Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 16
16 FÓKUS - VIÐTAL 25. október 2019 OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 Í febrúar 2013 var skotið á hús Ágústs Valdísarsonar og þá- verandi unnustu hans á Eyrar- bakka. Atburðurinn hafði djúpstæð áhrif á Ágúst en hann greindist með áfallastreituröskun í kjölfarið. Íslenskir fjölmiðlar greindu frá málinu á sínum tíma. Þannig hljómaði tilkynning lögreglu: Fjórir voru handteknir eftir að skoti var hleypt á íbúðarhús á Eyrarbakka í nótt. Lögreglan á Selfossi lagði hönd á haglabyssu sem fjórmenningarnir, þrír karl- ar og ein kona, höfðu í fórum sínum. Sérsveitarlögreglumenn voru kallaðir til eftir að skotinu var hleypt af, en högl lentu á vegg við eldhúsglugga þar sem ung- ur maður stóð fyrir innan. Mesta mildi þótti að ekki hefði farið verr. Fjórmenningarnir dvelja í fanga- geymslu lögreglunnar á Selfossi og bíða yfirheyrslu, en það er tæknideild Lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu sem sér um tæknirannsókn. Atvikið er litið alvarlegum augum og rannsókn verður framhaldið í dag. Facebook-færsla var kveikjan að árásinni Ágúst býr enn í dag í sama húsinu á Eyrarbakka, ásamt þriggja ára syni sínum, og vill hvergi annars staðar vera. Hann segist ennþá muna at- burðarásina þessa nótt í febrú- ar árið 2013. Þáverandi unnusta hans hafði farið út að skemmta sér fyrr um kvöldið, en tilviljun réð því að dóttir hennar, stjúpdóttir Ágústs, var í pössun. Rúmlega viku áður hafði unnusta Ágústs birt færslu á Face- book þar sem hún nafn- og mynd- birti fjölskyldumeðlim sem hafði hlotið dóm fyrir að brjóta á henni kynferðislega. Ágúst segir að það hafi þó ekki verið neinn aðdrag- andi að árásinni dagana á undan. „Um þrjú leytið um nóttina hr- ingdi síminn minn. Sá sem hr- ingdi spurði hvort ég ætti svart- an og rauðan Nissan-bíl og þegar ég sagði já þá var mér sagt að það væri búið að „bömpa“ bílinn.“ Sá sem hringdi reyndist vera vinur bróður unnustu Ágústs. Skömmu síðar tók parið eft- ir grunsamlegum mannaferð- um við húsið og síðar heyrðist einhver kalla nafn unnustunnar. Það reyndist vera bróðir hennar, sem sagðist vera ósáttur við fær- sluna fyrrnefndu á Facebook. Þrír félagar hans, tveir karlar og ein kona, voru með í för. „Við fórum aftur inn í húsið og hún hringdi á Neyðarlínuna. Þetta var um hálf fimm leytið. Ég sá síðan út um gluggann að Volkswagen-bílinn var ennþá þarna. Það vildi svo til að ég var með gamla öxi inni hjá ér, ég greip hana og fór út til þeirra til að reka þá í burtu. Þá óku þeir í burtu. Ágúst segir unnustu sína því næst hafa hringt á lögregluna á Selfossi. Á meðan stóð hann við gluggann í upplýstu eldhúsinu til að kanna hvort fjórmenningarnir væru komnir aftur. „Allt í einu sá ég svo bíl- inn keyra hægt niður götuna og framhjá húsinu okkar. Ég sá eitt- hvað sem var eins og rör koma út um g ugga n á bílnum. Svo kom blossi og allt fylltist af reyk. Ég man þetta ennþá, ég gleymi þessu aldrei. Ég rauk aftur út með exina, brjálaður. Ég veit að það eru ör- ugglega margir sem skilja ekkert í því að ég hafi sýnt þessi viðbrögð, að rjúka svona út. En eitt af því sem hefur hjálpað mér að komast yfir þetta er að ég er sáttur við að hafa brugðist við á þennan hátt,“ segir Ágúst og tekur undir með að það sé í raun ómögulegt að segja til um hvaða viðbrögð fólk sýni í Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is „Svo kom blossi og allt fylltist af reyk“ Skotið á hús Ágústs á Eyrarbakka Hvatinn að árásinni var færsla á Facebook – Árásarmennirnir ekki dæmdir fyrir tilraun til manndráps Vill ekki fara Ágúst býr enn í sama húsinu á Eyrarbakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.