Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 55
TÍMAVÉLIN 5525. október 2019 leið tryggt öryggi forsetans og fylgdarliðs hans. Þess vegna var nauðsynlegt fyrir íslensk yfirvöld að bregðast við þeim straumi mótmælenda til landsins sem var fyrirsjáanlegur,“ sagði hún og benti á hve vel íslensk stjórnvöld hefðu unnið að því að efla sam- skipti við kínversk stjórnvöld. „Hluti af því að byggja upp og treysta samskipti ríkja er opin- berar heimsóknir. Íslenskir ráða- menn, forseti og ráðamenn hafa á undanförnum árum haldið í opinberar heimsóknir til Kína. Það er eðlilegt að endurgjalda slíkar heimsóknir og sýna kín- versku þjóðinni að við tökum af sömu gestrisni á móti þeirra full- trúum. Ef lögreglunni tekst ekki að tryggja öryggi erlendra þjóð- höfðingja hér á landi í tengsl- um við opinberar heimsóknir þá er ljóst að það verður ekkert af slíkum heimsóknum. Þannig að við stöndum frammi fyrir þeirri spurningu hvort eðlilegt sé að friðsöm hreyfing geti með skipu- lögðum aðgerðum og flutningi á fjölda mótmælenda hingað til lands haft þannig áhrif á ákvarð- anir íslenskra stjórnvalda um hverjir koma hingað í heimsókn.“ Hótuðu að beita valdi Meðal þeirra Falun Gong-liða sem haldið var í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar var þýski námsmaður- inn Peter Rechnagel. Hann sagði í viðtali við DV að hann hefði ver- ið í yfirheyrslum í sex klukku- stundir. Bætti hann við að lög- reglan hefði þjar- mað að honum og ekki gefið honum skýringu á hand- tökunni. „Ég kom úr flugvélinni um klukkan 3 eft- ir hádegi og þegar ég kom að vega- bréfsárituninni var ég fluttur í yfir- heyrsluherbergi. Þar var ég spurð- ur um mína trú, líf mitt og ýmissa annarra persónu- legra spurninga. Þetta tók um klukkutíma og eft- ir að hafa svarað þessum óþægi- legu spurningum sögðu þeir mér að fara,“ sagði Peter og bætti við að hann hefði beðið lögregluna um að tala við þýska sendiráðið. Lögreglumenn lofuðu honum að gera það en að Peter ætti að bíða eftir lögfræðingi. „Ég beið í tvær mínútur eftir þessum lögfræðingi eða þar til lögreglumennirnir komu aftur og tjáðu mér að ég væri handtekinn. Þá tóku þeir nánast allt af mér; veskið, bakpokann, og þegar ég neitaði að láta þá fá farsímann minn hótuðu þeir að beita valdi svo að ég lét hann af hendi,“ sagði Peter. „Enn seinna komu þeir aft- ur og tjáðu mér að ég væri ekki handtekinn en ætti samt sem áður að fara með næstu vél aftur til Frankfurt.“ Peter var í stopulu sambandi við Ragnar Aðalsteinsson lög- fræðing meðan á þessu stóð. Ragnar beitti sér einmitt mik- ið fyrir Falun Gong-liða og taldi það skýrt lögbrot að halda fólk- inu föngnu. Þögul mótmæli voru haldin fyrir utan Njarðvíkur- skóla, þar sem 26 iðkendur voru í haldi, til að sýna Falun Gong- -liðum stuðning. Í frétt Morgun- blaðsins um mótmælin stendur til að mynda þetta: „Mótmælendur lýstu furðu sinni og vanþóknun á innilok- un fólksins við Óskar Þórmunds- son varðstjóra. Varðstjóri sagði að fólkinu liði vel og hafnaði full- yrðingum um að það væri í fang- elsi; tæknilega séð væri það ekki komið inn í landið og væri því „í takmarki“ þar til fyrirmæli bær- ust frá íslenskum stjórnvöldum um annað.“ Lofuðu að hlýða lögreglu Svo gerðist það síðla kvölds 11. júní að Davíð Oddsson, þáver- andi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkis- ráðherra, og Sólveig Pétursdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, ákváðu að heimila öllum Falun Gong-meðlimum sem voru í haldi á Íslandi landgöngu. „Í ljósi viðræðna hefur verið samþykkt að lögregluyfirvöld taki við yfirlýsingu framangreindra talsmanna Falun Gong-félaga þar sem þeir heita því að fara í hvívetna að fyrirmælum lögreglu meðan á heimsókn forseta Kína hingað til lands stendur, virða ör- yggissvæði og koma saman á sér- stökum svæðum samþykktum af lögreglu. Jafnframt hefur verið ákveðið að veita landgöngu öll- um þeim Falun Gong-meðlimum sem dvalið hafa í dag í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Njarðvíkur- skóla að því tilskildu að þeir undirriti samsvarandi yfirlýs- ingu og að framan greinir. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að tak- marka sem kostur er komu fleiri meðlima Falun Gong á næstu dögum,“ sagði í tilkynningu frá stjórnvöldum. Einn af þeim sem gagnrýndu aðgerðir stjórnvalda í þessu máli var Björn Bjarnason, sem þá var oddviti minnihluta Sjálfstæðis- flokks í borgarstjórn. Hann sagði í pistli á heimasíðu sinni „harka- legt að gera iðkendur Falun Gong útlæga frá Íslandi, á meðan kín- verski valdsmaðurinn er hér á landi með miklu fylgdarliði sínu.“ Ferðamálafrömuðir höfðu einnig áhyggjur af ástandinu, þar á með- al Tómas Þór Tómasson, mark- aðsstjóri Ferðamálaráðs. „Óneitanlega hefur þetta ver- ið töluvert rætt og menn spyrja sig um umfang þessara aðgerða. Það er engin launung á því að fólk í ferðaþjónustunni hefur áhyggj- ur af þessu og þeirri neikvæðu af- spurn sem þetta kann að valda,“ sagði hann. Ekki sanngjörn gagnrýni Þann 15. júní var síðan efnt til langþráðs mótmælafundar á Austurvelli í tilefni af opinberri heimsókn Jian Zemin, forseta Kína. Um tvö þúsund manns tóku þátt í fundinum sem ungliða- hreyfingar stjórnmálaflokkanna og námsmannahreyfingarnar stóðu fyrir. Margir Falun Gong- liðar tóku þátt í mótmælunum. Áberandi voru á fundinum gul mótmælaspjöld og borðar með boðskap Falun Gong og margir voru með svarta klúta fyrir munni til marks um að tjáningarfrelsi væru skorður settar í Kína. Fjöl- margir fundarmenn lýstu einnig yfir andúð sinni á framgöngu stjórnvalda í málefnum fylgis- manna Falun Gong. Daginn áður hafði Jian Zemin eytt deginum með þáverandi for- seta Íslands, Ólafi Ragnari Gríms- syni. Sagði Ólafur í samtali við DV að fundur hefði verið árangursrík- ur. Meðal þess sem var rætt voru málefni er vörðuðu sjávarútveg, jarðhita og ferðamennsku. Ólaf- ur sagði mikilvægt fyrir íslensku þjóðina að rækta samskiptin við Kína og að ítarlegar umræður um stöðu lýðræðis hefðu farið fram. „Ég lýsti því fyrir forsetan- um að hið opna lýðræðislega samfélag væri mjög ríkur þáttur, ekki aðeins í stjórnkerfi okkar Ís- lendinga heldur einnig í viðhorf- um okkar og menningu og að það væri okkur kappsmál að leggja áherslu á þessa þætti í viðræð- um okkar við aðrar þjóðir,“ sagði Ólafur. Hann gladdist yfir því að Íslendingar hefðu tekið Falun Gong-liðum opnum örmum. „Mér finnst það í raun ekki sanngjörn gagnrýni á stjórnvöld að við höfum ekki gefið Falun Gong tækifæri til þess að láta rödd sína heyrast. Ég held að margar mótmælendahreyfingar hefðu fagnað því að hafa jafn greiðan aðgang að fjölmiðlum og fengið jafn víðtækan stuðn- ing meðal þjóðarinnar og Falun Gong hefur fengið á Íslandi.“ Hvernig gátu listar yfir iðkendurna orðið til? Nokkrum dögum síðar sendu Falun Gong-iðkendur frá sér til- kynningu og þökkuðu íslenskum almenningi fyrir gestrisnina. „Í hinum óvæntu og ófyrirsjáanlegu erfiðleik- um sem mættu okkur hér, voru það þið, fólkið á Íslandi og fjölmiðlar Ís- lands, sem sýnduð okkur fulla samstöðu og sam- hygð. Samhygð til þess að standa vörð um al- heimssannindin, sann- leiksiðkun, kærleika og umburðarlyndi og til varnar grundvallar- réttindum og frelsi fólks til skoðana, tjáningar og samfélags. Við erum ykkur innilega þakk- lát fyrir að sýna kín- verska einræðisherran- um með sameiginlegu átaki ykkar að mann- réttindi og frelsi eru virt í lýðræðissamfélagi. Stuðningur ykkar hef- ur sýnt heimsbyggðinni að ofsóknirnar á hend- ur Falun Gong eru ekki einungis mann- réttindamál heldur einnig siðferðislegt mál. Þið hafið sýnt öllum heiminum að Íslendingar muni undir öllum kringumstæðum standa vörð um það sem er rétt. Ótrúlega kröftugur stuðningur ykkar hefur hjálpað öllum Falun Gong-iðkendum í Kína að hljóta áheyrn. Góðvild og styrkur allra ykkar sem tókuð ykkur tíma til þess að veita okkur lið og styðja málstað okkar hefur snert okkur djúpt. Þið verðið okkur ævinlega hjartfólgin. Það sem þið gerðuð til þess að styðja Falun Gong er sögulegur minnisvarði um góð- vild ykkar. Með dýpstu virðingu þökkum við fólkinu á Íslandi. Sameiginlega getum við haldið á lofti grundvallaratriðunum, sannleiksiðkun, kærleika og umburðarlyndi og gert heim- inn betri öllum til handa,“ sagði meðal annars í tilkynningunni. Þótt Falun Gong-liðar hefðu horfið jafn fljótt á brott og þeir komu skildi heimsókn þeirra eftir sig margar spurningar í íslensku samfélagi. Var það helst þessi „svarti listi“ sem íslensk stjórn- völd kokgleyptu frá þeim kín- versku sem var umdeildur. Meðal þeirra sem veltu fyrir sér aðgerð- um stjórnvalda í heimsókn Falun Gong var kennarinn og Falun Gong-iðkandinn Þórdís Hauks- dóttir, en hún skrifaði meðal annars í skoðanapistli í Morgun- blaðinu í júlí: „Þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að takmarka komu Falun Gong-iðkenda til Íslands var framfylgt með vafasamri að- ferð. Hvernig gátu listar yfir iðk- endurna orðið til? Eins og fyrr var sagt er Falun Gong hvorki fé- lag né skipulögð samtök af neinu tagi, og skrá iðkendur því hvergi nöfn sín, né sækja um aðild að einu né neinu. Listarnir hljóta því að hafa verið búnir til með því að fylgjast með fólki, kom- ast að nöfnum þess og skrá þau. Ef íslensk stjórnvöld fengu ekki umrædda lista frá stjórnvöld- um í Kína hvaðan komu þeir þá? Hvaða önnur ríki myndu leggja á sig þá miklu vinnu sem felst í því að leita uppi einstaklinga sem leggja stund á ákveðið form kínverskra æfinga til sjálfsrækt- ar?“ n Allir vinir Falun Gong-liðar héldu því statt og stöðugt fram að heimsóknin yrði friðsamleg. Þetta eru æfingarnar Í helgarblaði DV var farið yfir Falun Gong-æfingarnar. Klassísk leiðtogaheimsókn Ólafu r sýndi forseta Kína meðal annars Þ ingvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.