Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 68
68 FÓKUS 25. október 2019
Hvað varð um íslensku lukkudýrin?
n Hvað eiga BT-músin, Bingó Bjössi, KR ljónið og DV tígurinn sameiginlegt? n Komu, kættu og hurfu
Heyra lukkudýr á Íslandi sögunni til? Hvers vegna var svona mikil útbreiðsla
á þeim hér?
Ísland hefur svo sannarlega fengið sinn skerf af kostulegum fígúrum fyrirtækja,
sem oftar en ekki leiddu til þess að einhver manneskja þurfti að klæða sig í
íburðarmikinn búning á viðburðum. Skemmst er þó að segja frá því að sumar
fígúrurnar voru eftirminnilegri en aðrar og vert að skoða hvaða hlaðborð lukku-
dýra hefur staðið til boða.
Mjólkurdropinn Dreitill er
fáum ókunnur og steig eftir-
minnilega fram á sjónarsviðið
um miðjan tíunda áratug síð-
ustu aldar. Það var Halla Vil-
hjálmsdóttir sem söng lagið
Mjólk er góð á hinn krúttleg-
asta máta. Auglýsingarnar
með mjólkurdropanum þóttu
almennt vera dúllulegar, þrátt
fyrir að fígúran hafi best kunn-
að við að bragða á sjálfri sér.
Tvíburarnir Króni og Króna voru til þess
hannaðir að kenna krökkum að fara vel
með peningana sína. Þau komu fyrst fram
í Stundinni okkar árið 1991 þar sem þau
börðust við Eyðsluklærnar. Króni og Króna
voru gefin út í alls konar útgáfum og lit-
um. Sumar útgáfurnar voru meira að segja
handmálaðar.
Þorskurinn Þorri var mikið
notaður í auglýsingaherferð-
um Lýsis þar sem sprellfjörug
rödd Ladda hvatti börn til þess
að drekka lýsi og vera syngj-
andi glöð. Ímynd Þorra hef-
ur skekkst töluvert í ljósi þess
að meðfylgjandi mynd er það
fyrsta sem kemur upp í ein-
földu gúgli.
Árið 1993 var KR-ljónið kynnt til sögunnar,
yngri stuðningsmönnum liðsins til mik-
illar ánægju. Umrætt ljón gegndi því hlut-
verki að hressa upp á umgjörð heimaleik-
anna og trylla lýðinn. Leikarinn Hilmar
Guðjónsson naut heiðursins af að spreyta
sig lengi í gervi ljónsins.
Fuglinn Trölli kom fram í upphafi áttunda
áratugarins og varð einn vinsælasti spari-
baukur sögunnar. Einnig var kvenkyns út-
gáfa sem lengi var nafnlaus en fékk síðan
nafnið Trína í verðlaunaleik Æskunnar árið
1972. Útvegsbankinn notaði Trölla og Trínu
fram yfir gjaldmiðilsbreytinguna árið 1980
þegar verðmæti smámyntar hundraðfaldað-
ist. Trölli var einna þekktastur fyrir letilegt
kántrílag sem notað var í auglýsingum og
hefst á textanum: „Í kolli mínum geymi ég
gullið, sem gríp ég höndum tveim. Svo fæ ég
vexti og vaxtavexti, og vexti líka af þeim.“
KR-ljónið
(Knattspyrnufélag
Reykjavíkur)
Þorri þorskur
(Lýsi)
Trölli
(Útvegsbankinn)
Króni og Króna (Sparisjóðurinn)
Dreitill (Mjólkursamsalan)
Dreitill
(Mjólkursamsalan)