Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 68
68 FÓKUS 25. október 2019 Hvað varð um íslensku lukkudýrin? n Hvað eiga BT-músin, Bingó Bjössi, KR ljónið og DV tígurinn sameiginlegt? n Komu, kættu og hurfu Heyra lukkudýr á Íslandi sögunni til? Hvers vegna var svona mikil útbreiðsla á þeim hér? Ísland hefur svo sannarlega fengið sinn skerf af kostulegum fígúrum fyrirtækja, sem oftar en ekki leiddu til þess að einhver manneskja þurfti að klæða sig í íburðarmikinn búning á viðburðum. Skemmst er þó að segja frá því að sumar fígúrurnar voru eftirminnilegri en aðrar og vert að skoða hvaða hlaðborð lukku- dýra hefur staðið til boða. Mjólkurdropinn Dreitill er fáum ókunnur og steig eftir- minnilega fram á sjónarsviðið um miðjan tíunda áratug síð- ustu aldar. Það var Halla Vil- hjálmsdóttir sem söng lagið Mjólk er góð á hinn krúttleg- asta máta. Auglýsingarnar með mjólkurdropanum þóttu almennt vera dúllulegar, þrátt fyrir að fígúran hafi best kunn- að við að bragða á sjálfri sér. Tvíburarnir Króni og Króna voru til þess hannaðir að kenna krökkum að fara vel með peningana sína. Þau komu fyrst fram í Stundinni okkar árið 1991 þar sem þau börðust við Eyðsluklærnar. Króni og Króna voru gefin út í alls konar útgáfum og lit- um. Sumar útgáfurnar voru meira að segja handmálaðar. Þorskurinn Þorri var mikið notaður í auglýsingaherferð- um Lýsis þar sem sprellfjörug rödd Ladda hvatti börn til þess að drekka lýsi og vera syngj- andi glöð. Ímynd Þorra hef- ur skekkst töluvert í ljósi þess að meðfylgjandi mynd er það fyrsta sem kemur upp í ein- földu gúgli. Árið 1993 var KR-ljónið kynnt til sögunnar, yngri stuðningsmönnum liðsins til mik- illar ánægju. Umrætt ljón gegndi því hlut- verki að hressa upp á umgjörð heimaleik- anna og trylla lýðinn. Leikarinn Hilmar Guðjónsson naut heiðursins af að spreyta sig lengi í gervi ljónsins. Fuglinn Trölli kom fram í upphafi áttunda áratugarins og varð einn vinsælasti spari- baukur sögunnar. Einnig var kvenkyns út- gáfa sem lengi var nafnlaus en fékk síðan nafnið Trína í verðlaunaleik Æskunnar árið 1972. Útvegsbankinn notaði Trölla og Trínu fram yfir gjaldmiðilsbreytinguna árið 1980 þegar verðmæti smámyntar hundraðfaldað- ist. Trölli var einna þekktastur fyrir letilegt kántrílag sem notað var í auglýsingum og hefst á textanum: „Í kolli mínum geymi ég gullið, sem gríp ég höndum tveim. Svo fæ ég vexti og vaxtavexti, og vexti líka af þeim.“ KR-ljónið (Knattspyrnufélag Reykjavíkur) Þorri þorskur (Lýsi) Trölli (Útvegsbankinn) Króni og Króna (Sparisjóðurinn) Dreitill (Mjólkursamsalan) Dreitill (Mjólkursamsalan)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.