Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 56
56 FÓKUS - VIÐTAL 25. október 2019 É g er búin að fara tvisvar til Harvard, það hefur kostað mig svo mikið að komast á þennan stað. Núna er þetta að snúast við. Núna er ég loksins að fá borgað fyrir vinnuna. Það mátti ekki seinna vera,“ segir Mar- grét Hrafnsdóttir, kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðandi. Margrét er nýjasti gestur hlað- varpsþáttar dægurmáladeildar DV, föstudagsþáttarins Fókuss. Margrét hefur verið búsett vest- an hafs með eiginmanni sínum til þrjátíu ára, Jóni Óttari Ragnars- syni, síðan árið 1992. Hún kom í stutta heimsókn til Íslands nú á dögunum til að fylgja eftir nýjustu mynd sinni, heimildamyndinni House of Cardin, sem sýnd var á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF. Myndin fjall- ar um ævi og störf tískumógúls- ins Pierre Cardin. Það má í raun segja að myndin hafi verið unnin á mettíma og hálfgert ævintýra- verkefni leikstjóranna Todd Hug- hes og P. David Ebersole. „Það var þannig leikstjórarn- ir hafa verið miklir aðdáendur Pierre Cardin í mörg, mörg ár. Fyrir tveimur árum fóru þeir til Parísar að leika sér og sáu allt í einu Pierre Cardin-safn og fóru þar inn. Þeir byrjuðu að tala við fólkið hans og þetta er alveg ótrú- legasta fólk, margir búnir að vera þarna frá því að þeir fengu fyrstu vinnuna, í áratugi. Allt í einu kem- ur einhver og segir að þeir ættu að hitta sjálfan Pierre Cardin og þeir missa út úr sér að þeir væru alveg til í að gera um hann heimilda- mynd,“ segir Margrét. Í kjölfarið voru leikstjórarnir kynntir fyrir Pierre Cardin sem spurði þá ein- faldlega hvenær þeir gætu byrj- að á myndinni. „Af því að hann er orðinn 97 ára hugsuðu þeir: Við þurfum að byrja eins og skot og vinna hratt. Nokkrum dögum seinna hófst þetta allt saman.“ Fyrst um sinn hjálpaði Mar- grét leikstjórunum sem vinur en fyrir rúmu hálfu ári leituðu þeir svo til hennar eftir meiri hjálp í að finna fjármagn og samstarfsað- ila til að fullklára myndina. Mar- grét lagði sig alla í verkefnið, eins og hennar er von og vísa, og út- koman var þessi heimildamynd sem hefur fengið gríðarlega góða dóma, bæði hér á landi og erlend- is. Myndinni var boðið á kvik- myndahátíðina í Feneyjum áður en hún kom á RIFF og þykir það mikill heiður í þessum bransa. Á frumsýningu myndarinnar í Fen- eyjum stóð fólk upp og ætlaði lófaklappinu aldrei að linna. „Það gleður mig rosalega mik- ið. Þetta er ekki bara mynd um einhvern tískumógúl og stóran karl heldur er þetta fullt af inn- blæstri og gefur fólki ákveðinn til- gang eftir að það horfir á hana.“ Með fantasambönd Margrét var rétt skriðin yfir tvítugt þegar hún flutti til Bandaríkjanna með Jóni Óttari. Þar stundaði hún nám í kvikmyndagerð við Colu- mbia College í Los Angeles og Jón Óttar lærði handritagerð. Mar- grét hóf nám af miklum krafti og átti þar góð tvö og hálft ár. Hún á enn tvær einingar eftir af náminu til að klára það og má rekja það til ráða sem einn kennari hennar gaf henni. „Það er að þakka, eða kenna, besta prófessor skólans, sem ég var búin að ná á eintal í bekkn- um og spurði: Hvernig lærir mað- ur að vera framleiðandi hérna? Hann horfði á mig og sagði: Það er ekki hægt að kenna þetta. Þú nærð í efni sem er spennandi, vonandi. Þú þarft að eiga efni til að vera leiðandi framleið- andi og síðan þarftu að laða að því gott fólk til að vinna að því. Gott fólk laðar síðan fjármagnið að og svo þarftu að halda þess- um boltum öllum á lofti þangað til þetta græna ljós kviknar. Svo sagði hann: Það er bara þannig með Hollywood-framleiðendur að þeir þurfa að vera fjárhagslega sterkir. Það er þessi fræga setning, sem er líklegast sönn að mörgu leyti: „There are no poor prod- ucers in Hollywood“. Ég hafði haft ákveðinn styrk fjárhagslega en umfram allt bara þor og það að geta tengt mig vel við fólk til að stækka sem framleiðandi. Það hefur skilað sér ótrúlega vel. Ég er með fantasambönd og ansi mörg „element“ sem geta fjármagnað kvikmyndir í dag. Það hefur ekki komið af sjálfu sér. Þetta er alveg rosaleg vinna.“ 14 ára þrautaganga Til marks um þrotlausa vinnu og þrautseigju þá fer Margrét loksins í tökur á kvikmyndinni Kill the Poet í janúar á næsta ári, en myndin hefur verið í fjórtán ár í vinnslu og fjallar um samband Steins Steinars við listakonurnar Louisu Matthíasdóttur og Nínu Tryggvadóttur. Hjónin Margrét og Jón Óttar eru framleiðendur myndarinnar. Margrét segir veg- ferð verkefnisins vera lyginni lík- ast. „Það er alveg ótrúleg saga en hún er að fá mjög farsælan endi. Þetta er í raun saga sem við bíð- um eftir því að segja. Þetta er ást- arsaga um þessa listamenn sem munu endurskapa seinni heims- styrjöldina,“ segir Margrét og fer yfir þrautagönguna, sem virtist endalaus. „Fyrst tók þetta engan tíma. Þetta gekk bara hratt, eins og í sögu frá 2006 til janúar 2008. Þá vorum við búin að fjármagna meira og minna á pappírum tíu milljóna dollara mynd og þá var enn þá þessi stóri markaður fyrir DVD, sem var mjög gjöfull mynd- um sem þessum. Svo fann ég ein- hverja breytingu á fjárfestum og bankanum okkar í febrúar, mars, apríl 2008 en var samt vongóð um að við næðum að komast í gang. Svo bara skall þetta bankahrun á. Það byrjaði allt að þorna upp í kerfinu um sumarið. Ég sá fram á Ég sel mig dýrt Margrét Hrafnsdóttir hefur eytt tug- um milljóna í að ná árangri sem framleiðandi – Loksins komið að uppskeru – „Þetta er töff bransi og ekki fyrir aukvisa að vera í honum.“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N Lánsöm „Ég hef kynnst sterkum mönnum sem hafa virt það að ég er ákveðin og framsækin og dugleg og látið mig í friði á annan hátt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.