Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 20
20 25. október 2019FRÉTTIR Kaffihlaðborð ýmsar útfærslur, Pinnamatur, smurt brauð, tertur, o.fl. fyrir erfidrykkjuna Afgreitt á einnota fötum tilbúið á borðið Erfidrykkja HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is M argrét Sigurðardóttir er búsett á Egilsstöðum. Hún leitaði á bráða- móttöku LSH í Fossvogi þann 17. september síðastliðinn. Í sex daga hafði hún verið löm- uð á hægra auga og glímt við höf- uðverk og uppköst. Grunur lék á blæðingu í heila eða tappa og var henni vísað suður af vakthafandi lækni á Egilsstöðum. „Klukkan sex mætum við og maðurinn minn þar sem ég á að tilkynna mig inn, þar sem minn læknir var búinn að melda mig frá Egilsstöðum.“ Þannig lýsir Margrét upplifun sinni af bráðamóttökunni. „Ég beið frammi í rúman klukkutíma þar til ég var loksins kölluð inn. Þar þurfti ég að dúsa svo í marga klukkutíma. Æðalegg- ur var settur upp á 5 sekúndum, frammi á gangi fyrir framan ann- að fólk. Svo tók önnur eins bið við að fara í myndatöku sem var svo klukkan ellefu um kvöldið.“ Margrét segist hafa verið á biðstofunni til klukkan tvö um nóttina, á meðan hún beið eftir að fá herbergi. „Ég fékk síðan ekkert herbergi heldur fékk ég að dúsa á læknabekk frammi á gangi ásamt fjölda annarra. Þar fékk ég að sofa um nóttina. Skoðun á mér, sem sagt taugaskoðun, fór fram á gangi fyrir framan fjölda fólks. Önn- ur skoðun fór fram í pínulítilli kompu þar sem varla var hægt að athafna sig.“ Starfsfólkið hljóp um gangana Margrét fékk niðurstöður úr rannsóknunum síðar um nóttina, frammi á biðstofunni, fyrir fram- an fjölda manns. „Klukkan níu um morguninn vakna ég, eftir að hafa farið að sofa frammi á ganginum klukk- an þrjú, Mér finnst líklegast að ég hafi gleymst því maðurinn minn fór klukkan hálf tólf að leita að hjúkrunarfræðingi til að spyrja um stöðu mála hjá mér. Á með- an voru verkamenn fyrir ofan mig að vinna í loftinu, og ég lá með æðalegg í náttfötum á ganginum á læknabekk. Gamalmenni lágu úti um alla ganga í hjartalínurit- um og starfsfólkið gekk ekki um gangana, heldur hlupu flestir eða gengu kraftgöngu.“ Rannsóknir leiddu í ljós að ekki var um heilablæðingu að ræða. Í samtali við DV segist Mar- grét sem betur fer vera á góð- um batavegi í dag. Hún fékk við- eigandi sterameðferð hjá lækni á Egilsstöðum. En hún kveðst vilja vekja athygli á aðstæðum á bráðamóttökunni. Margrét tek- ur fram að starfsfólk bráðamót- tökunnar hafi verið „dásamlegt í alla staði.“ Vinnuaðstæðurnar séu hins vegar engum bjóðandi. „Þau voru öll dásamleg upp til hópa og ég hrósa þeim ekki nóg. Starfsfólkið var alveg útbrunnið og maður fann alveg bugun í nokkrum þeirra.“ Margrét spyr hvort þessar að- stæður séu virkilega boðlegar fyr- ir starfsfólk og sjúklinga. „Ríkis- stjórnin má fara að girða sig í brók og gera eitthvað í þessum málum. Ég hef lesið marga pistla um þetta og hélt stundum að þetta væru ýkjur, en það er það svo sannar- lega ekki,“ segir Margrét og bæt- ir við. „Ég vona svo innilega að ef þingmaður veikist og þurfi á þessari aðstoð að halda að hann eða hún fái enga sérmeðferð heldur fari aftast í röðina eins og við almúginn.“ Farsakennt ástand Í samtali við Rás 2 á dögunum sagði Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri bráðalækninga á Landspítalanum, ástandið á bráðamóttökunni hafa verið slæmt lengi en nú væri það orðið „farsakennt“. „Eins og staðan er núna þá höfum við húsnæði og mannskap til að sinna þessu þannig það ætti nánast aldrei að vera bið hjá okk- ur. En legudeildir Landspítala hafa ekki mannskap til að taka við öllum þeim sem þurfa að leggj- ast inn á spítalann. Þess vegna er bara svarið, það eru engin pláss og sjúklingurinn bíður á bráðamóttöku. Meginhluti okk- ar deilda sem sinnir öllum alvar- legum tilfellum er með 36 rúm og það er ekkert flókin stærðfræði að þegar það er 41 einstaklingur í þeim 36 rúmum sem eru að bíða, þá er engin aðstaða til að veita fólki eðlilega bráðaþjónustu.“ Þá bætti hann við á öðrum stað: „Bráðamóttaka er almennt séð komin á kolrautt ástand ef að það eru 5 fastir þar og komast ekki á legudeild. Það er mjög slæmt. Það er búið að vera árum saman, að það hafa alltaf verið einhverj- ir í bið og eiginlega hefur venj- an núna síðasta eitt, tvö árin að það séu 20 sjúklingar að bíða og það er sturlað ástand. Þegar þetta er komið yfir fjörtíu sjúklinga þá eiginlega skortir mig lýsingarorð til að lýsa þessu ástandi.“ n Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is „Starfsfólkið gekk ekki um gangana, heldur hlupu flestir“ n Margrét lýsir upplifun sinni af nótt á bráðamóttöku LSH n Ekkert næði og útkeyrt starfsfólk n Fékk að dúsa á læknabekk frammi á gangi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.