem börn á öllum aldri sendu inn tillögur að nafni fyrir karakterinn. Bingó Bjössi var lendingin og gegndi bangsinn meðal annars því hlutverki að leggja stafaþrautir fyrir krakkana. Á tímabili var BT stærsta raftækja- verslun landsins og var heldur bet- ur stutt í músina í kynningarefninu. Gula BT-músin er á meðal þekktari íslenskra lukku- dýra og gerði hún gæfumun fyrir kennimerki versl- unarinnar, sem margir sögðu vera stolið frá banda- rísku keðjunni Best Buy. Eftir gjaldþrotið tóku Hagar BT yfir en samkeppnis- eftirlitið hafn- aði síðar þeirri yfirtöku. Þá var gula músin öll en gleymist hún seint. Tígurinn Tígri var lukkudýr Krakka- klúbbs DV á sínum tíma. Hann var fyrst kynntur til leiks árið 1992 og þótti mikill vinur barnanna á ýmsum uppákomum. Einnig voru gefnar út bækur um Tígra og náði prakkarasvipur dýrsins til ófárra barna áður en Tígri var lagður á hilluna endanlega. Íþróttafélögum hefur lengi verið afar annt um dýrin og kom Fimleikafélag Hafnarfjarðar með sitt svar við KR-ljóninu. Það var vissulega tilefni til að slá til fígúru í svarthvítu, í stíl við FH-merkið sjálft, og var þá FH- pandan fyrir valinu. Hermt er að valið hafi staðið á milli hunds og pöndu, en eins og meðfylgjandi mynd sýnir er miklu kostulegra að sjá pöndu takast á við ljón. Kötturinn Klói hefur tekið eftirtektarverðum breytingum í gegnum árin og þarf vart að kynna fyrir landsmönnum. Hins vegar eiga sjálfsagt margir erfitt með að muna eftir svörnum óvini hans og andstæðingi sem fylgdi með súkkulaðidrykknum Jibbí. Varan kom á markaðinn árið 1997 og var held- ur skammlíf, en fernuna prýddi brúnleitur hundur sem gelti dátt á milli at- kvæða í lögum sjónvarpsauglýsingarinnar og söng þar lag sem líktist þjóðhá- tíðarlagi Íslendinga. FH-pandan (Fimleikafélag Hafnarfjarðar) Tígri (Krakka DV) Bingó Bjössi (Bingó Lottó) Fiddi froskur (Vodafone) Jibbí hundurinn (Sól-Víking) BT-músin (BT) Tómas Valgeirsson tomas@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.