Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 10
10 FÓKUS 25. október 2019 Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is LÓNSBRAUT 6 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 551 7170 • SAETOPPUR.IS Nærmynd af Gísla Pálma: n Byrjaði í neyslu ellefu ára n Varð fljótt vinsælasti rappari landsins n „Þegar ég var 15 til 16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni“ R apparinn Gísli Pálmi Sig­ urðsson hefur verið mikið í kastljósi fjölmiðla þessa vikuna eftir að Þórdís Árnadóttir, íbúi í Vallarási, bar á hann og kærustu hans þungar sakir. Sakaði hún kærustuparið um að brjótast inn hjá henni og stela meðal annars tölvu, lyfjum og snyrtidóti. Þórdís hefur kært málið til lögreglu en hefur heitið veglegum fundarlaunum þeim sem getur hjálpað henni að finna þýfið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gísli Pálmi ratar á síður fjölmiðla. Hann var um tíma vinsælasti rappari landsins og hefur talað opinskátt um baráttu sína við fíkn alla tíð. Ólst upp í Bandaríkjunum Gísli Pálmi er sonur Sigurðar Gísla Pálmasonar, sem var áður kennd­ ur við Hagkaup enda sonur Pálma Jónssonar í Hagkaupum, og Guð­ mundu Helenar Þórisdóttur. Gísli Pálmi fæddist árið 1991 og ólst að hluta til upp í Bandaríkjunum. Í viðtali við Fréttablaðið árið 2015 sagði hann að skólagangan hefði verið strembin þegar að fjölskyld­ an flutti aftur til Íslands. „Ég ólst að hluta til upp í Bandaríkjunum og er því eigin­ lega tvítyngdur ef svo má segja. Slangrið kemur mikið þaðan. Hefðbundin íslenska getur ver­ ið svo stíf, svo mörkuð. Ég átti alltaf erfitt með að vera í íslensku­ tímum eftir að ég flutti heim. Mér fannst ég aldrei kunna neitt. Mér var sagt að ég kynni ekki ís­ lensku,“ sagði hann og bætti við að hann hefði oft skrópað í grunnskóla, en Gísli Pálmi hefur verið duglegur að búa til íslensk nýyrði í sínu rappi. Á unglingsár­ unum hætti hann í skóla og fetaði vafasama braut, fulla af neyslu og smáglæpum. Felur grófustu hlutina Gísli Pálmi kom síðan eins og stormsveipur í íslenska tónlistar­ senu árið 2011 þegar hann gaf út lagið Set mig í gang, á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Þegar þetta er skrifað er búið að horfa á mynd­ bandið á YouTube tvö hundruð þúsund sinnum, en myndbandið vakti mikla athygli á sínum tíma. Í því er Gísli Pálmi ber að ofan og hnyklar vöðvana fyrir framan glæsilegan, svartan Range Rover­jeppa. Í viðtali við Fréttablaðið sumarið 2011 sagð­ ist Gísli Pálmi vilja miðla sinni stormasömu ævi í gegnum tón­ listina. „Ég nota mikið af slangri og það gæti þetta enginn nema að vera búinn að ganga í gegnum það sem ég hef gengið í gegn­ um — að vera búinn að hanga á röngum stöðum síðustu tíu árin. Þaðan fæ ég þennan orðaforða. Það er mikið af földum skilaboð­ um í textunum, sem ég segi ekki beint út. Ég fel grófustu hlutina, þeir koma fram í öðru formi,“ sagði hann og bætti við: „Ég var alveg farinn í hausnum og braust inn alls staðar, tók allt ófrjálsri hendi — alveg í bullandi neyslu auðvitað, rændi bílum bara til að rúnta. Ef það var eitthvað sem ég gerði ekki, þá er það líklegast ekki hægt.“ Í því viðtali sagðist hann vera búinn að snúa við blaðinu. „Já, algjörlega. Ég fann innri „Ég hef ekkert að fela og hef aldrei falið neitt“ Forsíðustrákur Á forsíðu fylgi- rits Fréttablaðsins árið 2011. Ekki í ástandi fyrir barna- skemmtun Gísli Pálmi kom ekki fram á Dýrafjarðar- dögum fyrr á árinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.