Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Síða 10
10 13. september 2019FRÉTTIR EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Getur grín haft áhrif á samfélagið? n Fanndís Birna rannsakaði pólitískt grín á Íslandi n „Má gera grín að öllu?“ n Spaugstofan var stjórnarandstaða og Skaupið er rammpólitískt V ið fengum miklu meiri viðbrögð í denn. En svo þegar samfélagsgerðin einhvern veginn breyt- ist, kannski með farsímum og interneti og öllu slíku, og það ein- hvern veginn opnast fleiri rásir þá höfðum við minni slagkraft. Samfélagið verður ágengara, það verður harðara og óvægnara. Það verður einhvern veginn bara allt leyfilegt og þá er kannski að- eins minna gaman að lifa.“ Þetta segir Örn Árnason leikari og vís- ar þar í tíð Spaugstofuþáttanna á RÚV. Örn er einn af viðmælend- um Fanndísar Birnu Logudóttur í tengslum við BA-ritgerð hennar í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands. Leitar Fanndís Birna þar svara við því hvernig pólitískt grín er gert fyrir heila þjóð og hvort það séu einhverjar reglur í gríni. Þá kannar hún áhrif grínsins á bæði einstaklinga og samfélagið sem heild. Spurningin er: Getur grín haft áhrif á samfélagið? Í tengslum við rannsóknina tók Fanndís Birna viðtöl við fimm landsþekkta grínista; Ara Eldjárn, Önnu Svövu Knútsdóttur og Eddu Björgvinsdóttur, sem öll hafa komið að gerð áramótaskaups- ins, ásamt Karli Ágústi Úlfssyni og Erni Árnasyni sem voru meðlim- ir Spaugstofunnar á sínum tíma. Í niðurstöðum rannsóknarinn- ar kemur meðal annars fram að grín þróast samhliða samfélaginu og að það sem er fyndið í dag var kannski engan veginn fyndið hér áður fyrr. Línan er sífellt að verða óljósari og grín að verða beittara. Allir þeir grínistar sem rætt var við telja að Spaugstofan og áramótaskaupin veiti losun fyrir samfélagið. Hlutverk Spaugstof- unnar og áramótaskaupsins var, og er enn, að taka fyrir málefni líðandi stundar og fjalla um þau á skoplegan hátt. Þar sem Spaug- stofan hefur aftur á móti lok- ið göngu sinni hefur samfélagið nú aðeins áramótaskaupið einu sinni á ári til þess að takast á við hin ýmsu málefni. Örn lýsir því að fólk hafi sagt við hann, og aðra meðlimi Spaugstofunnar, eftir að þættirnir runnu sitt skeið, að það sakni þess að Spaugstofan taki mál fyrir. Grínið breyttist í kreppunni Í niðurstöðum segir einnig að í kjölfar efnahagshrunsins hafi orðið breyting á því hvernig grín- inu var beitt. Ari Eldjárn, sem var einn af handritshöfundunum skaupsins 2009, lýsir því að árið 2009 hafi verið mikil óvissa og hræðsla í samfélaginu. Margt átti sér stað það ár og það reyndist erfitt að koma öllu inn í ára- mótaskaupið, enda þurftu þau í raun að taka fyrir hrunið í heild sinni. Handritshópurinn fór þá leið að gera ekki lítið úr þjóðinni og hegðun hennar, eins og hafði verið í skaupunum árin áður. Í staðinn gerðu þau grín að þeim sem hrundu þessari atburðarás af stað. Næstum ekkert er heilagt En má gera grín að öllu? Flestir grínistanna eru sammála um að það væri í raun ekkert sem mætti ekki gera grín að heldur sner- ist það um að finna rétta leið til þess að gera grín að því. Þá telja þau nauðsynlegt að taka fyrir það sem á sér stað á líðandi stundu. Þá eru þau öll mjög sammála um að það megi og ætti jafnvel að gera grín að stjórnmálamönnum, enda mikið um það í bæði ára- mótaskaupum og Spaugstofunni. Til að mynda lýsir Karl Ágúst því að Spaugstofuhópurinn hafi alltaf talið að þeir sem höfðu verið áberandi í fjölmiðlum „ættu það inni að það yrði gert grín að þeim, sama hvort þeir væru sam- mála þeim eða ekki.“ Þeir væru búnir að koma sér í þetta hlut- verk og þar með væri komið ákveðið skotleyfi á þá. Þrátt fyrir að það geti virkað fjandsamlegt þá lýstu nokkrir viðmælendurnir því að þeir vildu líka að það væri gert grín að þeim, að með því að gert væri grín að þeim væru þeir komnir á einhvern ákveðinn stall. Skaupið er orðið rammpólitískt Fram kemur að þegar viðmæl- Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Spaugstofan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.