Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 29
25. október 2019 ÖryggisblaðiðKYNNINGARBLAÐ NORTEK: Lausnir í öryggismálum Nortek er ört vaxandi fyrirtæki á Íslandi sem sérhæfir sig í öryggiskerfum sem henta bæði heimilum og fyrirtækjum. Það er dreifingaraðili Ajax- snjallöryggiskerfis, sem er eitt snjallasta og notendavænsta öryggiskerfið sem til er í dag og er margverðlaunað í Evrópu. Kerfin eru stillt með snjalltækjum notenda og auðvelt er að vakta kerfin með snjallsímaforriti og eða símhringingum. Ekkert mánaðargjald Sérstaða Ajax-öryggiskerfisins felst ekki aðeins í snjalltækninni, heldur því að viðskiptavinir kaupa kerfið og eiga það og greiða því ekkert mánaðargjald, það er því fljótt að borga sig upp. Notandinn setur kerfið upp sjálfur og hefur fulla yfirsýn yfir virkni þess. Viðkomandi er ekki háður viðbrögðum annarra aðila ef eitthvað kemur upp á í kerfinu. Eigandinn og þeir sem hann hefur veitt aðgang að kerfinu fá skilaboð í gegnum appið eða SMS og hann metur hvað hann gerir við þær upplýsingar. Þannig koma engar síðbúnar rukkanir vegna falskra útkalla umsjónaraðila. Kisu er óhætt Margir velta fyrir sér hvort gæludýr heimilisins eða ryksuguróbótinn muni sífellt vera að setja hreyfiskynjarana innandyra í gang. En Ajax-kerfið notar stafrænt reiknirit til að greina hreyfingu manna. Svo lengi sem gæludýrin og ryksugan eru minni en 50 sentimetrar og 20 kíló ættu þau ekki að setja Ajax-skynjara í gang. Fyrirbyggjandi aðgerðir Kerfið er vinsælt bæði fyrir fyrirtæki, íbúðarhús og sumarbústaði enda er öryggi í því að geta fylgst með húseignum þegar eigendur eru ekki á staðnum. Hreyfiskynjari úti getur numið óeðlilegar mannaferðir og látið eiganda vita samstundis. Þá fær hann skilaboð og getur athugað hvað sé á seyði í gegnum eftirlitsmyndavélarnar. Hægt er að velja um hvort hávær sírena fari í gang til að fæla viðkomandi á brott eða að eigandi hringi beint á lögreglu. Sú ákvörðun er algjörlega í höndum eigandans. Það er líka mögulegt að tengja kerfið þannig að ljós kvikni inni eða að útvarp fari í gang til að láta líta út eins og einhver sé staddur í húsinu. Á þennan hátt er ekki aðeins látið vita ef brotist hefur verið inn, heldur er oft hægt að koma í veg fyrir að innbrotið sé framið. Allsherjar öryggi Kerfið snýr ekki aðeins að hættu á innbrotum heldur annars konar öryggi eins og reykskynjurum og vatnsskynjurum. Þráðlaus reykskynjari með hitanema mælir stöðugt bæði hita og reyk í rýminu og lætur vita um leið og hitastig rýmisins rís hratt. Þráðlaus vatnsskynjari nemur fyrstu merki um leka á aðeins nokkrum millisekúndum. Hentar vel til að setja undir vaska og hjá þvottavélum. Í upphafi er keypt svokölluð grunneining sem hægt er að bæta við eins mörgum skynjurum og viðkomandi vill. Hentar þetta mér? Ajax-öryggiskerfin verða sífellt vinsælli hjá almenningi sem vill tryggja eignir sínar og öryggi heimilisins en hafa um leið fullkomna stjórn á sínu eigin kerfi. Á heimasíðu Nortek er hægt að kynna sér kerfin nánar, bæði tæknina, verð og fá hugmyndir um hversu margir skynjarar myndu henta þinni eign. Nortek Eirhöfða 18, 110 Reykjavík og Hjalteyrargata 6, 600 Akureryri Vefsíða: https://ajax.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.