Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 53
PRESSAN 5325. október 2019
fátækari samfélögum. Einnig
kom í ljós að tvö síðastnefndu
lyfin eru mest notuð af eldra
fólki sem er oft með lægri inn-
komu en yngra fólk. Önnur
verkjalyf, þunglyndislyf og önn-
ur lyf eru einnig mest notuð á
svæðum þar sem félagshag-
fræðilegar aðstæður eru ekki
svo góðar en þó ekki í eins mikl-
um mæli og fyrrnefndu lyfin.
BBC hefur eftir Choi að sam-
anburður á úrgangi ríkra og fá-
tækra geti komið mjög á óvart.
Bara með því að skoða tölurnar
sé hægt að bera samfélög saman
og þá sjáist jafnvel margfald-
ur munur á trefjamagni. Choi
og O‘Brien vonast til að geta
endurtekið rannsóknina þegar
næsta manntal verður gert til
að öðlast innsýn í hvort ein-
hverjar breytingar séu í gangi
sem ekki hafa komið í ljós með
öðrum rannsóknaraðferðum
eða þarfnast frekari rannsókna.
Þeir nefna sem dæmi að notk-
un sýklalyfja sé nokkurn veginn
sú sama í öllum félagshagfræði-
legum hópum. Það bendi til að
ríkisstyrkt heilbrigðiskerfi sé að
gera gagn. Ef munur fer að mæl-
ast á sýklalyfjanotkuninni í síð-
ari rannsóknum þurfi að rann-
saka málið betur og komast
að hvort og af hverju ákveðnir
þjóðfélagshópar noti sýklalyf í
minna magni en aðrir hópar.
Niðurstöður rannsóknarinn-
ar staðfesta það sem nefnt hef-
ur verið félagslegur stígandi en
hann tengist betri heilsu þeirra
tekjumeiri, minni reykingum og
minni offitu þess hóps miðað
við aðra þjóðfélagshópa.
Ástralir telja að gott jafnvægi
ríki í landinu á milli hinna ýmsu
þjóðfélagshópa og því er félags-
hagfræðilegur ójöfnuður alvar-
legt mál að þeirra mati. Í skýrslu
frá OECD frá 2018 kemur fram
að í Ástralíu er meiri ójöfnuð-
ur að meðaltali en í Bandaríkj-
unum og Bretlandi. Tekjuhæsti
fimmtungur þjóðarinnar er
með fimm sinnum meiri ráð-
stöfunartekjur en þeir sem til-
heyra tekjulægsta hópnum.
Almennt séð þýða meiri ráð-
stöfunartekjur að fólk hefur
meiri getu til að kaupa hollar
matvörur á borð við ávexti og
grænmeti og aukin menntun
þýðir að fólk hefur meiri skiln-
ing á mikilvægi næringar.
En rannsóknin sýndi eina
athyglisverða undantekningu
á tengslum þjóðfélagsstöðu
og mataræðis. Á svæðum þar
sem stór hluti íbúanna talar
ekki ensku borðar fólk mikið af
trefjum og sítrusávöxtum. Þetta
endurspeglar þá staðreynd að
innflytjendur borða oft meira
af grænmeti og ávöxtum en
heimamenn. n
„Ef þú ætlar að hrinda
einhverju í fram-
kvæmd og vonast eftir já-
kvæðum breytingum verður
þú að geta mælt árangurinn
af aðgerðunum
n Morð á Englandi sýna þetta svart á hvítu
n Áður en pör taka saman er maðurinn stjórnsamur
Þ
egar karlar drepa maka sína eða fyrrver-
andi maka hafa þeir oft verið mjög stjórn-
samir í þeirra garð. Þá eru morðin oft miklu
skipulagðari en talið hefur verið fram að
þessu. Þetta eru niðurstöður nýrrar breskrar rann-
sóknar þar sem rannsakað var hvernig atburða-
rásin var í 372 morðum á konum á Englandi frá
2012 til 2015.
Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í
tímaritinu Violence Against Women. Aðalhöfund-
ur rannsóknarinnar er Jane Monckton Smith, af-
brotafræðingur við University of Gloucestershire.
Hún hefur fundið mjög skýrt aðgerðamynstur í átta
skrefum sem á sér oft stað í aðdraganda þess að
karlar myrða konur sem þeir hafa átt í nánu sam-
bandi við. Það er til dæmis mjög algengt að sam-
böndin hafi mjög fljótt orðið alvarleg og fólk eign-
ast börn saman eða gengið í hjónaband. Fljótlega
eftir það byrjuðu karlarnir að stjórna konunum og
ráðskast með þær.
Jane vonast til að niðurstöður rannsóknarinnar
geti gagnast lögreglumönnum, heilbrigðisstarfs-
fólki og félagsmálayfirvöldum í samskiptum þeirra
við konur. Hún segir hægt að nota átta þrepa mód-
elið ásamt öðrum viðeigandi formum áhættu-
greiningar. Módelið geti veitt meiri innsýn í mál
þegar fagfólk og fórnarlömb eru í þeirri stöðu að
taka verður ákvörðun.
Jane lýsir hinum átta stigum í aðdraganda
morðs á eftirfarandi hátt:
Áður en fórnarlambið og morðinginn taka
saman hefur maðurinn áður verið stjórnsamur
eða ofbeldisfullur í garð fyrrverandi maka eða of-
sótt konur.
Eftir að fólkið kynnist ganga hlutirnir hratt fyrir
sig. Maðurinn veitir konunni mikla athygli og fær
hana til að skuldbinda sig og því verður sambandið
mjög hratt alvarlegt. Jane tekur sem dæmi að mað-
urinn flytji hugsanleg inn til konunnar sama dag
og þau kynnast eða þá að þau eignast barn mjög
fljótt. Hún nefnir einnig hjónaband til sögunnar og
segir að það gerist oft fljótlega eftir að fólkið kynn-
ist. Fjölskylda fórnarlambsins tekur oft eftir því að
hlutirnir ganga óeðlilega hratt fyrir sig.
Þörf mannsins fyrir að stjórna og ráða setur
mikið mark á sambandið. Í öllum þeim 372 morð-
málum sem Jane rannsakaði byrjuðu mennirnir að
vera mjög stjórnsamir í sambandinu. Sumir beittu
líkamlegu ofbeldi en aðrir andlegu. Í sumum til-
fellum fylgdust mennirnir með konum sínum öll-
um stundum og eltu þær á röndum því þeir töldu
þær vera að halda framhjá.
Eitthvað kemur síðan þeirri hugmynd inn hjá
körlunum að valdi hans yfir konunni sé ógnað. Það
getur til dæmis verið ef yfirvöld blanda sér í mál
þeirra. Einnig ef konan hótar að yfirgefa karlinn.
Stundum finnst körlunum að valdi þeirra sé ógn-
að án þess að hafa nokkra frekari ástæðu til þess.
Óskir mannsins um að stjórna konunni verða
enn meiri og ákafari. Þetta virðist tengjast tilraun-
um til að ná aftur stjórn á konunni eða tryggja
stöðu karlsins. Til að gera þetta geta karlarnir nýtt
ýmsar aðferðir. Til að grátbiðja um fyrirgefningu,
hóta að beita ofbeldi, beita ofbeldi, elta konuna á
röndum eða hóta að fremja sjálfsvíg. Þetta stig get-
ur staðið yfir í skamman eða langan tíma.
Hugmyndin um að myrða konuna kviknar. Oft
er það í tengslum við að manninum finnst sem
hann hafi tapað valdi yfir konunni eða misst stöðu
sína. Oft finnst karlinum sem hann sé hið raun-
verulega fórnarlamb og að konan og/eða kerfið
fari ósanngjörnum höndum um hann.
Maðurinn skipuleggur morðið. Hann kynnir sér
hugsanlega ýmsar aðferðir. Hann útvegar sér vopn.
Ef hann hefur einnig í hyggju að fremja sjálfsvíg
eyðir hann hugsanlega kröftum í að ganga frá laga-
legum þáttum eins og erfðaskrá. Hann íhugar jafn-
vel hvernig hann getur losað sig við líkið. Hann
fylgist grannt með fórnarlambinu og skipuleggur
hugsanlega hvernig hann geti komist í aðstæður
þar sem hann sé einn með konunni.
Hann myrðir konuna. Morðin geta verið fram-
in á margvíslegan hátt og á mismunandi stöðum.
Það getur einnig gerst að vitni eða börn séu einnig
myrt. Hugsanlega reynir hann að leyna morðinu
eða þá að hann játar það strax. Einnig getur verið
að hann svipti sig lífi að ódæðinu loknu. n
Morðingjar fara í gegn-
um átta stig áður en
þeir drepa maka sinn
Átta stig Óhugnanleg rannsókn.
Mögnuð rannsókn Samanburður á úrgangi
ríkra og fátækra gæti komið mjög á óvart.